Sex sóttu um embætti ríkissáttasemjara

Fyrrverandi forseti ASÍ er meðal umsækjenda um stöðu ríkissáttasemjara. Núverandi forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins eru í nefndinni sem metur hæfi umsækjenda.

Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Sex sóttu um emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara. Aðal­steinn Leifs­son, Gylfi Arn­björns­son, Her­dís Hall­mars­dótt­ir, Lara De Stefano, Ólafur Þor­steinn Kjart­ans­son og Rann­veig S. Sig­urð­ar­dótt­ir, hag­fræð­ingur og vara­seðla­banka­stjóri. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Félags­mála­ráðu­neytið aug­lýsti þann 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara laust til umsókn­ar. Umsókn­ar­frestur var til og með 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Í aug­lýs­ing­unni sagði að rík­is­sátta­semj­ari starfi á grund­velli laga nr. 80/1938, um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur, með síð­ari breyt­ing­um. Hann ann­ist sátta­störf í vinnu­deilum milli launa­fólks og félaga þess ann­ars vegar og atvinnu­rek­enda og félaga þeirra hins veg­ar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvil­hallan í málum launa­fólks og atvinnu­rek­enda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Enn fremur er lögð áhersla á for­ystu­hæfi­leika og hæfni í mann­legum sam­skipt­um.

Auglýsing

„Um­sókn­irnar verða nú metnar af sér­stakri ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd sem ­fé­lags- og barna­mála­ráð­herra mun skipa.  Eft­ir­taldir hafa verið til­nefndir til setu í nefnd­inni: Drífa Snædal, for­seti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafns­son, for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Auk þess mun ráð­herra skipa Gissur Pét­urs­son ráðu­neyt­is­stjóra ­for­mann nefnd­ar­inn­ar. Bjarn­heiður Gauta­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í félags­mála­ráðu­neyt­inu, mun starfa með nefnd­inn­i,“ segir í til­kynn­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, mun skipa í emb­ættið til fimm ára þegar hann hefur fengið til­lögur nefnd­ar­innar í hend­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent