Sunna Ósk Logadóttir ráðin til Kjarnans

Margverðlaunaður og þrautreyndur blaðamaður hefur störf á Kjarnanum.

Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir.
Auglýsing

Sunna Ósk Loga­dóttir hefur verið ráðin til starfa á rit­stjórn Kjarn­ans. Hún hefur þegar hafið störf.

Sunna Ósk hefur unnið við blaða­mennsku í yfir tutt­ugu ár. Hún hóf störf sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu árið 1999, var frétta­stjóri á blað­inu á árunum 2008-2012 og frétta­stjóri á mbl.is til árs­ins 2016. 

Síð­ustu ár hefur Sunna Ósk, sem er land­fræð­ingur að mennt, m.a. ein­beitt sér að skrifum um umhverf­is­mál. Hún hefur þrí­vegis hlotið Blaða­manna­verð­laun Íslands. Fyrst árið 2005 fyrir ítar­lega og grein­ar­góða umfjöllun um rekstur og starf­semi Land­spít­ala – háskóla­sjúkra­húss í kjöl­far sam­ein­ing­ar. Næst árið 2015 fyrir áhrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi. Síð­ast fékk hún blaða­manna­verð­laun 2017 fyrir umfjöllun sína Mátt­­ur­inn eða dýrð­in, þar sem hún fjall­aði um tog­streitu nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­­ar, m.a. virkj­un­­ar­á­form á Vest­­fjörðum og áhrif þeirra á stað­bundið sam­­fé­lag og um­hverfi.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að ráðn­ing Sunnu Óskar sýni í verki þann metnað sem Kjarn­inn hefur fyrir því að vaxa áfram og verða leið­andi afl í íslenskum fjöl­miðl­um. „Kjarn­inn hefur markað sér þá sér­stöðu að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöllun þar sem áherslan er á að upp­lýsa almenn­ing. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að fá jafn reynslu­mik­inn liðs­auka og Sunnu Ósk til liðs við okk­ur, sem hefur fyrir löngu sýnt að hún er á meðal okkar allra fær­ustu blaða­manna.“

Auglýsing
Kjarn­inn rekur frétta­vef, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. Að upp­­lýsa almenn­ing í stað þess að ein­blína á að skapa vef­um­­ferð. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um alþjóða­­mál, inn­­­lenda þjóð­­mála­um­ræðu, við­­skipti, efna­hags­­mál, stjórn­­­mál og loft­lags- og umhverf­is­­mál. 

Lyk­ill­inn að því að gera þetta kleift er Kjarna­­sam­­fé­lag­ið, þar sem ein­stak­l­ingar styrkja Kjarn­ann með mán­að­­ar­­legu fram­lagi. Hægt er að ger­ast styrkt­ar­að­ili hér að neð­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent