Ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fækkaði um tæplega eina íslenska þjóð

Ferðamenn sem heimsóttu Ísland í fyrra voru undir tveimur milljónum og hafa ekki verið færri síðan 2016. Bandaríkjamönnum fækkaði mikið en fleiri Kínverjar komu. Gjaldþrot WOW air markaði vatnaskil.

Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Auglýsing

Alls voru brott­farir erlendra far­þega frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl, sem not­aðar eru til við­mið­unar um hversu margir ferða­menn heim­sóttu land­ið, 1.986.153 í fyrra. Það er um 329 þús­und færri en árið 2018, sem var metár, en þá voru brott­farir 2.315.925.  Til sam­an­burðar þá búa um 364 þús­und manns á Íslandi um þessar mund­ir. Ferða­mönnum fækk­aði því um tæp­lega eina íslenska þjóð í fyrra.

Ferða­menn­irnir sem flugu frá Íslandi voru því 14,2 pró­sent færri í fyrra en árið á undan og tæp­lega tíu pró­sent færri en þeir voru árið 2017. Ferða­menn í fyrra voru hins vegar fleiri en árið 2016. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Ferða­mála­stofu, sem heldur utan um far­þega­töl­fræði til og frá land­inu.

Gjald­þrot WOW air vatna­skil

Við­búið var að ferða­mönnum myndi fækka á síð­asta ári, sér­stak­lega eftir að WOW air fór í þrot í lok mars 2019. Frá þeim tíma, og fram í des­em­ber, fækk­aði brott­förum um Kefla­vík­ur­flug­völl um 12,7 til 23,6 pró­sent í hverjum mán­uði. Í des­em­ber var fækk­unin hins vegar 8,6 pró­sent sem er í fyrsta sinn frá þroti WOW air sem hún er undir tveggja stafa tölu. 

Auglýsing
Þegar við bætt­ist kyrr­setn­ing 737 MAX flug­véla Icelanda­ir, fram­leiddar af Boeing, eftir að tvær slíkar hröp­uðu með stuttu milli­bili var ljóst að síð­asta ár yrði áskorun fyrir íslenska ferða­þjón­ustu, en hún er stærsta stoðin undir íslenska efna­hags­kerf­in­u.  Eins og er reiknar Icelandair ekki með því að 737 MAX vél­arnar fari í loftið fyrr en í mái á þessu ári hið fyrsta. 

Banda­ríkja­mönnum fækkar mikið en Kín­verjum fjölgar

Flestir sem heim­sóttu Íslands á síð­asta ári eru frá Banda­ríkj­un­um, eða 464 þús­und manns. Þeim fækk­aði um þriðj­ung milli ára og spilar gjald­þrot WOW air þar stóra rullu, enda flaug flug­fé­lagið á nokkra áfanga­staði í Norð­ur­-Am­er­ík­u. 

Bretar komu þar á eftir en brott­farir þeirra frá Íslandi mæld­ust tæp­lega 262 þús­und árið 2018 og fækk­aði þeim um tólf pró­sent milli ára. Sam­tals voru brott­farir Banda­ríkja­manna og Breta 36,6 pró­sent af heild.Þá komu 132 þús­und Þjóð­verjar til lands­ins í fyrra en þeim fækk­aði einnig lít­il­lega á milli ára.

Brott­förum Kín­verja frá Kefla­vík­ur­flug­velli fjölg­aði hins vegar umtals­vert, eða um 10,9 pró­sent milli ára, og alls komu 99 þús­und slíkir til Íslands í fyrra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent