Aðlaga þarf lífeyriskerfið að breyttum aðstæðum

Fjallað er um miklar áskoranir lífeyriskerfisins í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Peningar
Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að und­ir­byggja jarð­veg­inn vel fyrir starfs­lok og við viljum und­ir­búa ánægju­leg efri ár. Við viljum að elli­líf­eyr­is­þegar búi við fjár­hags­legt öryggi og þess vegna þarf að aðlaga líf­eyr­is­kerfið að breyttum aðstæðum – í hnot­skurn; vegna lækk­unar á vöxtum þarf að spara meira og vegna hækk­andi lífald­urs þarf að spara leng­ur.“

Þetta segir Valdi­mar Ármann í grein um stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um áskor­anir sem líf­eyr­is­kerfið stendur frammi fyr­ir, meðal ann­ars vegna hækk­andi lífald­urs og síðan breyttra aðstæðna á fjár­mála­mark­aði, með lægra vaxta­stigi. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við, segir Valdi­mar í grein­inni.

Auglýsing

Í henni segir meðal ann­ars:

„Lífaldur mann­kyns hefur verið að lengj­ast og allar líkur eru á því að með­al­ævi og ævi­líkur haldi áfram að aukast; nýjar kyn­slóðir munu lifa lengur og leng­ur. Það ætti að vera ánægju­legt að lifa leng­ur, en gera þarf ráð­staf­anir fjár­hags­lega til að mæta hækk­andi lífaldri og einnig þarf að líta til hvort grípa þurfi til ráð­staf­ana í líf­eyr­is­kerf­inu. Jafn­framt hafa komið fram áhyggjur fleiri aðila und­an­farið af trygg­inga­fræði­legri stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna og þeim áskor­unum sem eru framund­an.

Með­al­ævi­lengd kvenna er nú um 84 ár og karla um 80 ár en á aðeins 30 árum hefur hún auk­ist úr rúm­lega 80 árum hjá konum og úr 74 árum hjá körlum (heim­ild: Félag íslenskra trygg­inga­stærð­fræð­inga). Spár gera ráð fyrir að á næstu 30 árum auk­ist með­al­ævi­lengd kvenna í 87 ár og í 83 ár hjá körlum (heim­ild: Hag­stofa Íslands). Nú er líf­eyr­is­aldur í flestum til­vikum 65-70 ára þannig að hækk­andi lífaldur þýðir ein­fald­lega fleiri ár á elli­líf­eyri; hvaðan á sá elli­líf­eyrir að koma?

Á sama tíma og lífaldur er að aukast er við­mið­un­ar­aldur fyrir töku eft­ir­launa í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu óbreyttur í 67 árum og er ekki á neinn hátt tengdur við hækk­andi lífaldur líf­eyr­is­greið­enda eða væntan lífaldur nýrra sjóðs­fé­laga. Til að mæta hækk­andi lífaldri og föstum við­mið­un­ar­aldri fyrir töku eft­ir­launa þarf að ná hærri ávöxt­un, eða spara meira, til að ná þeirri rétt­inda­á­vinnslu sem stefnt er að. 

Ef litið er á mögu­lega ávöxtun er erfitt að sjá fram á betri tíð en verið hefur á Íslandi, þar sem á síð­ustu 15 árum hefur ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra skulda­bréfa lækkað úr 4% í um 1,3% (raun­krafa á Íbúða­bréfi með loka­dag árið 2044). Til að setja þessa lækkun á raun­vöxtum í fjár­hagslagt sam­hengi þá þarf í dag að leggja fyrir 82 krónur á 1% raun­vöxtum til að eiga 100 krónur eftir 20 ár en ein­ungis 45 krónur ef vextir eru 4%.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent