Lára Björg hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar kveður forsætisráðuneytið.

Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg Björnsdóttir
Auglýsing

Lára Björg Björns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur sagt upp störf­um. Frá þessu greinir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni. Hún seg­ist kveðja for­sæt­is­ráðu­neytið og ynd­is­legt sam­starfs­fólk þar og í öðrum ráðu­neytum með sökn­uði og hlýju.

Lára Björg var ráðin í stöð­una í des­em­ber árið 2017 en hún hafði áður starfað við almanna­­tengsl og skipu­lagn­ingu við­­burða, sem og blaða­­mennsku og frétta­­skrif um ára­bil.

Auglýsing

„Ég hef verið heppin að fá að vinna við það sem elska síð­ustu tvö árin. Mér þykir ótrú­lega vænt um þennan tíma sem er því miður á enda,“ skrifar hún en hún hættir af per­sónu­legum ástæð­u­m. 

„Ég kveð því for­sæt­is­ráðu­neytið og ynd­is­legt sam­starfs­fólk þar og í öðrum ráðu­neytum með sökn­uði og hlýju. Og ekki má gleyma fjöl­miðl­unum góðu fyrir ánægju­leg sam­skipti, fjöl­marga kaffi­bolla og skemmti­legar stundir á alls­konar blaða­manna­fundum við alls­konar aðstæður -og á ýmsum tímum sól­ar­hrings! Takk.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent