Fjölmiðlanefnd gerir athugasemdir í fjórum liðum

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að RÚV hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt á rekstrarárinu 2017.

RÚV
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Rík­is­út­varpið ohf. hafi upp­fyllt almanna­þjón­ustu­hlut­verk sitt á rekstr­ar­ár­inu 2017. Um leið gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semdir í fjórum lið­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fjöl­miðla­nefnd en nefndin birti mat sitt fyrir árið 2017 nú rétt fyrir jól.

Í fyrsta lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd við það að lög­bund­inn tími til kosn­inga­um­fjöll­unar sé of skamm­ur. „Sam­kvæmt mati fjöl­miðla­nefndar gera reglur um fram­boðs­fresti fyrir kosn­ingar í íslenskri lög­gjöf Rík­is­út­varp­inu erfitt fyrir þar sem frestir renna út afar skömmu fyrir kosn­ingar eða fimmtán dögum fyrir alþing­is­kosn­ing­ar, þremur vikum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og fimm vikum fyrir for­seta­kosn­ing­ar,“ segir í mat­inu.

Auglýsing

Umfjöllun RÚV um fram­boð og fram­bjóð­endur þarf að hefj­ast mun fyrr

Þá kemur fram að umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um fram­boð og fram­bjóð­endur þurfi að hefj­ast mun fyrr til að unnt sé að upp­fylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum um Rík­is­út­varpið og samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu. Þetta þýðir að umfjöllun Rík­is­út­varps­ins þurfi að hefj­ast áður en fyrir liggur hvaða flokkar og ein­stak­lingar ná að safna til­skildum fjölda und­ir­skrifta til að fram­boð þeirra telj­ist gild. 

„Eins og fjöl­miðla­nefnd hefur áður bent á er brýnt að sam­ræma reglur um fram­boðs­fresti fyrir kosn­ingar og þær kröfur sem gerðar eru til kosn­inga­um­fjöll­unar Rík­is­út­varps­ins í lögum um Rík­is­út­varpið og þjón­ustu­samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins. Slíkt fyr­ir­komu­lag væri hvoru tveggja í sam­ræmi við for­dæmi í nágranna­löndum Íslands og í sam­ræmi við rétt­mætar vænt­ingar almenn­ings og fram­bjóð­enda til þess að leik­reglur séu skýr­ar,“ segir í mat­in­u. 

Bregð­ast þarf við óvissu um fram­tíð­ar­horfur rekstrar RÚV

Í öðru lagi telur fjöl­miðla­nefnd að bregð­ast þurfi við óvissu um fram­tíð­ar­horfur rekstrar RÚV. „Í árs­reikn­ingi Rík­is­út­varps­ins kemur fram að fyrir liggi að þrátt fyrir nýlega sölu eigna muni Rík­is­út­varp­ið, þegar fram líða stund­ir, ekki geta staðið undir greiðslum afborg­ana af láni frá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins m.v. vaxta­kjör og greiðslu­skil­mála láns­ins, væntar tekjur félags­ins og kröfu um óbreytta starf­semi. Við­ræður standi yfir við líf­eyr­is­sjóð­inn um skil­mála­breyt­ingu láns­ins.“

Þá segir í árs­skýrslu Rík­is­út­varps­ins að þrátt fyrir jákvæðan við­snún­ing í rekstri að und­an­förnu, þurfi að gæta aðhalds til að tryggja áfram­hald­andi halla­lausan rekstur þar sem opin­berar tekjur félags­ins hafi ekki hækkað í sam­ræmi við launa­breyt­ingar sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Auk þess hafi mögu­leikar félags­ins á öflun aug­lýs­inga­tekna verið tak­mark­aðir umtals­vert með laga­setn­ing­um. Þá ríki enn óvissa um fram­tíð­ar­horfur vegna mik­illar skuld­setn­ingar og skuldir séu þungur baggi á starf­sem­inni. Nýr þjón­ustu­samn­ingur til árs­ins 2020 tryggi stöð­ug­leika í fjár­veit­ingum og gerir félag­inu kleift að gera eðli­legar lang­tíma­á­ætl­an­ir.

Fjöl­miðla­nefnd telur mik­il­vægt að brugð­ist verði við þeirri óvissu sem ríkir um fram­tíð­ar­horfur rekst­urs Rík­is­út­varps­ins hið fyrsta, meðal ann­ars vegna skuld­bind­inga félags­ins við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Þá tekur fjöl­miðla­nefnd undir sjón­ar­mið Rík­is­út­varps­ins um að trygg og fyr­ir­sjá­an­leg opin­ber fjár­mögnun sé grunn­for­senda þess að almanna­fjöl­mið­ill geti rækt lýð­ræð­is-, menn­ing­ar- og sam­fé­lags­hlut­verk sitt í sam­ræmi við ákvæði laga um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu.

RÚV ber að stofna dótt­ur­fé­lag fyrir aðra starf­semi en fjöl­miðlun

Í þriðja lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd er varðar stofnun dótt­ur­fé­laga um sam­keppn­is­rekstur RÚV. „Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um rekstur og aðgrein­ingu rekstr­ar­þátta Rík­is­út­varps­ins, sem út kom í nóv­em­ber 2018, benti rík­is­end­ur­skoð­andi m.a. á að Rík­is­út­varp­inu beri að upp­fylla laga­legar skyldur um stofnun dótt­ur­fé­lags fyrir aðra starf­semi en fjöl­miðlun í almanna­þág­u.“

Gild­is­töku lag­anna hefur í tvígang verið frestað af lög­gjaf­anum og tók ákvæðið fyrst gildi þann 1. jan­úar 2018. Laga­leg skylda Rík­is­út­varps­ins til að stofna dótt­ur­fé­lög um sam­keppn­is­rekstur var því ekki fyrir hendi árið 2017, á því reikn­ings­ári sem er til umfjöll­unar í mat­inu.

Ekki skýrt hvort með­fram­leiðsla telj­ist hluti af rekstri RÚV eða til sam­keppn­is­rekst­urs

Í fjórða og síð­asta lagi gerir fjöl­miðla­nefnd athuga­semd við breyt­ingar Rík­is­út­varps­ins á samn­ingum við sjálf­stæða kvik­mynda­fram­leið­end­ur. „Breyt­ingar Rík­is­út­varps­ins á samn­ingum við sjálf­stæða fram­leið­endur voru sam­þykktar af stjórn Rík­is­út­varps­ins í nóv­em­ber 2017 og hafa verið gagn­rýndar af kvik­mynda­fram­leið­endum og Sam­tökum iðn­að­ar­ins, m.a. fyrir það að fela í sér lækkun sýn­ing­ar­rétt­ar­gjalds og að hlut­falls­leg eigna­myndun Rík­is­út­varps­ins, í þeim verk­efnum sem það fjár­magn­ar, sé of mikil miðað við fram­lag stofn­un­ar­innar og þá fjár­hags­lega áhættu sem hún tek­ur. Þá sé ekki skýrt hvort slík með­fram­leiðsla telj­ist hluti af rekstri Rík­is­út­varps­ins vegna fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu eða til sam­keppn­is­rekst­ur­s.“

Sam­tök iðn­að­ar­ins sendu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu erindi í ágúst 2018, með afriti á fjöl­miðla­nefnd, þar sem þau bentu meðal ann­ars á fram­an­greint, sam­kvæmt nefnd­inn­i. 

Fram­an­greindar breyt­ingar á samn­ingum við sjálf­stæða fram­leið­endur hafi verið gerðar seint á árinu 2017 og borist fjöl­miðla­nefnd afrit af erindi Sam­taka iðn­að­ar­ins í ágúst 2018. Þær koma því ekki til skoð­unar í mati fjöl­miðla­nefndar fyrir reikn­ings­árið 2017.

Fjórða sinn sem fjöl­miðla­nefnd skilar mati sínu

Fjöl­miðla­nefnd leggur árlega sjálf­stætt mat á það hvort Rík­is­út­varpið hafi upp­fyllt almanna­þjón­ustu­hlut­verk sitt sam­kvæmt lögum um Rík­is­út­varp­ið. Þetta er í fjórða sinn sem fjöl­miðla­nefnd skilar slíku mati til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og í annað sinn sem matið bygg­ist á fyr­ir­liggj­andi samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þág­u. 

Rík­is­út­varp­inu er lögum sam­kvæmt ætlað að sinna mik­il­vægu lýð­ræð­is­legu, menn­ing­ar­legu og sam­fé­lags­legu hlut­verki. Einn til­gangur með árlegu mati fjöl­miðla­nefndar er að veita inn­sýn í hlut­verk fjöl­miðla sem sinna almanna­þjón­ustu, hvernig Rík­is­út­varpið upp­fyllir kröfur sem gerðar eru til slíkra miðla og hvort þjón­usta Rík­is­út­varps­ins hefur þró­ast í takt við tækni­breyt­ingar og þarfir sam­tím­ans.

Talið mik­il­vægt að óháður eft­ir­lits­að­ili meti RÚV

Annar til­gangur með mat­inu er að upp­fylla kröfur Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, ESA, um rík­is­styrki til útvarps­þjón­ustu, sam­an­ber skuld­bind­ingar Íslands sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Í mat­inu kemur fram að heim­ilt sé að veita rík­is­styrki til útvarps­þjón­ustu í almanna­þágu þegar upp­fylltar séu lýð­ræð­is­leg­ar, menn­ing­ar­legar og sam­fé­lags­legar þarfir sam­fé­lags­ins, auk menn­ing­ar­legs og tungu­mála­legs fjöl­ræð­is. Þær upp­lýs­ingar sem fram koma í skýrsl­unni séu því nauð­syn­legar til að unnt sé að veita Rík­is­út­varp­inu und­an­þágu frá almennum rík­is­styrkja­regl­um. Mik­il­vægt sé talið að óháður eft­ir­lits­að­ili leggi mat á það hvort Rík­is­út­varpið veiti í raun þá fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu sem kveðið er á um í lög­um.

Lauk öllum tíma­settum aðgerðum árið 2017

Í mati fjöl­miðla­nefndar kemur enn fremur fram að Rík­is­út­varpið hafi lokið öllum 24 tíma­settum aðgerð­um, sam­kvæmt samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Rík­is­út­varps­ins um fjöl­miðlun í almanna­þágu 2016 til 2019, sem eru eft­ir­far­andi:

  1. Siða­reglur starfs­manna RÚV.
  2. End­ur­skoð­aðar frétta­regl­ur.
  3. Starfs­reglur stjórn­ar.
  4. Reglur um hlut­lægni og áreið­an­leika.
  5. Reglur um með­ferð athuga­semda, ábend­inga og kvart­ana.
  6. Reglur um fréttir og dag­skrár­efni.
  7. Upp­færsla örygg­is­stefnu.
  8. Reglur um við­skipta­boð.
  9. Dag­skrár­stefna RÚV 2017.
  10. Dag­skrár­stefna RÚV til 2021.
  11. Stefnu­mótun með aðkomu almenn­ings.
  12. Ný stefna hefur tekið gildi og verið birt á vef.
  13. Kostn­að­ar­mat vegna Gull­kistu RÚV.
  14. Hátíð­ar­dag­skrá vegna 1. des 2018.
  15. Reglu­leg mæl­ing á notkun almenn­ings.
  16. Reglu­leg mæl­ing á við­horfi almenn­ings.
  17. Jafn­rétt­is­á­ætl­un.
  18. RÚV-­myndir form­gerð­ar.
  19. Tvö­földun á fram­lagi til leik­ins efn­is.
  20. Aukið íslenskt barna­efni.
  21. Vinnsla og afhend­ing nákvæmrar rekstr­ar­á­ætl­un­ar.
  22. End­ur­skoðuð mál­stefna.
  23. Fundir um fram­kvæmd samn­ings.
  24. Kaup af sjálf­stæðum fram­leið­end­um.

Að mati fjöl­miðla­nefndar er mik­il­vægt að umræður um hlut­verk og þjón­ustu Rík­is­út­varps­ins taki mið af því mark­miði fjöl­miðl­unar í almanna­þjón­ustu að stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu, menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og félags­legri sam­heldni í íslensku sam­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent