Ekki um spillingu eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins að ræða

Í svari forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar við erindi hans um brot þingmanns Pírata á siðareglum Alþingis kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem forseta hafa borist sé ekki um að ræða spillingu eða brot á reglum þingsins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Lili­ane Maury Pasqui­er og Ásmundur Friðriksson.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Lili­ane Maury Pasqui­er og Ásmundur Friðriksson.
Auglýsing

For­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins, Lil­i­ane Maury Pasqui­er, hefur svarað erindi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundar Frið­riks­son­ar, en hann vakti nýlega athygli á því við for­seta þings­ins að Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­­maður Pírata, hefði gerst brot­­­leg við siða­­­reglur alþing­is­­­manna, fyrst þing­­­manna hér á land­i.

Þór­hildur Sunna birtir svar­bréfið á Face­book-­síðu sinni í dag og segir hún meðal ann­ars í stöðu­upp­færslu að hún hafi verið ófeimin við að upp­lýsa kollega sína í Evr­ópu­ráðs­þing­inu um ­siða­reglu­úr­skurð­inn allt frá því að hann féll. „Enda um brot á mínu tján­ing­ar­frelsi að ræða,“ skrifar hún.

Í bréfi Pasqui­er segir að eftir að hafa farið yfir þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir um álit siða­nefndar Alþingis þá sé „alls ekk­ert sem bendi til þess að um spill­ingu sé að ræða eða brot á sér­stökum reglum Evr­ópu­ráðs­þings­ins“ af hendi Þór­hildar Sunnu sem ætti að heim­ila frek­ari athug­anir þings­ins eða for­seta.

Auglýsing

Ásmundur sagð­ist ekki fara fram á að þingið gripi til aðgerða

Þór­hildur Sunna segir í færslu sinni á Face­book að alveg eins og við hafi verið búast að þá sé einmitt ekki bannað að benda á spill­ingu í Evr­ópu­ráðs­þing­inu. „Loks get ég líka sýnt fram á þau ósann­indi sem Ásmundur hélt fram á Bylgj­unni í gær um að hann hafi ekki farið fram á við­ur­lög gegn mér. Það er lygi. Hann vildi bæði að ég yrði svipt rétt­indum og að ég yrði jafn­vel rekin úr Íslands­deild Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Eins og með­fylgj­andi bréf sýna,“ skrifar hún. 

Ásmundur sagði í útvarps­þætt­inum Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni í vik­unni að hann hefði kallað eftir því að Þór­hildur Sunna myndi sjálf upp­lýsa Evr­ópu­ráðs­þingið um að hún hefði verið fundin sek um brot á siða­reglum Alþing­is. Það hefði hún ekki gert og því hefði hann sent bréfið til for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Lagði til tíma­bund­innar svipt­ingar rétt­inda

Hann sagði jafn­framt að hann myndi ekki fara fram á að þingið grípi til ein­hvers konar aðgerða gegn Þór­hildi Sunnu. Í erindi Ásmundar til Pasqui­er segir aftur á móti að það sé hans skoðun að taka ætti til skoð­unar hvort brot Þór­hildar Sunnu á siða­reglum Alþingis ættu að sæta við­ur­lög­um, til að mynda tíma­bund­innar svipt­ingar rétt­inda á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Þór­hildur Sunna segir að hans auma afsökun „fyrir þessu til­gangs­lausa klögu­bréfi sínu“ sé því ekki sönn.

„Þó Ásmundur hafi ekki hug­mynd um hvað ég er að gera í Evr­ópu­ráðs­þing­inu þýðir það ekki að hann megi bara fabúlera eitt­hvað út í loftið til þess að reyna að rétt­læta þann aug­ljósa hefnd­ar­hug sem liggur að baki þessu bréfi sem hann skrif­að­i,“ skrifar hún.

Jæja, þá er svarið frá for­seta Evr­ópu­ráðs­þings­ins kom­ið. Alveg eins og við var að búast að þá er einmitt ekki bannað að...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Fri­day, Decem­ber 20, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent