Segir borgarskipulag hafa mikil áhrif á lífshætti

Borgarstjóri fjallaði um áhrif borgarskipulags á heilsu á fundi læknaráðs og hversu mikilvægt það væri að skipulagið hvetti til hreyfingar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, segir að með sam­spili borg­ar­mynd­unar og ójafn­aðar þá sé að teikn­ast upp ný mynd af far­öldr­um. Hann segir að offita sé einn þeirra far­aldra en fimmt­ungur full­orð­inna Íslend­inga þjá­ist nú af offitu. Hann telur því að mik­il­vægt sé að borg­ar­skipu­lag hvetji til hreyf­ing­ar. 

Þetta kom fram í máli borg­ar­stjóra á fundi lækna­ráðs sem fjallað erum í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Ofþyngd nátengd stétt og stöðu

Á fund­inum sagði Dagur að þó að það væri ekki endi­lega vin­sælt að berj­ast fyrir auknu heil­brigði í sam­hengi við skipu­lag borga og bæja þá það væri það gríð­ar­lega gagn­leg­t. 

Auglýsing

„Það má segja að við séum í end­ur­skoð­un­arfasa þegar kemur að lækn­is­fræði og borg­ar­skipu­lagi. Við erum að ræða og fjalla um áhrif skipu­lags á heilsu og þurfum að hafa heil­brigð­is­gler­augu á öllu sem við gerum,“ sagði Dag­ur. 

Hann rakti hvernig lands­menn voru á hrað­ferð í átt að ofþyngd á árunum 2010 til 2011 miðað við tölur OECD en að hins vegar voru ákveðnar vís­bend­ingar um að margir áhættu­þættir heil­brigðis hafi batnað eftir hrun. „Það vekur mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu hvernig við tölum um þetta eða hvort við tölum um offitu sem heil­brigð­is­vanda,“ sagði Dagur og benti á að ofþyngd væri nátengd ójöfn­uði.

Mik­il­vægt að borg­ar­skipu­lag hvetji til hreyf­ing­ar 

Þá hefur borg­ar­skipu­lag mikil áhrif á lífs­hætti, líkt og hreyf­ingu, sam­kvæmt Degi og vís­aði hann þar í nið­ur­stöður banda­rísku stofn­un­ar­innar Clean Air Act­. „Þau sýna að það skiptir máli í hvernig borg­ar­hverfi þú býrð fyrir það hvernig þú hreyfir þig,“ sagði Dagur og að það hafi síðan áhrif á heilsu, þar á meðal ofþyngd og þung­lyndi.

Stofn­unin sýndi fram á að línu­legt sam­band væri á milli hreyf­ingar og þess hvort þú býrð í þéttri og bland­aðri byggð eða dreifðri. Til að mynda skiptir máli hvað skólar eru langt frá heim­il­inu og hve langt er í næsta græna svæð­i. 

Lík­urnar á því að hreyfa sig auk­ist um 20 pró­sent ef úti­vist­ar­svæði er innan 1 kíló­metra fjar­lægðar frá heim­il­inu, um 21 pró­sent ef skóli er innan þessa marka, 23 pró­sent þegar þétt­leiki byggðar eykst um fjórð­ung og 19 pró­sent þegar þjón­ustan eykst um fjórð­ung.

Dagur sagði að þetta væri ástæða þess að vilji sé fyrir því að innan aðal­skipu­lags Reykja­víkur sé úti­vist­ar­svæði innan 300 metra frá sem allra flestum heim­il­um. Sam­kvæmt honum á það við um 93 pró­sent heim­ila í Reykja­vík­ur­borg.

Fimmt­ungur fimmtán ára ung­linga yfir kjör­þyngd

Í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­­­stofn­un­­­ar­innar um heilsu­far Íslend­inga kom fram að offita væri orðið umfangs­mik­ið lýð­heilsu­vanda­mál hér á landi en þeim sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­ustu ártaug­i. 

Í skýrsl­unni kemur fram að full­orðnir Íslend­ingar sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­­asta ára­tugi, hlut­­fallið hefur farið úr 12 pró­­sentum árið 2002 í 27 pró­­sent árið 2018.

Þá voru fimmt­ungur 15 ára gam­alla íslenskra drengja og stúlkna yfir kjör­­þyngd á árunum 2013 til 14, en það var þriðja hæsta hlut­­fallið í Evr­­ópu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent