Icelandair gerir ráð fyrir áframhaldandi 25 til 30 prósent aukningu

Farþegum Icelandair, til og frá Íslandi, fjölgaði umtalsvert í fyrra miðað við árið á undan. Forstjórinn er bjartsýnn á að áframhald verði á þeirri þróun.

bogi nils bogason
Auglýsing

Við gerum ráð fyrir 25-30 pró­sent aukn­ingu á far­þegum til lands­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Þetta segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en félagið flutti um 25 pró­sent fleiri far­þega til Íslands í fyrra en árið 2018. 

Sam­tals voru það um 1,9 millj­ónir far­þega. „Það er í sam­ræmi við áherslu Icelandair á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands á síð­asta ári,“ segir Bogi Nils. 

Í des­em­ber fjölg­aði far­þegum Icelandair til Íslands um ell­efu pró­sent og voru þeir rúm­lega 106 þús­und tals­ins. Far­þegum frá Íslandi fjölg­aði einnig í des­em­ber, eða um átta pró­sent, og fjölg­aði um átján pró­sent á árinu í heild. 

Auglýsing

Tengifar­þegum fækk­aði um níu pró­sent í des­em­ber en fækkun þeirra var níu pró­sent á árinu í heild. Sæta­nýt­ing í milli­landa­starf­semi félag­ins var 80.7 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 79.6 pró­sent á sama tíma 2018.

Icelandair hefur glímt við fordæmalausar aðstæður, vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar á 737 Max vélunum frá Boeing. Félagið hefur þurft að draga úr sætaframboði, en hefur einblínt á að auka þjónustu í flugi til Íslands, og fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu Íslands með Icelandair, í fyrra, umtalsvert.

Icelandair hefur aldrei flutt jafn­marga far­þega í milli­landa­flugi og á árinu 2019 eða alls um 4,4 millj­ónir far­þega, sem er 6% aukn­ing á milli ára. 

Þá batn­aði komu­stund­vísi umtals­vert og var 80 pró­sent í des­em­ber sam­an­borið við 73.7 pró­sent í des­em­ber 2018. Heild­ar­stund­vísi á árinu 2019 jókst um tæp 12 pró­sentu­stig á milli ára.

Mark­aðsvirði Icelandair lækk­aði um rúm­lega 2 pró­sent í dag, og er nú um 40 millj­arðar króna. Eigið fé félags­ins var um 500 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra, eða sem nemur rúm­lega 65 millj­örðum króna.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent