Samherji: „Við erum bara rétt að byrja“

Starfandi forstjóri Samherja segir við starfsfólk að stjórnendur muni „leiðrétta allar rangfærslur um félagið“. Von er á niðurstöðu á rannsókn sem Samherji hefur ráðið norska lögmannsstofu til að gera í byrjun komandi árs.

Auglýsing
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir í bréfi til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem birt er á heima­síðu þess í dag, að hann geti upp­lýst um að rann­sókn norskrar lög­manns­stofu, sem Sam­herji réð til að rann­saka fyr­ir­tæk­ið, miði ágæt­lega. Von­ast sé til að nið­ur­stöður hennar liggi fyrir snemma á kom­andi ári. Mark­mið Sam­herja sé að standa af sér storm­inn og kom­ast í gegnum hann. 

Í bréf­inu seg­ist hann vita að sumir starfs­menn hafi viljað að Sam­herji myndi svara ásök­unum á hendur fyr­ir­tæk­inu af meiri krafti. „Ekki velkj­ast í vafa um að við munum leið­rétta allar rang­færslur um félag­ið. Við erum bara rétt að byrj­a.“

Björgólfur segir að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða, sem snýst um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu fyr­ir­tæk­is­ins, hafi ekki haft telj­andi áhrif á rekstur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar. Það sé vöxtur í sölu og veiða og vinnsla gangi vel. „Þá hafa sam­starfs­að­ilar okkar hér heima og erlendis staðið með félag­inu. Það er bar­áttu­hugur í stjórn­endum Sam­herja á öllum víg­stöðum og við erum sann­færð um að fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins sé björt.“

Efast um mútu­greiðslur

Fyrir rúmri viku síðan sagði Björgólf­ur, sem þá var í við­tali við norska við­­skipta­­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv, að hann efist um „að nokkrar mút­u­greiðslur hafi átt sér stað eða að fyr­ir­tækið sé eða hafi verið flækt í nokkuð ólög­­mætt.“ 

Þar sagði hann enn fremur að hann telji að Jóhannes Stef­áns­­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hafi verið einn að verki þegar kom að greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un. 

Auglýsing
Þegar Björgólfur var spurður um greiðslur til félags skráð í Dubaí í eigu James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns namibísku rík­­is­út­­­gerð­­ar­innar Fischor, sem héldu áfram fram á árið 2019  sagði hann að ekk­ert benti til þess að þær greiðslur væru ólög­­leg­­ar. Greiðsl­­urnar hafi verið fyrir kvóta auk greiðslna fyrir ráð­gjaf­­ar­­störf. Blaða­­maður Dag­ens Nær­ingsliv benti Björgólfi á að eig­andi reikn­ings­ins væri nú í fang­elsi í Namib­­íu, þar sem hann hefur verið ákærður ásamt fimm öðrum fyrir að þiggja á níunda hund­rað millj­­ónir króna í mút­u­greiðslur frá Sam­herja. „Já, hann er bor­inn þungum sökum en hefur ekki hlotið dóm,“ svar­aði Björgólf­­ur.

Hann sagði Sam­herja ætla að draga fram það sem hefði átt sér stað í Namib­­íu, með rann­­sóknum sem fyr­ir­tækið er að greiða norskri lög­­­manns­­stofu fyrir að fram­­kvæma á sér, og leyfa svo þar til bærum yfir­­völdum að meta afrakst­­ur­inn. Björgólfur reiknar með því að hann muni ljúka hlut­verki sínu sem tíma­bund­inn for­­stjóri Sam­herja á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. Það þýðir vænt­an­­lega að til standi að Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, sem steig tíma­bundið til hliðar sem for­­stjóri eftir að við­­skipta­hættir Sam­herja í Namibíu voru opin­beraðir í síð­­asta mán­uði, eigi að snúa aftur í stól­inn á þeim tíma. 

Ætl­­aðar mút­u­greiðslur 1,4 millj­­arðar

Málsvörn Sam­herja í mál­inu hingað til hefur fyrst og fremst byggst á þeirri línu sem Björgólfur fetar í við­tal­inu. Að Jóhannes Stef­áns­­son hafi einn fram­­kvæmd ólög­­mæta við­­skipta­­gjörn­inga í Namib­­íu, að fyr­ir­tækið hafi ekki orðið upp­­víst að pen­inga­þvætti og að það hafi ekki stundað skipu­­lega skatta­snið­­göngu með því að láta afrakstur veiða sinna safn­­ast saman í lág­skatta­­ríkjum og kom­­ast þannig hjá því að greiða skatta í þeim ríkjum þar sem arð­­ur­inn varð til. 

Jóhannes hefur geng­ist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Sam­herja til að tryggja fyr­ir­tæk­inu aðgengi að kvóta í Namib­­­íu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vit­und og vilja Þor­­­steins Más Bald­vins­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra Sam­herja og eins aðal­­­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­­­­­steins Helga­­­son­­­ar, sem var yfir starf­­­sem­inni í Namib­­­íu. 

Í umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera kom fram að mút­u­greiðslur til ráða­­manna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stef­áns­­son lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 millj­­arði króna hið minnsta. 

Þegar er búið að hand­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður namibísku rík­­­­­is­út­­­­­­­­­gerð­­­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir.

Jóhannes ræddi við­brögð Sam­herja við mál­inu í Kast­­ljósi fyrr í þessum mán­uði og sagði að fyr­ir­tæk­inu væri „vel­komið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 pró­semt af þeim mút­u­greiðslum sem greiddar hefðu verið til ráða­­manna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u.  

Sam­herj­­a­­málið er til rann­­sóknar á Íslandi, í Nor­egi, í Namibíu og Angóla. Í síð­ustu viku var greint frá því að full­­­trú­ar hér­­aðs­sak­­­sókn­­­ara hefðu átt fund með full­­­trú­um Økokrim, efna­hags- og um­hverf­is­­­glæpa­­­deild norsku lög­­­regl­unn­­­ar, og ýms­um stofn­un­um í Namib­­­íu, í Haag í Hollandi í vik­unni á undan vegna Sam­herj­­a­­­máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent