Segir borgarskipulag hafa mikil áhrif á lífshætti

Borgarstjóri fjallaði um áhrif borgarskipulags á heilsu á fundi læknaráðs og hversu mikilvægt það væri að skipulagið hvetti til hreyfingar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, segir að með sam­spili borg­ar­mynd­unar og ójafn­aðar þá sé að teikn­ast upp ný mynd af far­öldr­um. Hann segir að offita sé einn þeirra far­aldra en fimmt­ungur full­orð­inna Íslend­inga þjá­ist nú af offitu. Hann telur því að mik­il­vægt sé að borg­ar­skipu­lag hvetji til hreyf­ing­ar. 

Þetta kom fram í máli borg­ar­stjóra á fundi lækna­ráðs sem fjallað erum í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Ofþyngd nátengd stétt og stöðu

Á fund­inum sagði Dagur að þó að það væri ekki endi­lega vin­sælt að berj­ast fyrir auknu heil­brigði í sam­hengi við skipu­lag borga og bæja þá það væri það gríð­ar­lega gagn­leg­t. 

Auglýsing

„Það má segja að við séum í end­ur­skoð­un­arfasa þegar kemur að lækn­is­fræði og borg­ar­skipu­lagi. Við erum að ræða og fjalla um áhrif skipu­lags á heilsu og þurfum að hafa heil­brigð­is­gler­augu á öllu sem við gerum,“ sagði Dag­ur. 

Hann rakti hvernig lands­menn voru á hrað­ferð í átt að ofþyngd á árunum 2010 til 2011 miðað við tölur OECD en að hins vegar voru ákveðnar vís­bend­ingar um að margir áhættu­þættir heil­brigðis hafi batnað eftir hrun. „Það vekur mikil við­brögð í sam­fé­lag­inu hvernig við tölum um þetta eða hvort við tölum um offitu sem heil­brigð­is­vanda,“ sagði Dagur og benti á að ofþyngd væri nátengd ójöfn­uði.

Mik­il­vægt að borg­ar­skipu­lag hvetji til hreyf­ing­ar 

Þá hefur borg­ar­skipu­lag mikil áhrif á lífs­hætti, líkt og hreyf­ingu, sam­kvæmt Degi og vís­aði hann þar í nið­ur­stöður banda­rísku stofn­un­ar­innar Clean Air Act­. „Þau sýna að það skiptir máli í hvernig borg­ar­hverfi þú býrð fyrir það hvernig þú hreyfir þig,“ sagði Dagur og að það hafi síðan áhrif á heilsu, þar á meðal ofþyngd og þung­lyndi.

Stofn­unin sýndi fram á að línu­legt sam­band væri á milli hreyf­ingar og þess hvort þú býrð í þéttri og bland­aðri byggð eða dreifðri. Til að mynda skiptir máli hvað skólar eru langt frá heim­il­inu og hve langt er í næsta græna svæð­i. 

Lík­urnar á því að hreyfa sig auk­ist um 20 pró­sent ef úti­vist­ar­svæði er innan 1 kíló­metra fjar­lægðar frá heim­il­inu, um 21 pró­sent ef skóli er innan þessa marka, 23 pró­sent þegar þétt­leiki byggðar eykst um fjórð­ung og 19 pró­sent þegar þjón­ustan eykst um fjórð­ung.

Dagur sagði að þetta væri ástæða þess að vilji sé fyrir því að innan aðal­skipu­lags Reykja­víkur sé úti­vist­ar­svæði innan 300 metra frá sem allra flestum heim­il­um. Sam­kvæmt honum á það við um 93 pró­sent heim­ila í Reykja­vík­ur­borg.

Fimmt­ungur fimmtán ára ung­linga yfir kjör­þyngd

Í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­­­stofn­un­­­ar­innar um heilsu­far Íslend­inga kom fram að offita væri orðið umfangs­mik­ið lýð­heilsu­vanda­mál hér á landi en þeim sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­ustu ártaug­i. 

Í skýrsl­unni kemur fram að full­orðnir Íslend­ingar sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­­asta ára­tugi, hlut­­fallið hefur farið úr 12 pró­­sentum árið 2002 í 27 pró­­sent árið 2018.

Þá voru fimmt­ungur 15 ára gam­alla íslenskra drengja og stúlkna yfir kjör­­þyngd á árunum 2013 til 14, en það var þriðja hæsta hlut­­fallið í Evr­­ópu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent