Sunna Ósk Logadóttir ráðin til Kjarnans

Margverðlaunaður og þrautreyndur blaðamaður hefur störf á Kjarnanum.

Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir.
Auglýsing

Sunna Ósk Loga­dóttir hefur verið ráðin til starfa á rit­stjórn Kjarn­ans. Hún hefur þegar hafið störf.

Sunna Ósk hefur unnið við blaða­mennsku í yfir tutt­ugu ár. Hún hóf störf sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu árið 1999, var frétta­stjóri á blað­inu á árunum 2008-2012 og frétta­stjóri á mbl.is til árs­ins 2016. 

Síð­ustu ár hefur Sunna Ósk, sem er land­fræð­ingur að mennt, m.a. ein­beitt sér að skrifum um umhverf­is­mál. Hún hefur þrí­vegis hlotið Blaða­manna­verð­laun Íslands. Fyrst árið 2005 fyrir ítar­lega og grein­ar­góða umfjöllun um rekstur og starf­semi Land­spít­ala – háskóla­sjúkra­húss í kjöl­far sam­ein­ing­ar. Næst árið 2015 fyrir áhrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi. Síð­ast fékk hún blaða­manna­verð­laun 2017 fyrir umfjöllun sína Mátt­­ur­inn eða dýrð­in, þar sem hún fjall­aði um tog­streitu nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­­ar, m.a. virkj­un­­ar­á­form á Vest­­fjörðum og áhrif þeirra á stað­bundið sam­­fé­lag og um­hverfi.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að ráðn­ing Sunnu Óskar sýni í verki þann metnað sem Kjarn­inn hefur fyrir því að vaxa áfram og verða leið­andi afl í íslenskum fjöl­miðl­um. „Kjarn­inn hefur markað sér þá sér­stöðu að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöllun þar sem áherslan er á að upp­lýsa almenn­ing. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að fá jafn reynslu­mik­inn liðs­auka og Sunnu Ósk til liðs við okk­ur, sem hefur fyrir löngu sýnt að hún er á meðal okkar allra fær­ustu blaða­manna.“

Auglýsing
Kjarn­inn rekur frétta­vef, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. Að upp­­lýsa almenn­ing í stað þess að ein­blína á að skapa vef­um­­ferð. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um alþjóða­­mál, inn­­­lenda þjóð­­mála­um­ræðu, við­­skipti, efna­hags­­mál, stjórn­­­mál og loft­lags- og umhverf­is­­mál. 

Lyk­ill­inn að því að gera þetta kleift er Kjarna­­sam­­fé­lag­ið, þar sem ein­stak­l­ingar styrkja Kjarn­ann með mán­að­­ar­­legu fram­lagi. Hægt er að ger­ast styrkt­ar­að­ili hér að neð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent