Icelandair gerir ráð fyrir áframhaldandi 25 til 30 prósent aukningu

Farþegum Icelandair, til og frá Íslandi, fjölgaði umtalsvert í fyrra miðað við árið á undan. Forstjórinn er bjartsýnn á að áframhald verði á þeirri þróun.

bogi nils bogason
Auglýsing

Við gerum ráð fyrir 25-30 pró­sent aukn­ingu á far­þegum til lands­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Þetta segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en félagið flutti um 25 pró­sent fleiri far­þega til Íslands í fyrra en árið 2018. 

Sam­tals voru það um 1,9 millj­ónir far­þega. „Það er í sam­ræmi við áherslu Icelandair á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands á síð­asta ári,“ segir Bogi Nils. 

Í des­em­ber fjölg­aði far­þegum Icelandair til Íslands um ell­efu pró­sent og voru þeir rúm­lega 106 þús­und tals­ins. Far­þegum frá Íslandi fjölg­aði einnig í des­em­ber, eða um átta pró­sent, og fjölg­aði um átján pró­sent á árinu í heild. 

Auglýsing

Tengifar­þegum fækk­aði um níu pró­sent í des­em­ber en fækkun þeirra var níu pró­sent á árinu í heild. Sæta­nýt­ing í milli­landa­starf­semi félag­ins var 80.7 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 79.6 pró­sent á sama tíma 2018.

Icelandair hefur glímt við fordæmalausar aðstæður, vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum frá Boeing. Félagið hefur þurft að draga úr sætaframboði, en hefur einblínt á að auka þjónustu í flugi til Íslands, og fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu Íslands með Icelandair, í fyrra, umtalsvert.

Icelandair hefur aldrei flutt jafn­marga far­þega í milli­landa­flugi og á árinu 2019 eða alls um 4,4 millj­ónir far­þega, sem er 6% aukn­ing á milli ára. 

Þá batn­aði komu­stund­vísi umtals­vert og var 80 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 73.7 pró­sent í des­em­ber 2018. Heild­ar­stund­vísi á árinu 2019 jókst um tæp 12 pró­sentu­stig á milli ára.

Mark­aðsvirði Icelandair lækk­aði um rúm­lega 2 pró­sent í dag, og er nú um 40 millj­arðar króna. Eigið fé félags­ins var um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra, eða sem nemur rúm­lega 65 millj­örðum króna.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent