Efling slítur samningaviðræðum við Reykjavíkurborg

Samninganefnd Eflingar tók þá ákvörðun að slíta samningaviðræðum við Reykjavíkurborg eftir fund með samninganefnd borgarinnar í gær.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing hefur slitið samn­inga­við­ræðum við Reykja­vík­ur­borg. Bréf þess efnis var sent rík­is­sátta­semj­ara og Reykja­vík­ur­borg eftir hádegi í dag. Þetta kemur fram á vef­síðu stétt­ar­fé­lags­ins í dag.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar kemur fram að samn­inga­nefnd félags­ins, sem er skipuð full­trúum starfs­fólks borg­ar­inn­ar, hafi tekið þessa ákvörðun eftir fund með samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar í gær, fimmtu­dag­inn 19. des­em­ber. Á þeim fundi hafi samn­inga­nefnd Efl­ingar þótt verða end­an­lega ljóst hversu lít­inn skiln­ing borgin hefði sýnt þeim mál­efnum sem nefndin hafi reynt að fá rædd.

Við­ræðu­slitin þýða að rík­is­sátta­semj­ari boðar fundi á tveggja vikna fresti, lögum sam­kvæmt, og færa stétt­ar­fé­lagið nær boðun verk­falla.

Auglýsing

Næstum eng­inn árangur hefur náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að þau hafi frá fyrsta degi tekið þátt í þessum við­ræðum af fullri alvöru, í þeim til­gangi að fá loks­ins lang­þráða leið­rétt­ingu á launum og vinnu­að­stæðum fólks­ins hjá borg­inni. „Við höfum setið við samn­inga­borðið frá því í vor og það er þyngra en tárum taki að segja frá því að því sem næst eng­inn árangur hefur náðst þar. Fund­ur­inn í gær tók af öll tví­mæli um það.“

Hún segir enn fremur að þau hafi í nærri níu mán­uði reynt að brjót­ast gegnum raun­veru­leik­arofið sem ríki meðal hæst settu ráða­manna borg­ar­inn­ar. „Við höfum reynt að benda á hversu kald­rana­leg stefna þeirra er gagn­vart lægst laun­aða starfs­fólk­inu. Það hefur ein­fald­lega ekki tek­ist. Það er ótrú­legt að horfa uppá það hversu mikið virð­ing­ar­leysi for­maður samn­inga­nefndar Reykja­vík­ur­borgar og borg­ar­stjór­inn sjálfur eru fær um að sýna eigin starfs­fólki,“ segir hún.

Starfs­fólki í mötu­neytum bannað að borða mat­inn sem það eldar

Þá bendir Efl­ing á að síð­ustu vikur hafi stétt­ar­fé­lagið birt við­töl við félags­menn sem starfa hjá borg­inni. Þau lýsi óhóf­legu álagi, sult­ar­launum og ófag­legri fram­komu stjórn­enda hjá borg­inni. Meðal ann­ars sé starfs­fólki í mötu­neyt­um, sem til­heyra lægst laun­aða hópnum á íslenskum vinnu­mark­aði, bannað að borða mat­inn sem það eldar og því gert að henda afgangs­mat í ruslið.

Sól­veig Anna segir að borgin leyfi sér þessa fárán­legu fram­komu gagn­vart eigin starfs­fólki, þennan yfir­gengi­lega hroka, meðan borg­ar­stjórnin fái sér anda­bringur á kostnað borg­ar­búa og setji sér sjálf reglur um eigin laun. „Það er svo langt milli þessa fólks og raun­veru­leik­ans að þau virð­ast ein­fald­lega ekki skilja hann.“

Jóla­sögur úr borg­inni

Vissir þú að í eld­húsum borg­ar­innar er starfs­fólk á lág­marks­launum skikkað til að henda afgangs mat í ruslið? Jó­hanna Þrúður Jóhann­es­dóttir og Ingi­björg Hrönn Sveins­dóttir vinna í félags­mið­stöð­inni í Hvassa­leiti. Þær sjá um að eldra fólk borg­ar­innar fái að borða á aðvent­unni sem og alla aðra daga árs­ins. Þær hafa ára­tuga starfs­reynslu á sínu sviði og fá fyrir sitt mik­il­væga fram­lag bæði sví­virði­lega lág laun og óvið­un­andi virð­ing­ar­leysi frá atvinnu­rek­enda sínum Reykja­vík­ur­borg. Þær eiga skilið mann­sæm­andi laun og virð­ingu! Er það ekki sann­gjörn krafa? Tón­list: Perfume (GE Music Box Mix) by Geor­ge_Ell­inas (CC BY-NC) Que Sera by Call­ing Sister Midnight (CC BY-NC) Auld Lang Syne by Jeris (CC BY)

Posted by Efl­ing on Thurs­day, Decem­ber 19, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent