Kostur að fólk sé ósammála

Finnur Dellsén heimspekingur sér það sem ákveðið styrkleikamerki kenningar þegar ekki allir eru sammála henni. Í þessu samhengi talar hann meðal annars um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Finnur Dellsén
Finnur Dellsén
Auglýsing

Finnur Dell­sén, dós­ent í heim­speki við Háskóla Íslands, telur að sú afstaða að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum mjög vel rök­studda en hann var í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist um ára­mót­in.

Ein af ástæðum þess að hún er vel rök­studd, að hans mati, er að lang­flestir vís­inda­menn, eða um 97 pró­sent, hafa kom­ist að þess­ari nið­ur­stöðu. „Það að ein­hverjir vís­inda­menn séu á annarri skoðun er ekki endi­lega ekki eitt­hvað sem við ættum að hafa miklar áhyggjur af,“ segir hann.

Ástæðan fyrir því að við ættum ekki að hafa áhyggjur af þeim sem eru í miklum minni­hluta, að sögn Finns, er sú að við ættum að búast við því, nán­ast sama hvert mál­efnið er, að ein­hverjir séu ósam­mála nið­ur­stöð­unni sem allir aðrir eru sam­mála um. Þannig sjái Finnur það þvert á móti sem ákveðið styrk­leika­merki á kenn­ingu að þeir séu til sem eru ósam­mála henni.

Auglýsing

„Ef 100 pró­sent lofts­lags­vís­inda­manna væru sam­mála um að breyt­ing­arnar séu af manna­völdum þá myndi ég hafa meiri áhyggjur en ég hef núna. Þá væri ástæða til að trúa því að eitt­hvað skrítið væri í gangi með þessa vís­inda­menn vegna þess að þessi vís­indi eru mjög flók­in. Það er mjög flókið að kom­ast að því hverjar orsakir lofts­lags­breyt­inga eru – það er ekki jafn ein­falt og stundum er látið í veðri vaka þar sem heim­ur­inn hefur hlýnað og á sama tíma hefur gróð­ur­húsa­loft­teg­undum verið hleypt út í and­rúms­loft­ið. Það er ekki svo ein­falt að hægt sé að draga þá ályktun að annað sé orsök fyrir hinu. Við vitum að það er ákveðin hugs­ana­villa að þegar tveir hlutir fara saman þá sé þar af leið­andi orsaka­sam­hengi þarna á milli. Það er ekki þannig.“ 

Þannig ætti að koma okkur veru­lega á óvart ef allt í einu 100 pró­sent vís­inda­manna væru sam­mála um þessi mál. „Ég myndi segja að 97 pró­sent sé nokkurn veg­inn það hlut­fall sem sem við ættum að búast við að segði að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum ef lofts­lags­breyt­ingar væru af manna­völd­um.“

Finnur segir að mjög algengt sé að fólk noti þessi þrjú pró­sent sem eru ósam­mála heild­inni sem for­sendu fyrir eigin skoð­un­um. „Þetta er eitt­hvað sem ger­ist oft með sér­fræð­inga, að fólk dregur fram þá sem hentar þeirra mál­stað. Ég hef veru­legar áhyggjur af þessu og tel ég að við ættum að breyta því hvernig við hlustum á sér­fræð­inga,“ segir hann. Í stað þess að leita eftir skoð­unum ein­stakra sér­fræð­inga ættum við að spyrja okkar hvað sér­fræð­ing­arnir á til­teknu sviði eru flestir sam­mála um. Það sé miklu áreið­an­legri leið­ar­vísir að því hvað sé satt á við­kom­andi sviði.

„Í þessu til­felli eru 97 pró­sent lofts­lags­vís­inda­manna á því að lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum og ég held að við ættum ekki að hlusta sér­stak­lega á neinn af þeim sem mynda þessi þrjú pró­sent. Við ættum frekar að horfa á það að nán­ast allt annað lofts­lags­vís­inda­fólk er sam­mála um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um. Það er miklu meira upp­lýsandi í almennri og opin­berri umræðu um öll mál. Lofts­lags­breyt­ingar eru mjög gott dæmi um þetta,“ segir hann.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent