Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið á grundvelli stjórnsýslulaga að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í fjórum stjórnsýslukærum tengdum Samherja hf.
Þetta kemur fram í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við fyrirspurn Kjarnans. Um er að ræða mál sem bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 26. október 2018, 9. nóvember 2018 og 28. nóvember 2019.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, myndi fara með málin, segir í svari ráðuneytisins. Forsætisráðherra hyggst því leita atbeina forseta Íslands til að setja samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að fara með þessi tilteknu mál, sem settur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.