Icelandair gerir ráð fyrir áframhaldandi 25 til 30 prósent aukningu

Farþegum Icelandair, til og frá Íslandi, fjölgaði umtalsvert í fyrra miðað við árið á undan. Forstjórinn er bjartsýnn á að áframhald verði á þeirri þróun.

bogi nils bogason
Auglýsing

Við gerum ráð fyrir 25-30 pró­sent aukn­ingu á far­þegum til lands­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Þetta segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en félagið flutti um 25 pró­sent fleiri far­þega til Íslands í fyrra en árið 2018. 

Sam­tals voru það um 1,9 millj­ónir far­þega. „Það er í sam­ræmi við áherslu Icelandair á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands á síð­asta ári,“ segir Bogi Nils. 

Í des­em­ber fjölg­aði far­þegum Icelandair til Íslands um ell­efu pró­sent og voru þeir rúm­lega 106 þús­und tals­ins. Far­þegum frá Íslandi fjölg­aði einnig í des­em­ber, eða um átta pró­sent, og fjölg­aði um átján pró­sent á árinu í heild. 

Auglýsing

Tengifar­þegum fækk­aði um níu pró­sent í des­em­ber en fækkun þeirra var níu pró­sent á árinu í heild. Sæta­nýt­ing í milli­landa­starf­semi félag­ins var 80.7 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 79.6 pró­sent á sama tíma 2018.

Icelandair hefur glímt við fordæmalausar aðstæður, vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum frá Boeing. Félagið hefur þurft að draga úr sætaframboði, en hefur einblínt á að auka þjónustu í flugi til Íslands, og fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu Íslands með Icelandair, í fyrra, umtalsvert.

Icelandair hefur aldrei flutt jafn­marga far­þega í milli­landa­flugi og á árinu 2019 eða alls um 4,4 millj­ónir far­þega, sem er 6% aukn­ing á milli ára. 

Þá batn­aði komu­stund­vísi umtals­vert og var 80 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 73.7 pró­sent í des­em­ber 2018. Heild­ar­stund­vísi á árinu 2019 jókst um tæp 12 pró­sentu­stig á milli ára.

Mark­aðsvirði Icelandair lækk­aði um rúm­lega 2 pró­sent í dag, og er nú um 40 millj­arðar króna. Eigið fé félags­ins var um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra, eða sem nemur rúm­lega 65 millj­örðum króna.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent