Sunna Ósk Logadóttir ráðin til Kjarnans

Margverðlaunaður og þrautreyndur blaðamaður hefur störf á Kjarnanum.

Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir.
Auglýsing

Sunna Ósk Loga­dóttir hefur verið ráðin til starfa á rit­stjórn Kjarn­ans. Hún hefur þegar hafið störf.

Sunna Ósk hefur unnið við blaða­mennsku í yfir tutt­ugu ár. Hún hóf störf sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu árið 1999, var frétta­stjóri á blað­inu á árunum 2008-2012 og frétta­stjóri á mbl.is til árs­ins 2016. 

Síð­ustu ár hefur Sunna Ósk, sem er land­fræð­ingur að mennt, m.a. ein­beitt sér að skrifum um umhverf­is­mál. Hún hefur þrí­vegis hlotið Blaða­manna­verð­laun Íslands. Fyrst árið 2005 fyrir ítar­lega og grein­ar­góða umfjöllun um rekstur og starf­semi Land­spít­ala – háskóla­sjúkra­húss í kjöl­far sam­ein­ing­ar. Næst árið 2015 fyrir áhrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi. Síð­ast fékk hún blaða­manna­verð­laun 2017 fyrir umfjöllun sína Mátt­­ur­inn eða dýrð­in, þar sem hún fjall­aði um tog­streitu nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­­ar, m.a. virkj­un­­ar­á­form á Vest­­fjörðum og áhrif þeirra á stað­bundið sam­­fé­lag og um­hverfi.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að ráðn­ing Sunnu Óskar sýni í verki þann metnað sem Kjarn­inn hefur fyrir því að vaxa áfram og verða leið­andi afl í íslenskum fjöl­miðl­um. „Kjarn­inn hefur markað sér þá sér­stöðu að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöllun þar sem áherslan er á að upp­lýsa almenn­ing. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að fá jafn reynslu­mik­inn liðs­auka og Sunnu Ósk til liðs við okk­ur, sem hefur fyrir löngu sýnt að hún er á meðal okkar allra fær­ustu blaða­manna.“

Auglýsing
Kjarn­inn rekur frétta­vef, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. Að upp­­lýsa almenn­ing í stað þess að ein­blína á að skapa vef­um­­ferð. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um alþjóða­­mál, inn­­­lenda þjóð­­mála­um­ræðu, við­­skipti, efna­hags­­mál, stjórn­­­mál og loft­lags- og umhverf­is­­mál. 

Lyk­ill­inn að því að gera þetta kleift er Kjarna­­sam­­fé­lag­ið, þar sem ein­stak­l­ingar styrkja Kjarn­ann með mán­að­­ar­­legu fram­lagi. Hægt er að ger­ast styrkt­ar­að­ili hér að neð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent