Ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fækkaði um tæplega eina íslenska þjóð

Ferðamenn sem heimsóttu Ísland í fyrra voru undir tveimur milljónum og hafa ekki verið færri síðan 2016. Bandaríkjamönnum fækkaði mikið en fleiri Kínverjar komu. Gjaldþrot WOW air markaði vatnaskil.

Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Auglýsing

Alls voru brott­farir erlendra far­þega frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl, sem not­aðar eru til við­mið­unar um hversu margir ferða­menn heim­sóttu land­ið, 1.986.153 í fyrra. Það er um 329 þús­und færri en árið 2018, sem var metár, en þá voru brott­farir 2.315.925.  Til sam­an­burðar þá búa um 364 þús­und manns á Íslandi um þessar mund­ir. Ferða­mönnum fækk­aði því um tæp­lega eina íslenska þjóð í fyrra.

Ferða­menn­irnir sem flugu frá Íslandi voru því 14,2 pró­sent færri í fyrra en árið á undan og tæp­lega tíu pró­sent færri en þeir voru árið 2017. Ferða­menn í fyrra voru hins vegar fleiri en árið 2016. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Ferða­mála­stofu, sem heldur utan um far­þega­töl­fræði til og frá land­inu.

Gjald­þrot WOW air vatna­skil

Við­búið var að ferða­mönnum myndi fækka á síð­asta ári, sér­stak­lega eftir að WOW air fór í þrot í lok mars 2019. Frá þeim tíma, og fram í des­em­ber, fækk­aði brott­förum um Kefla­vík­ur­flug­völl um 12,7 til 23,6 pró­sent í hverjum mán­uði. Í des­em­ber var fækk­unin hins vegar 8,6 pró­sent sem er í fyrsta sinn frá þroti WOW air sem hún er undir tveggja stafa tölu. 

Auglýsing
Þegar við bætt­ist kyrr­setn­ing 737 MAX flug­véla Icelanda­ir, fram­leiddar af Boeing, eftir að tvær slíkar hröp­uðu með stuttu milli­bili var ljóst að síð­asta ár yrði áskorun fyrir íslenska ferða­þjón­ustu, en hún er stærsta stoðin undir íslenska efna­hags­kerf­in­u.  Eins og er reiknar Icelandair ekki með því að 737 MAX vél­arnar fari í loftið fyrr en í mái á þessu ári hið fyrsta. 

Banda­ríkja­mönnum fækkar mikið en Kín­verjum fjölgar

Flestir sem heim­sóttu Íslands á síð­asta ári eru frá Banda­ríkj­un­um, eða 464 þús­und manns. Þeim fækk­aði um þriðj­ung milli ára og spilar gjald­þrot WOW air þar stóra rullu, enda flaug flug­fé­lagið á nokkra áfanga­staði í Norð­ur­-Am­er­ík­u. 

Bretar komu þar á eftir en brott­farir þeirra frá Íslandi mæld­ust tæp­lega 262 þús­und árið 2018 og fækk­aði þeim um tólf pró­sent milli ára. Sam­tals voru brott­farir Banda­ríkja­manna og Breta 36,6 pró­sent af heild.Þá komu 132 þús­und Þjóð­verjar til lands­ins í fyrra en þeim fækk­aði einnig lít­il­lega á milli ára.

Brott­förum Kín­verja frá Kefla­vík­ur­flug­velli fjölg­aði hins vegar umtals­vert, eða um 10,9 pró­sent milli ára, og alls komu 99 þús­und slíkir til Íslands í fyrra. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent