Sunna Ósk Logadóttir ráðin til Kjarnans

Margverðlaunaður og þrautreyndur blaðamaður hefur störf á Kjarnanum.

Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir.
Auglýsing

Sunna Ósk Loga­dóttir hefur verið ráðin til starfa á rit­stjórn Kjarn­ans. Hún hefur þegar hafið störf.

Sunna Ósk hefur unnið við blaða­mennsku í yfir tutt­ugu ár. Hún hóf störf sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu árið 1999, var frétta­stjóri á blað­inu á árunum 2008-2012 og frétta­stjóri á mbl.is til árs­ins 2016. 

Síð­ustu ár hefur Sunna Ósk, sem er land­fræð­ingur að mennt, m.a. ein­beitt sér að skrifum um umhverf­is­mál. Hún hefur þrí­vegis hlotið Blaða­manna­verð­laun Íslands. Fyrst árið 2005 fyrir ítar­lega og grein­ar­góða umfjöllun um rekstur og starf­semi Land­spít­ala – háskóla­sjúkra­húss í kjöl­far sam­ein­ing­ar. Næst árið 2015 fyrir áhrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi. Síð­ast fékk hún blaða­manna­verð­laun 2017 fyrir umfjöllun sína Mátt­­ur­inn eða dýrð­in, þar sem hún fjall­aði um tog­streitu nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­­ar, m.a. virkj­un­­ar­á­form á Vest­­fjörðum og áhrif þeirra á stað­bundið sam­­fé­lag og um­hverfi.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að ráðn­ing Sunnu Óskar sýni í verki þann metnað sem Kjarn­inn hefur fyrir því að vaxa áfram og verða leið­andi afl í íslenskum fjöl­miðl­um. „Kjarn­inn hefur markað sér þá sér­stöðu að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöllun þar sem áherslan er á að upp­lýsa almenn­ing. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að fá jafn reynslu­mik­inn liðs­auka og Sunnu Ósk til liðs við okk­ur, sem hefur fyrir löngu sýnt að hún er á meðal okkar allra fær­ustu blaða­manna.“

Auglýsing
Kjarn­inn rekur frétta­vef, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. Að upp­­lýsa almenn­ing í stað þess að ein­blína á að skapa vef­um­­ferð. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um alþjóða­­mál, inn­­­lenda þjóð­­mála­um­ræðu, við­­skipti, efna­hags­­mál, stjórn­­­mál og loft­lags- og umhverf­is­­mál. 

Lyk­ill­inn að því að gera þetta kleift er Kjarna­­sam­­fé­lag­ið, þar sem ein­stak­l­ingar styrkja Kjarn­ann með mán­að­­ar­­legu fram­lagi. Hægt er að ger­ast styrkt­ar­að­ili hér að neð­an.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent