Kostur að fólk sé ósammála

Finnur Dellsén heimspekingur sér það sem ákveðið styrkleikamerki kenningar þegar ekki allir eru sammála henni. Í þessu samhengi talar hann meðal annars um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Finnur Dellsén
Finnur Dellsén
Auglýsing

Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, telur að sú afstaða að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum mjög vel rökstudda en hann var í ítarlegu viðtali við Kjarnann sem birtist um áramótin.

Ein af ástæðum þess að hún er vel rökstudd, að hans mati, er að langflestir vísindamenn, eða um 97 prósent, hafa komist að þessari niðurstöðu. „Það að einhverjir vísindamenn séu á annarri skoðun er ekki endilega ekki eitthvað sem við ættum að hafa miklar áhyggjur af,“ segir hann.

Ástæðan fyrir því að við ættum ekki að hafa áhyggjur af þeim sem eru í miklum minnihluta, að sögn Finns, er sú að við ættum að búast við því, nánast sama hvert málefnið er, að einhverjir séu ósammála niðurstöðunni sem allir aðrir eru sammála um. Þannig sjái Finnur það þvert á móti sem ákveðið styrkleikamerki á kenningu að þeir séu til sem eru ósammála henni.

Auglýsing

„Ef 100 prósent loftslagsvísindamanna væru sammála um að breytingarnar séu af mannavöldum þá myndi ég hafa meiri áhyggjur en ég hef núna. Þá væri ástæða til að trúa því að eitthvað skrítið væri í gangi með þessa vísindamenn vegna þess að þessi vísindi eru mjög flókin. Það er mjög flókið að komast að því hverjar orsakir loftslagsbreytinga eru – það er ekki jafn einfalt og stundum er látið í veðri vaka þar sem heimurinn hefur hlýnað og á sama tíma hefur gróðurhúsalofttegundum verið hleypt út í andrúmsloftið. Það er ekki svo einfalt að hægt sé að draga þá ályktun að annað sé orsök fyrir hinu. Við vitum að það er ákveðin hugsanavilla að þegar tveir hlutir fara saman þá sé þar af leiðandi orsakasamhengi þarna á milli. Það er ekki þannig.“ 

Þannig ætti að koma okkur verulega á óvart ef allt í einu 100 prósent vísindamanna væru sammála um þessi mál. „Ég myndi segja að 97 prósent sé nokkurn veginn það hlutfall sem sem við ættum að búast við að segði að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum ef loftslagsbreytingar væru af mannavöldum.“

Finnur segir að mjög algengt sé að fólk noti þessi þrjú prósent sem eru ósammála heildinni sem forsendu fyrir eigin skoðunum. „Þetta er eitthvað sem gerist oft með sérfræðinga, að fólk dregur fram þá sem hentar þeirra málstað. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu og tel ég að við ættum að breyta því hvernig við hlustum á sérfræðinga,“ segir hann. Í stað þess að leita eftir skoðunum einstakra sérfræðinga ættum við að spyrja okkar hvað sérfræðingarnir á tilteknu sviði eru flestir sammála um. Það sé miklu áreiðanlegri leiðarvísir að því hvað sé satt á viðkomandi sviði.

„Í þessu tilfelli eru 97 prósent loftslagsvísindamanna á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og ég held að við ættum ekki að hlusta sérstaklega á neinn af þeim sem mynda þessi þrjú prósent. Við ættum frekar að horfa á það að nánast allt annað loftslagsvísindafólk er sammála um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Það er miklu meira upplýsandi í almennri og opinberri umræðu um öll mál. Loftslagsbreytingar eru mjög gott dæmi um þetta,“ segir hann.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent