Segir Harald hafa lagt sig fram við að gera fólk óánægt í starfi

Vararíkissaksóknari, sem starfaði áður innan ríkislögreglustjóra, segir að Haraldur Johannessen, sem nýlega hætti sem ríkislögreglustjóri, hafi lagt sig fram við það að gera starfsfólk embættisins óánægt með framkomu sinni.

Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari
Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son, sem ver­ið hefur verið vara­rík­is­ak­sókn­ari frá árinu 2011 og var þar áður yfir efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra frá árinu 2007, ­segir að Har­aldur Johann­essen, sem nýverið samdi um að hætta sem rík­is­lög­reglu­stjóri, hefði lagt sig fram við að gera starfs­fólk emb­ætt­is­ins óánægt í starfi með fram­komu sinni árum sam­an. Hann hefði getað sagt fyrir um það sem nú væri að ger­ast fyrir tíu árum síð­an. 

Þetta er meðal þess sem fram kom í ítar­legu við­tali Kjarn­ans við Helga Magnús sem birt var á annan í jól­um. Har­aldur samdi nýverið um starfs­lok sín við dóms­mála­ráð­herra og er kostn­aður vegna þeirra starfs­loka áætl­að­ur­  47,2 millj­­ónir króna án launa­tengdra gjalda. Þegar þeim er bætt við er kostn­að­­ur­inn 56,7 millj­­ónir króna. Í sept­­em­ber síð­­ast­liðnum lýstu átta af níu lög­­­reglu­­stjórum lands­ins og for­­manna­fundur Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna yfir van­­trausti á Har­ald. Þeir báru við­­tal sem hann fór við í Morg­un­­blað­inu fyrr í þeim mán­uði fyrir sig sem lyk­ilá­­stæðu þeirrar ákvörð­un­­ar. 

Í við­tal­inu sagði Har­aldur meðal ann­­ars að verið væri að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­­færslum og róg­­burði um hann. Þeir sem væru að gera það væru lög­­­reglu­­menn sem teldu sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­­ust eft­­ir. Ef til starfs­loka hans kæmi myndi það kalla á enn ítar­­legri umfjöllun af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Telur Har­ald hafa vikið sér undan rann­sókn­um 

Þar seg­ist Helgi Magnús hafa verið mjög ósáttur við þá aðferð­ar­fræði sem beitt var á sínum tíma þegar emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara var sett á fót. „Þetta var gert svona, að stofna nýtt emb­ætti, vegna þess að Har­ald­ur Jo­hann­essen, þáver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, sem var þá í ágætis sam­bandi við dóms­mála­ráð­herr­ann á þeim tíma[­Björn Bjarna­son], vildi ekki sitja uppi með þennan pakka úr banka­hrun­inu. Hann var búinn að brenna sig á Baugs­mál­inu, sem honum fannst í lagi þegar allt virt­ist ganga vel og líta vel út fyrir emb­ætti hans en strax og það fór að verða erfitt þá snéri hann baki við því og þeim sem komu nálægt mál­inu. Kannski var það að ein­hverju leyti skyn­sam­legt hjá Har­aldi, að víkja sér undan rann­sókn hrun­mála, vegna þess að hann hefur gert sér grein fyrir að það myndi ekki pen­ingur fylgja með verk­efn­inu. Að emb­ættið myndi sitja uppi með­ ­banka­hruns­mál í efna­hags­brota­deild án nokk­urra pen­inga.“

Auglýsing
Hann segir að mögu­lega hefði staðan orðið þannig, að rann­sókn hrun­mála hefði verið and­vana fædd, ef þær breyt­ingar sem urðu í sam­fé­lag­inu snemma árs 2009 hefðu ekki orð­ið. „Eva Joly, ný stjórn og mikil reiði og allt hitt sem fylgdi sem gerði það á end­anum að verkum að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara varð ekki and­vana fætt heldur fékk pen­inga til að lifa og gera það sem það þurfti að gera mjög lengi. Ég hef þó ekki enn fengið skýr­ingu á því hvers vegna hann vildi ekki standa með til­lögu minni um að flytja efna­hags­brota­deild­ina frá rík­is­lög­reglu­stjóra­emb­ætt­inu? Hvers vegna að hanga á deild­inni þegar hann hafði engan metnað til að standa með henni eða að baki þeim störfum sem þar voru unn­in? Eitt af því sem hafði gert efna­hags­brota­deild erfitt fyrir í rann­sókn Baugs­máls­ins voru vanga­velt­ur, eða ásak­an­ir, um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra gagn­vart dóms­mála­ráð­herra, og skort á sjálf­stæði frá pólitísku valdi. Ég tel þetta hafa verið til mik­ils skaða fyrir trú­verð­ug­leika efna­hags­brota­deildar í mörgum málum og einkum í Baugs­mál­inu. Sama hefði án ef orðið uppi í hrun­málum hefðu þau komið til kasta efna­hags­brota­deildar en lausnin var ekki að stofna aðra efna­hags­brota­deild.“Haraldur Johannessen samdi nýverið um starfslok sem ríkislögreglustjóri.

Hann spyr sig hins vegar hvers konar kerfi það sé sem þurfi slíkan þrýst­ing til að magna upp reiði svo að það sé gripið til aðgerða. „Það er áhyggju­efni ef að ákæru­valdið og lög­regla eigi að virka eins og ein­hverjar stormsveitir þegar næg reiði blossar upp. Þetta er eins og að vera með heil­brigð­is­kerfi sem myndi ekki fá neinn pen­ing nema þegar nógu margir yrðu nógu reiðir yfir því hversu margir væru að deyja á biðlist­u­m.“

Fag­leg della

Fag­lega telur hann að það hafi verið della að setja á fót emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, í stað þess að byggja nýja og sterk­ari stofnun efna­hags­brota í kringum þá efna­hags­brota­deild sem var þegar til stað­ar. En til þess þurfti að flytja hana frá rík­is­lög­reglu­stjór­anum og gera hana sjálf­stæða ákæru­valds­stofn­un. „Við vorum með ein­hverjar 12-13 mann­eskjur sem voru not­hæfar til að rann­saka efna­hags­brot og þær voru í efna­hags­brota­deild­inni, en samt átti að fara að stofna nýtt emb­ætti, safna þar saman fólki og búa til nýjan stofn­anakúltúr til hliðar við þann sem við vorum búin að vera að þróa í efna­hags­brota­deild­inni í ein­hver tíu ár, líta til fyr­ir­mynda og sækja okkur menntun til Nor­egs til að hafa grunn í þetta.

Auglýsing
Það var ljóst að það yrðu slags­mál um fólk og til yrðu tvær stofn­anir í þessu litla landi að rann­saka sams­konar brot og að þú fengir mis­mun­andi með­ferð eftir því hvort þú værir að draga þér fé í bygg­inga­vöru­verslun eða banka. Þú myndir fá miklu skjót­ari með­ferð hjá annarri deild­inni vegna meiri fjár­heim­ilda. Að það væru rýmri rann­sókn­ar­heim­ildir öðru meg­in. Og svo fram­veg­is. Þetta er bara þvæla. Ég taldi betra að taka efna­hags­brota­deild­ina frá Rík­is­lög­reglu­stjóra og byggja síðan í kringum hana þannig að úr yrði stofnun eins og Økokrim í Nor­egi, sem stendur sjálf­stætt. Ég lagði þetta til við ráðu­neyti og Alþingi í tengslum við lög­töku laga um með­ferð saka­mála árið 2007. Það er nú komið eftir að til varð emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, en mörgum árum of seint. Þá var búið að setja á fót emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara sem varð til þess að efna­hags­brota­deildin varð í raun gjaldþrota, vegna þess að fólkið fór allt yfir til sér­staks sak­sókn­ara og fékk hærri laun. Fyrir utan að Har­aldur lagði sig fram við að gera það sem eftir stóð óánægt í starfi með sinni fram­komu, eins og honum hefur tek­ist við alla núna loks­ins. Ég hefði getað sagt þetta fyrir tíu árum síð­an, sem nú er að ger­ast, að það væri eðli­legt að Har­aldur færi á eft­ir­laun.“

Deild­irnar tvær hafi meira að segja farið í hús­leitir á sömu lög­manns­stof­unni, annar fyrir hádegi og hinn eftir hádegi í sitt­hvoru mál­inu. „Einu sinni gerð­ist það. Við mætt­umst bara í dyr­un­um. Þá er það svo að mörg stór mál í efna­hags­brota­deild dróg­ust á lang­inn vegna mann­eklu og speki­leka til sér­staks sak­sókn­ara. Þessi mál voru mörg sam­bæri­leg í umfangi og þau mál sem sér­stakur var að fást við ef frá eru talin þau fáu allra stærstu. Drag­ist saka­mál á lang­inn er með því brotið gegn rétti sak­born­ings og refs­ingar taka mið af þeim drætti til góða fyrir sak­born­ing.“

Hægt er að lesa við­talið við Helga Magnús hér í heild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent