Fjölmiðlanefnd gerir athugasemdir í fjórum liðum

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að RÚV hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt á rekstrarárinu 2017.

RÚV
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Rík­is­út­varpið ohf. hafi upp­fyllt almanna­þjón­ustu­hlut­verk sitt á rekstr­ar­ár­inu 2017. Um leið gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semdir í fjórum lið­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fjöl­miðla­nefnd en nefndin birti mat sitt fyrir árið 2017 nú rétt fyrir jól.

Í fyrsta lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd við það að lög­bund­inn tími til kosn­inga­um­fjöll­unar sé of skamm­ur. „Sam­kvæmt mati fjöl­miðla­nefndar gera reglur um fram­boðs­fresti fyrir kosn­ingar í íslenskri lög­gjöf Rík­is­út­varp­inu erfitt fyrir þar sem frestir renna út afar skömmu fyrir kosn­ingar eða fimmtán dögum fyrir alþing­is­kosn­ing­ar, þremur vikum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og fimm vikum fyrir for­seta­kosn­ing­ar,“ segir í mat­inu.

Auglýsing

Umfjöllun RÚV um fram­boð og fram­bjóð­endur þarf að hefj­ast mun fyrr

Þá kemur fram að umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um fram­boð og fram­bjóð­endur þurfi að hefj­ast mun fyrr til að unnt sé að upp­fylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum um Rík­is­út­varpið og samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu. Þetta þýðir að umfjöllun Rík­is­út­varps­ins þurfi að hefj­ast áður en fyrir liggur hvaða flokkar og ein­stak­lingar ná að safna til­skildum fjölda und­ir­skrifta til að fram­boð þeirra telj­ist gild. 

„Eins og fjöl­miðla­nefnd hefur áður bent á er brýnt að sam­ræma reglur um fram­boðs­fresti fyrir kosn­ingar og þær kröfur sem gerðar eru til kosn­inga­um­fjöll­unar Rík­is­út­varps­ins í lögum um Rík­is­út­varpið og þjón­ustu­samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins. Slíkt fyr­ir­komu­lag væri hvoru tveggja í sam­ræmi við for­dæmi í nágranna­löndum Íslands og í sam­ræmi við rétt­mætar vænt­ingar almenn­ings og fram­bjóð­enda til þess að leik­reglur séu skýr­ar,“ segir í mat­in­u. 

Bregð­ast þarf við óvissu um fram­tíð­ar­horfur rekstrar RÚV

Í öðru lagi telur fjöl­miðla­nefnd að bregð­ast þurfi við óvissu um fram­tíð­ar­horfur rekstrar RÚV. „Í árs­reikn­ingi Rík­is­út­varps­ins kemur fram að fyrir liggi að þrátt fyrir nýlega sölu eigna muni Rík­is­út­varp­ið, þegar fram líða stund­ir, ekki geta staðið undir greiðslum afborg­ana af láni frá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins m.v. vaxta­kjör og greiðslu­skil­mála láns­ins, væntar tekjur félags­ins og kröfu um óbreytta starf­semi. Við­ræður standi yfir við líf­eyr­is­sjóð­inn um skil­mála­breyt­ingu láns­ins.“

Þá segir í árs­skýrslu Rík­is­út­varps­ins að þrátt fyrir jákvæðan við­snún­ing í rekstri að und­an­förnu, þurfi að gæta aðhalds til að tryggja áfram­hald­andi halla­lausan rekstur þar sem opin­berar tekjur félags­ins hafi ekki hækkað í sam­ræmi við launa­breyt­ingar sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Auk þess hafi mögu­leikar félags­ins á öflun aug­lýs­inga­tekna verið tak­mark­aðir umtals­vert með laga­setn­ing­um. Þá ríki enn óvissa um fram­tíð­ar­horfur vegna mik­illar skuld­setn­ingar og skuldir séu þungur baggi á starf­sem­inni. Nýr þjón­ustu­samn­ingur til árs­ins 2020 tryggi stöð­ug­leika í fjár­veit­ingum og gerir félag­inu kleift að gera eðli­legar lang­tíma­á­ætl­an­ir.

Fjöl­miðla­nefnd telur mik­il­vægt að brugð­ist verði við þeirri óvissu sem ríkir um fram­tíð­ar­horfur rekst­urs Rík­is­út­varps­ins hið fyrsta, meðal ann­ars vegna skuld­bind­inga félags­ins við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Þá tekur fjöl­miðla­nefnd undir sjón­ar­mið Rík­is­út­varps­ins um að trygg og fyr­ir­sjá­an­leg opin­ber fjár­mögnun sé grunn­for­senda þess að almanna­fjöl­mið­ill geti rækt lýð­ræð­is-, menn­ing­ar- og sam­fé­lags­hlut­verk sitt í sam­ræmi við ákvæði laga um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu.

RÚV ber að stofna dótt­ur­fé­lag fyrir aðra starf­semi en fjöl­miðlun

Í þriðja lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd er varðar stofnun dótt­ur­fé­laga um sam­keppn­is­rekstur RÚV. „Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um rekstur og aðgrein­ingu rekstr­ar­þátta Rík­is­út­varps­ins, sem út kom í nóv­em­ber 2018, benti rík­is­end­ur­skoð­andi m.a. á að Rík­is­út­varp­inu beri að upp­fylla laga­legar skyldur um stofnun dótt­ur­fé­lags fyrir aðra starf­semi en fjöl­miðlun í almanna­þág­u.“

Gild­is­töku lag­anna hefur í tvígang verið frestað af lög­gjaf­anum og tók ákvæðið fyrst gildi þann 1. jan­úar 2018. Laga­leg skylda Rík­is­út­varps­ins til að stofna dótt­ur­fé­lög um sam­keppn­is­rekstur var því ekki fyrir hendi árið 2017, á því reikn­ings­ári sem er til umfjöll­unar í mat­inu.

Ekki skýrt hvort með­fram­leiðsla telj­ist hluti af rekstri RÚV eða til sam­keppn­is­rekst­urs

Í fjórða og síð­asta lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd við breyt­ingar Rík­is­út­varps­ins á samn­ingum við sjálf­stæða kvik­mynda­fram­leið­end­ur. „Breyt­ingar Rík­is­út­varps­ins á samn­ingum við sjálf­stæða fram­leið­endur voru sam­þykktar af stjórn Rík­is­út­varps­ins í nóv­em­ber 2017 og hafa verið gagn­rýndar af kvik­mynda­fram­leið­endum og Sam­tökum iðn­að­ar­ins, m.a. fyrir það að fela í sér lækkun sýn­ing­ar­rétt­ar­gjalds og að hlut­falls­leg eigna­myndun Rík­is­út­varps­ins, í þeim verk­efnum sem það fjár­magn­ar, sé of mikil miðað við fram­lag stofn­un­ar­innar og þá fjár­hags­lega áhættu sem hún tek­ur. Þá sé ekki skýrt hvort slík með­fram­leiðsla telj­ist hluti af rekstri Rík­is­út­varps­ins vegna fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu eða til sam­keppn­is­rekst­ur­s.“

Sam­tök iðn­að­ar­ins sendu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu erindi í ágúst 2018, með afriti á fjöl­miðla­nefnd, þar sem þau bentu meðal ann­ars á fram­an­greint, sam­kvæmt nefnd­inn­i. 

Fram­an­greindar breyt­ingar á samn­ingum við sjálf­stæða fram­leið­endur hafi verið gerðar seint á árinu 2017 og borist fjöl­miðla­nefnd afrit af erindi Sam­taka iðn­að­ar­ins í ágúst 2018. Þær koma því ekki til skoð­unar í mati fjöl­miðla­nefndar fyrir reikn­ings­árið 2017.

Fjórða sinn sem fjöl­miðla­nefnd skilar mati sínu

Fjöl­miðla­nefnd leggur árlega sjálf­stætt mat á það hvort Rík­is­út­varpið hafi upp­fyllt almanna­þjón­ustu­hlut­verk sitt sam­kvæmt lögum um Rík­is­út­varp­ið. Þetta er í fjórða sinn sem fjöl­miðla­nefnd skilar slíku mati til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og í annað sinn sem matið bygg­ist á fyr­ir­liggj­andi samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þág­u. 

Rík­is­út­varp­inu er lögum sam­kvæmt ætlað að sinna mik­il­vægu lýð­ræð­is­legu, menn­ing­ar­legu og sam­fé­lags­legu hlut­verki. Einn til­gangur með árlegu mati fjöl­miðla­nefndar er að veita inn­sýn í hlut­verk fjöl­miðla sem sinna almanna­þjón­ustu, hvernig Rík­is­út­varpið upp­fyllir kröfur sem gerðar eru til slíkra miðla og hvort þjón­usta Rík­is­út­varps­ins hefur þró­ast í takt við tækni­breyt­ingar og þarfir sam­tím­ans.

Talið mik­il­vægt að óháður eft­ir­lits­að­ili meti RÚV

Annar til­gangur með mat­inu er að upp­fylla kröfur Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, ESA, um rík­is­styrki til útvarps­þjón­ustu, sam­an­ber skuld­bind­ingar Íslands sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Í mat­inu kemur fram að heim­ilt sé að veita rík­is­styrki til útvarps­þjón­ustu í almanna­þágu þegar upp­fylltar séu lýð­ræð­is­leg­ar, menn­ing­ar­legar og sam­fé­lags­legar þarfir sam­fé­lags­ins, auk menn­ing­ar­legs og tungu­mála­legs fjöl­ræð­is. Þær upp­lýs­ingar sem fram koma í skýrsl­unni séu því nauð­syn­legar til að unnt sé að veita Rík­is­út­varp­inu und­an­þágu frá almennum rík­is­styrkja­regl­um. Mik­il­vægt sé talið að óháður eft­ir­lits­að­ili leggi mat á það hvort Rík­is­út­varpið veiti í raun þá fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu sem kveðið er á um í lög­um.

Lauk öllum tíma­settum aðgerðum árið 2017

Í mati fjöl­miðla­nefndar kemur enn fremur fram að Rík­is­út­varpið hafi lokið öllum 24 tíma­settum aðgerð­um, sam­kvæmt samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðlun í almanna­þágu 2016 til 2019, sem eru eft­ir­far­andi:

 1. Siða­reglur starfs­manna RÚV.
 2. End­ur­skoð­aðar frétta­regl­ur.
 3. Starfs­reglur stjórn­ar.
 4. Reglur um hlut­lægni og áreið­an­leika.
 5. Reglur um með­ferð athuga­semda, ábend­inga og kvart­ana.
 6. Reglur um fréttir og dag­skrár­efni.
 7. Upp­færsla örygg­is­stefnu.
 8. Reglur um við­skipta­boð.
 9. Dag­skrár­stefna RÚV 2017.
 10. Dag­skrár­stefna RÚV til 2021.
 11. Stefnu­mótun með aðkomu almenn­ings.
 12. Ný stefna hefur tekið gildi og verið birt á vef.
 13. Kostn­að­ar­mat vegna Gull­kistu RÚV.
 14. Hátíð­ar­dag­skrá vegna 1. des 2018.
 15. Reglu­leg mæl­ing á notkun almenn­ings.
 16. Reglu­leg mæl­ing á við­horfi almenn­ings.
 17. Jafn­rétt­is­á­ætl­un.
 18. RÚV-­myndir form­gerð­ar.
 19. Tvö­földun á fram­lagi til leik­ins efn­is.
 20. Aukið íslenskt barna­efni.
 21. Vinnsla og afhend­ing nákvæmrar rekstr­ar­á­ætl­un­ar.
 22. End­ur­skoðuð mál­stefna.
 23. Fundir um fram­kvæmd samn­ings.
 24. Kaup af sjálf­stæðum fram­leið­end­um.

Að mati fjöl­miðla­nefndar er mik­il­vægt að umræður um hlut­verk og þjón­ustu Rík­is­út­varps­ins taki mið af því mark­miði fjöl­miðl­unar í almanna­þjón­ustu að stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu, menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og félags­legri sam­heldni í íslensku sam­fé­lagi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent