Aðlaga þarf lífeyriskerfið að breyttum aðstæðum

Fjallað er um miklar áskoranir lífeyriskerfisins í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Peningar
Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að und­ir­byggja jarð­veg­inn vel fyrir starfs­lok og við viljum und­ir­búa ánægju­leg efri ár. Við viljum að elli­líf­eyr­is­þegar búi við fjár­hags­legt öryggi og þess vegna þarf að aðlaga líf­eyr­is­kerfið að breyttum aðstæðum – í hnot­skurn; vegna lækk­unar á vöxtum þarf að spara meira og vegna hækk­andi lífald­urs þarf að spara leng­ur.“

Þetta segir Valdi­mar Ármann í grein um stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um áskor­anir sem líf­eyr­is­kerfið stendur frammi fyr­ir, meðal ann­ars vegna hækk­andi lífald­urs og síðan breyttra aðstæðna á fjár­mála­mark­aði, með lægra vaxta­stigi. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við, segir Valdi­mar í grein­inni.

Auglýsing

Í henni segir meðal ann­ars:

„Lífaldur mann­kyns hefur verið að lengj­ast og allar líkur eru á því að með­al­ævi og ævi­líkur haldi áfram að aukast; nýjar kyn­slóðir munu lifa lengur og leng­ur. Það ætti að vera ánægju­legt að lifa leng­ur, en gera þarf ráð­staf­anir fjár­hags­lega til að mæta hækk­andi lífaldri og einnig þarf að líta til hvort grípa þurfi til ráð­staf­ana í líf­eyr­is­kerf­inu. Jafn­framt hafa komið fram áhyggjur fleiri aðila und­an­farið af trygg­inga­fræði­legri stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna og þeim áskor­unum sem eru framund­an.

Með­al­ævi­lengd kvenna er nú um 84 ár og karla um 80 ár en á aðeins 30 árum hefur hún auk­ist úr rúm­lega 80 árum hjá konum og úr 74 árum hjá körlum (heim­ild: Félag íslenskra trygg­inga­stærð­fræð­inga). Spár gera ráð fyrir að á næstu 30 árum auk­ist með­al­ævi­lengd kvenna í 87 ár og í 83 ár hjá körlum (heim­ild: Hag­stofa Íslands). Nú er líf­eyr­is­aldur í flestum til­vikum 65-70 ára þannig að hækk­andi lífaldur þýðir ein­fald­lega fleiri ár á elli­líf­eyri; hvaðan á sá elli­líf­eyrir að koma?

Á sama tíma og lífaldur er að aukast er við­mið­un­ar­aldur fyrir töku eft­ir­launa í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu óbreyttur í 67 árum og er ekki á neinn hátt tengdur við hækk­andi lífaldur líf­eyr­is­greið­enda eða væntan lífaldur nýrra sjóðs­fé­laga. Til að mæta hækk­andi lífaldri og föstum við­mið­un­ar­aldri fyrir töku eft­ir­launa þarf að ná hærri ávöxt­un, eða spara meira, til að ná þeirri rétt­inda­á­vinnslu sem stefnt er að. 

Ef litið er á mögu­lega ávöxtun er erfitt að sjá fram á betri tíð en verið hefur á Íslandi, þar sem á síð­ustu 15 árum hefur ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra skulda­bréfa lækkað úr 4% í um 1,3% (raun­krafa á Íbúða­bréfi með loka­dag árið 2044). Til að setja þessa lækkun á raun­vöxtum í fjár­hagslagt sam­hengi þá þarf í dag að leggja fyrir 82 krónur á 1% raun­vöxtum til að eiga 100 krónur eftir 20 ár en ein­ungis 45 krónur ef vextir eru 4%.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent