Efling undirbýr verkfallsaðgerðir í borginni

Ákvörðun um að leggja fram tillögu um verkfallsboðun var tekin að loknum samningafundi í dag hjá ríkissáttasemjara. Viðræður halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur sam­þykkt til­lögu um vinnu­stöðvun sem áformað er að hefj­ist í febr­úar næst­kom­andi. Félags­menn þurfa að sam­þykkja til­lög­una og er und­ir­bún­ingur haf­inn á skrif­stofum Efl­ingar fyrir atkvæða­greiðslu. Sam­kvæmt til­lög­unni verða hálfir og heilir verk­falls­dagar með stig­vax­andi þétt­leika fyrri hluta febr­ú­ar­mán­uðar og ótíma­bundið verk­fall frá mánu­deg­inum 17. febr­úar næst­kom­andi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að ákvörðun um að leggja fram til­lögu um verk­falls­boðun hafi verið tekin að loknum samn­inga­fundi í dag hjá rík­is­sátta­semj­ara. Við­ræður haldi áfram sam­hliða und­ir­bún­ingi verk­falls­að­gerða. Óskaði nefndin í dag eftir samn­inga­fundi með Reykja­vík­ur­borg næst­kom­andi fimmtu­dag.

Auglýsing

„Við höfum fengið nóg“

­Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir við til­efnið að Reykja­vík­ur­borg hafi enga við­leitni sýnt til að koma til móts við vanda lág­launa­fólks­ins sem haldi uppi grunn­þjón­ustu borg­ar­innar eða til að standa við eigin fag­ur­gala um borg­ina sem vinnu­stað jöfn­uð­ar. Reykja­vík­ur­borg hafi sýnt starfs­fólki sínu á lægstu laun­unum van­virð­ingu í þessum við­ræð­um, með fram­komu sinni, töfum og sinnu­leysi. „Við höfum fengið nóg. Við krefj­umst þess að gengið verði frá sann­gjörnum samn­ingi sem fyrst. Við bindum vonir við fund­inn í næstu viku.“

Rúm­lega 1800 starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar starfa undir kjara­samn­ingi Efl­ing­ar. Þar af eru yfir 1000 á leik­skól­um, 710 í umönn­un­ar­störfum á vel­ferð­ar­sviði og um 140 í fjöl­breyttum störfum á umhverf­is- og skipu­lags­sviði.

Nán­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd atkvæða­greiðslu verða birtar á næstu dög­um, sam­kvæmt Efl­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent