Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi

Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­in­anr, telur að hlut­verk stjórn­mála­manna sé meðal ann­ars að sann­færa almenn­ing um nauð­syn þess að draga úr neyslu og þá sér­stak­lega þar sem kolefn­is­sporið er stórt, jafn­vel þótt það kosti viss óþæg­indi. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag. 

Til­efni skrifa Guð­mundar Andra eru kjarr- og gróð­ur­eldar sem nú standa yfir í Ástr­al­íu. Ástandið er sagt mjög alvar­legt þar í landi en almanna­varnir í fylk­inu Vikt­oríu fyr­ir­skip­uðu um helg­ina tugum þús­unda íbúa og ferða­manna að yfir­gefa ákveðin svæð­i. 

Fram kom í fréttum RÚV í morgun að þús­undir hafi forðað sér frá hættu­svæðum í fylk­inu en yfir­völd þar í landi til­kynntu í morgun að sums staðar væri of seint að flýja eldana, fólk yrði að gera ráð­staf­anir til að kom­ast af.

Auglýsing

Hefur trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi

„Ástr­alía brenn­ur. Núna. Við færumst nær þeim tíma­mótum í sögu mann­kyns að ekki verður aftur snúið á braut hlýn­unar and­rúms­lofts­ins með til­heyr­andi veð­ur­öfg­um. Hægra megin segja menn að það yrði mann­gert hall­æri á heims­vísu að flýta orku­skiptum og hætta olíu­vinnslu og kola­greftri svo fljótt sem auðið er; vinstra megin segir fólk að ekk­ert muni breyt­ast nema kap­ít­al­isma verði bylt og nýtt kerfi inn­leitt – sós­í­al­ismi á heims­vísu; með mið­stýrðum áætl­un­ar­bú­skap sem allur miðar að sama marki,“ skrifar Guð­mundur Andri.

Ástandið er víða alvarlegt í Ástralíu um þessar mundir Mynd: EPAHann ­seg­ist sjálfur hafa trölla­trú á blönd­uðu hag­kerfi. „Ég held að í mark­að­inum búi reg­inafl en því verði að stýra. Að sjálf­sögðu þarf að snúa af braut rányrkju á Jörð­inni, þar sem stund­ar­gróð­inn ræður för án þess að hirða um afleið­ingar til lang­frama. Það þarf þrótt­mikið sam­starf vís­inda og fyr­ir­tækja við að þróa tækni­legar lausnir þar sem stjórn­völd hafa hönd í bagga – leiða saman – stýra för – en stjórna ekki stóru og smáu eða gera allan arð upp­tækan, eins og fylgir mið­stýrðu hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent