Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi

Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­in­anr, telur að hlut­verk stjórn­mála­manna sé meðal ann­ars að sann­færa almenn­ing um nauð­syn þess að draga úr neyslu og þá sér­stak­lega þar sem kolefn­is­sporið er stórt, jafn­vel þótt það kosti viss óþæg­indi. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag. 

Til­efni skrifa Guð­mundar Andra eru kjarr- og gróð­ur­eldar sem nú standa yfir í Ástr­al­íu. Ástandið er sagt mjög alvar­legt þar í landi en almanna­varnir í fylk­inu Vikt­oríu fyr­ir­skip­uðu um helg­ina tugum þús­unda íbúa og ferða­manna að yfir­gefa ákveðin svæð­i. 

Fram kom í fréttum RÚV í morgun að þús­undir hafi forðað sér frá hættu­svæðum í fylk­inu en yfir­völd þar í landi til­kynntu í morgun að sums staðar væri of seint að flýja eldana, fólk yrði að gera ráð­staf­anir til að kom­ast af.

Auglýsing

Hefur trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi

„Ástr­alía brenn­ur. Núna. Við færumst nær þeim tíma­mótum í sögu mann­kyns að ekki verður aftur snúið á braut hlýn­unar and­rúms­lofts­ins með til­heyr­andi veð­ur­öfg­um. Hægra megin segja menn að það yrði mann­gert hall­æri á heims­vísu að flýta orku­skiptum og hætta olíu­vinnslu og kola­greftri svo fljótt sem auðið er; vinstra megin segir fólk að ekk­ert muni breyt­ast nema kap­ít­al­isma verði bylt og nýtt kerfi inn­leitt – sós­í­al­ismi á heims­vísu; með mið­stýrðum áætl­un­ar­bú­skap sem allur miðar að sama marki,“ skrifar Guð­mundur Andri.

Ástandið er víða alvarlegt í Ástralíu um þessar mundir Mynd: EPAHann ­seg­ist sjálfur hafa trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi. „Ég held að í mark­að­inum búi reg­inafl en því verði að stýra. Að sjálf­sögðu þarf að snúa af braut rányrkju á Jörð­inni, þar sem stund­ar­gróð­inn ræður för án þess að hirða um afleið­ingar til lang­frama. Það þarf þrótt­mikið sam­starf vís­inda og fyr­ir­tækja við að þróa tækni­legar lausnir þar sem stjórn­völd hafa hönd í bagga – leiða saman – stýra för – en stjórna ekki stóru og smáu eða gera allan arð upp­tækan, eins og fylgir mið­stýrðu hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent