Efling undirbýr verkfallsaðgerðir í borginni

Ákvörðun um að leggja fram tillögu um verkfallsboðun var tekin að loknum samningafundi í dag hjá ríkissáttasemjara. Viðræður halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur sam­þykkt til­lögu um vinnu­stöðvun sem áformað er að hefj­ist í febr­úar næst­kom­andi. Félags­menn þurfa að sam­þykkja til­lög­una og er und­ir­bún­ingur haf­inn á skrif­stofum Efl­ingar fyrir atkvæða­greiðslu. Sam­kvæmt til­lög­unni verða hálfir og heilir verk­falls­dagar með stig­vax­andi þétt­leika fyrri hluta febr­ú­ar­mán­uðar og ótíma­bundið verk­fall frá mánu­deg­inum 17. febr­úar næst­kom­andi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að ákvörðun um að leggja fram til­lögu um verk­falls­boðun hafi verið tekin að loknum samn­inga­fundi í dag hjá rík­is­sátta­semj­ara. Við­ræður haldi áfram sam­hliða und­ir­bún­ingi verk­falls­að­gerða. Óskaði nefndin í dag eftir samn­inga­fundi með Reykja­vík­ur­borg næst­kom­andi fimmtu­dag.

Auglýsing

„Við höfum fengið nóg“

­Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir við til­efnið að Reykja­vík­ur­borg hafi enga við­leitni sýnt til að koma til móts við vanda lág­launa­fólks­ins sem haldi uppi grunn­þjón­ustu borg­ar­innar eða til að standa við eigin fag­ur­gala um borg­ina sem vinnu­stað jöfn­uð­ar. Reykja­vík­ur­borg hafi sýnt starfs­fólki sínu á lægstu laun­unum van­virð­ingu í þessum við­ræð­um, með fram­komu sinni, töfum og sinnu­leysi. „Við höfum fengið nóg. Við krefj­umst þess að gengið verði frá sann­gjörnum samn­ingi sem fyrst. Við bindum vonir við fund­inn í næstu viku.“

Rúm­lega 1800 starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar starfa undir kjara­samn­ingi Efl­ing­ar. Þar af eru yfir 1000 á leik­skól­um, 710 í umönn­un­ar­störfum á vel­ferð­ar­sviði og um 140 í fjöl­breyttum störfum á umhverf­is- og skipu­lags­sviði.

Nán­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd atkvæða­greiðslu verða birtar á næstu dög­um, sam­kvæmt Efl­ingu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent