Aðlaga þarf lífeyriskerfið að breyttum aðstæðum

Fjallað er um miklar áskoranir lífeyriskerfisins í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Peningar
Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að und­ir­byggja jarð­veg­inn vel fyrir starfs­lok og við viljum und­ir­búa ánægju­leg efri ár. Við viljum að elli­líf­eyr­is­þegar búi við fjár­hags­legt öryggi og þess vegna þarf að aðlaga líf­eyr­is­kerfið að breyttum aðstæðum – í hnot­skurn; vegna lækk­unar á vöxtum þarf að spara meira og vegna hækk­andi lífald­urs þarf að spara leng­ur.“

Þetta segir Valdi­mar Ármann í grein um stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um áskor­anir sem líf­eyr­is­kerfið stendur frammi fyr­ir, meðal ann­ars vegna hækk­andi lífald­urs og síðan breyttra aðstæðna á fjár­mála­mark­aði, með lægra vaxta­stigi. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við, segir Valdi­mar í grein­inni.

Auglýsing

Í henni segir meðal ann­ars:

„Lífaldur mann­kyns hefur verið að lengj­ast og allar líkur eru á því að með­al­ævi og ævi­líkur haldi áfram að aukast; nýjar kyn­slóðir munu lifa lengur og leng­ur. Það ætti að vera ánægju­legt að lifa leng­ur, en gera þarf ráð­staf­anir fjár­hags­lega til að mæta hækk­andi lífaldri og einnig þarf að líta til hvort grípa þurfi til ráð­staf­ana í líf­eyr­is­kerf­inu. Jafn­framt hafa komið fram áhyggjur fleiri aðila und­an­farið af trygg­inga­fræði­legri stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna og þeim áskor­unum sem eru framund­an.

Með­al­ævi­lengd kvenna er nú um 84 ár og karla um 80 ár en á aðeins 30 árum hefur hún auk­ist úr rúm­lega 80 árum hjá konum og úr 74 árum hjá körlum (heim­ild: Félag íslenskra trygg­inga­stærð­fræð­inga). Spár gera ráð fyrir að á næstu 30 árum auk­ist með­al­ævi­lengd kvenna í 87 ár og í 83 ár hjá körlum (heim­ild: Hag­stofa Íslands). Nú er líf­eyr­is­aldur í flestum til­vikum 65-70 ára þannig að hækk­andi lífaldur þýðir ein­fald­lega fleiri ár á elli­líf­eyri; hvaðan á sá elli­líf­eyrir að koma?

Á sama tíma og lífaldur er að aukast er við­mið­un­ar­aldur fyrir töku eft­ir­launa í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu óbreyttur í 67 árum og er ekki á neinn hátt tengdur við hækk­andi lífaldur líf­eyr­is­greið­enda eða væntan lífaldur nýrra sjóðs­fé­laga. Til að mæta hækk­andi lífaldri og föstum við­mið­un­ar­aldri fyrir töku eft­ir­launa þarf að ná hærri ávöxt­un, eða spara meira, til að ná þeirri rétt­inda­á­vinnslu sem stefnt er að. 

Ef litið er á mögu­lega ávöxtun er erfitt að sjá fram á betri tíð en verið hefur á Íslandi, þar sem á síð­ustu 15 árum hefur ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra skulda­bréfa lækkað úr 4% í um 1,3% (raun­krafa á Íbúða­bréfi með loka­dag árið 2044). Til að setja þessa lækkun á raun­vöxtum í fjár­hagslagt sam­hengi þá þarf í dag að leggja fyrir 82 krónur á 1% raun­vöxtum til að eiga 100 krónur eftir 20 ár en ein­ungis 45 krónur ef vextir eru 4%.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent