Samherji: „Við erum bara rétt að byrja“

Starfandi forstjóri Samherja segir við starfsfólk að stjórnendur muni „leiðrétta allar rangfærslur um félagið“. Von er á niðurstöðu á rannsókn sem Samherji hefur ráðið norska lögmannsstofu til að gera í byrjun komandi árs.

Auglýsing
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir í bréfi til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem birt er á heima­síðu þess í dag, að hann geti upp­lýst um að rann­sókn norskrar lög­manns­stofu, sem Sam­herji réð til að rann­saka fyr­ir­tæk­ið, miði ágæt­lega. Von­ast sé til að nið­ur­stöður hennar liggi fyrir snemma á kom­andi ári. Mark­mið Sam­herja sé að standa af sér storm­inn og kom­ast í gegnum hann. 

Í bréf­inu seg­ist hann vita að sumir starfs­menn hafi viljað að Sam­herji myndi svara ásök­unum á hendur fyr­ir­tæk­inu af meiri krafti. „Ekki velkj­ast í vafa um að við munum leið­rétta allar rang­færslur um félag­ið. Við erum bara rétt að byrj­a.“

Björgólfur segir að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða, sem snýst um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu fyr­ir­tæk­is­ins, hafi ekki haft telj­andi áhrif á rekstur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar. Það sé vöxtur í sölu og veiða og vinnsla gangi vel. „Þá hafa sam­starfs­að­ilar okkar hér heima og erlendis staðið með félag­inu. Það er bar­áttu­hugur í stjórn­endum Sam­herja á öllum víg­stöðum og við erum sann­færð um að fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins sé björt.“

Efast um mútu­greiðslur

Fyrir rúmri viku síðan sagði Björgólf­ur, sem þá var í við­tali við norska við­­skipta­­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv, að hann efist um „að nokkrar mút­u­greiðslur hafi átt sér stað eða að fyr­ir­tækið sé eða hafi verið flækt í nokkuð ólög­­mætt.“ 

Þar sagði hann enn fremur að hann telji að Jóhannes Stef­áns­­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hafi verið einn að verki þegar kom að greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un. 

Auglýsing
Þegar Björgólfur var spurður um greiðslur til félags skráð í Dubaí í eigu James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns namibísku rík­­is­út­­­gerð­­ar­innar Fischor, sem héldu áfram fram á árið 2019  sagði hann að ekk­ert benti til þess að þær greiðslur væru ólög­­leg­­ar. Greiðsl­­urnar hafi verið fyrir kvóta auk greiðslna fyrir ráð­gjaf­­ar­­störf. Blaða­­maður Dag­ens Nær­ingsliv benti Björgólfi á að eig­andi reikn­ings­ins væri nú í fang­elsi í Namib­­íu, þar sem hann hefur verið ákærður ásamt fimm öðrum fyrir að þiggja á níunda hund­rað millj­­ónir króna í mút­u­greiðslur frá Sam­herja. „Já, hann er bor­inn þungum sökum en hefur ekki hlotið dóm,“ svar­aði Björgólf­­ur.

Hann sagði Sam­herja ætla að draga fram það sem hefði átt sér stað í Namib­­íu, með rann­­sóknum sem fyr­ir­tækið er að greiða norskri lög­­­manns­­stofu fyrir að fram­­kvæma á sér, og leyfa svo þar til bærum yfir­­völdum að meta afrakst­­ur­inn. Björgólfur reiknar með því að hann muni ljúka hlut­verki sínu sem tíma­bund­inn for­­stjóri Sam­herja á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. Það þýðir vænt­an­­lega að til standi að Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, sem steig tíma­bundið til hliðar sem for­­stjóri eftir að við­­skipta­hættir Sam­herja í Namibíu voru opin­beraðir í síð­­asta mán­uði, eigi að snúa aftur í stól­inn á þeim tíma. 

Ætl­­aðar mút­u­greiðslur 1,4 millj­­arðar

Málsvörn Sam­herja í mál­inu hingað til hefur fyrst og fremst byggst á þeirri línu sem Björgólfur fetar í við­tal­inu. Að Jóhannes Stef­áns­­son hafi einn fram­­kvæmd ólög­­mæta við­­skipta­­gjörn­inga í Namib­­íu, að fyr­ir­tækið hafi ekki orðið upp­­víst að pen­inga­þvætti og að það hafi ekki stundað skipu­­lega skatta­snið­­göngu með því að láta afrakstur veiða sinna safn­­ast saman í lág­skatta­­ríkjum og kom­­ast þannig hjá því að greiða skatta í þeim ríkjum þar sem arð­­ur­inn varð til. 

Jóhannes hefur geng­ist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Sam­herja til að tryggja fyr­ir­tæk­inu aðgengi að kvóta í Namib­­­íu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vit­und og vilja Þor­­­steins Más Bald­vins­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra Sam­herja og eins aðal­­­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­­­­­steins Helga­­­son­­­ar, sem var yfir starf­­­sem­inni í Namib­­­íu. 

Í umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera kom fram að mút­u­greiðslur til ráða­­manna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stef­áns­­son lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 millj­­arði króna hið minnsta. 

Þegar er búið að hand­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður namibísku rík­­­­­is­út­­­­­­­­­gerð­­­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir.

Jóhannes ræddi við­brögð Sam­herja við mál­inu í Kast­­ljósi fyrr í þessum mán­uði og sagði að fyr­ir­tæk­inu væri „vel­komið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 pró­semt af þeim mút­u­greiðslum sem greiddar hefðu verið til ráða­­manna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u.  

Sam­herj­­a­­málið er til rann­­sóknar á Íslandi, í Nor­egi, í Namibíu og Angóla. Í síð­ustu viku var greint frá því að full­­­trú­ar hér­­aðs­sak­­­sókn­­­ara hefðu átt fund með full­­­trú­um Økokrim, efna­hags- og um­hverf­is­­­glæpa­­­deild norsku lög­­­regl­unn­­­ar, og ýms­um stofn­un­um í Namib­­­íu, í Haag í Hollandi í vik­unni á undan vegna Sam­herj­­a­­­máls­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent