Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi

Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­in­anr, telur að hlut­verk stjórn­mála­manna sé meðal ann­ars að sann­færa almenn­ing um nauð­syn þess að draga úr neyslu og þá sér­stak­lega þar sem kolefn­is­sporið er stórt, jafn­vel þótt það kosti viss óþæg­indi. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag. 

Til­efni skrifa Guð­mundar Andra eru kjarr- og gróð­ur­eldar sem nú standa yfir í Ástr­al­íu. Ástandið er sagt mjög alvar­legt þar í landi en almanna­varnir í fylk­inu Vikt­oríu fyr­ir­skip­uðu um helg­ina tugum þús­unda íbúa og ferða­manna að yfir­gefa ákveðin svæð­i. 

Fram kom í fréttum RÚV í morgun að þús­undir hafi forðað sér frá hættu­svæðum í fylk­inu en yfir­völd þar í landi til­kynntu í morgun að sums staðar væri of seint að flýja eldana, fólk yrði að gera ráð­staf­anir til að kom­ast af.

Auglýsing

Hefur trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi

„Ástr­alía brenn­ur. Núna. Við færumst nær þeim tíma­mótum í sögu mann­kyns að ekki verður aftur snúið á braut hlýn­unar and­rúms­lofts­ins með til­heyr­andi veð­ur­öfg­um. Hægra megin segja menn að það yrði mann­gert hall­æri á heims­vísu að flýta orku­skiptum og hætta olíu­vinnslu og kola­greftri svo fljótt sem auðið er; vinstra megin segir fólk að ekk­ert muni breyt­ast nema kap­ít­al­isma verði bylt og nýtt kerfi inn­leitt – sós­í­al­ismi á heims­vísu; með mið­stýrðum áætl­un­ar­bú­skap sem allur miðar að sama marki,“ skrifar Guð­mundur Andri.

Ástandið er víða alvarlegt í Ástralíu um þessar mundir Mynd: EPAHann ­seg­ist sjálfur hafa trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi. „Ég held að í mark­að­inum búi reg­inafl en því verði að stýra. Að sjálf­sögðu þarf að snúa af braut rányrkju á Jörð­inni, þar sem stund­ar­gróð­inn ræður för án þess að hirða um afleið­ingar til lang­frama. Það þarf þrótt­mikið sam­starf vís­inda og fyr­ir­tækja við að þróa tækni­legar lausnir þar sem stjórn­völd hafa hönd í bagga – leiða saman – stýra för – en stjórna ekki stóru og smáu eða gera allan arð upp­tækan, eins og fylgir mið­stýrðu hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent