Háskólaráð tilnefnir Jón Atla í embætti rektors HÍ

Sitjandi rektor Háskóla Íslands var sá eini sem sótti um embættið þegar það var auglýst í byrjun síðasta mánaðar.

Jón Atli Benediktsson MYND: Kristinn Ingvarsson
Auglýsing

Háskóla­ráð sam­þykkti á fundi sínum í dag að til­nefna Jón Atla Bene­dikts­son, pró­fessor í raf­magns- og tölvu­verk­fræði, í emb­ætti rekt­ors Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Jón Atli hefur gegnt emb­ætt­inu frá árinu 2015.

Jón Atli var sá eini sem sótti um emb­ættið eftir að það var aug­lýst til umsóknar í byrjun des­em­ber í fyrra. 

Auglýsing
Meðal hlut­verka rekt­ors er að hann er for­­seti háskóla­ráðs. Hann er yfir­­­maður stjórn­­­sýslu háskól­ans og æðsti full­­trúi hans og tals­­maður gagn­vart mönnum og stofn­unum innan háskól­ans og utan hans. Hann stýrir starf­­semi háskól­ans og hefur frum­­kvæði að því að háskóla­ráð marki sér heild­­ar­­stefnu í mál­efnum háskól­ans. 

Hann ber ábyrgð á fram­­kvæmd stefnu háskól­ans og tengslum háskól­ans við inn­­­lenda og erlenda sam­­starfs­að­ila. Rektor ber ábyrgð á og hefur eft­ir­lit með allri starf­­semi háskól­ans, þar með talið ráðn­­ing­­ar- og fjár­­­málum ein­stakra fræða­sviða og stofn­ana. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstr­­ar­á­ætl­­ana og að þær séu sam­­þykktar af háskóla­ráði. Á milli funda háskóla­ráðs fer rektor með ákvörð­un­­ar­­vald í öllum málum háskól­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent