Arion banki eykur uppkaup á hlutabréfum á íslenska markaðnum

Arion banki hefur ákveðið að kaupa upp meira af bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska. Alls ætlar bankinn að kaupa upp bréf fyrir allt að 4,5 milljarða króna. Þeir fjármunir renna því úr bankanum í vasa hluthafa.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki, sem er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð, hefur ákveðið að kaupa upp meira af eigin bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska.

Samkvæmt endurkaupaáætlun sem birt var í lok október í fyrra ætlaði bankinn að kaupa 1,14 prósent af útgefnum hlutum sínum í Svíþjóð og 2,11 prósent af útgefnum hlutum sínum á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallar fyrir helgi kom hins vegar fram að bankinn hafi ákveðið að breyta skiptingunni á milli markaða. Nú ætlar bankinn að kaupa  0,65 prósent af útgefnum hlutum í Svíþjóð og 2,6 prósent af útgefnum hlutum hérlendis. Fjárhæð endurkaupanna verður ekki meiri en sem nemur 900 milljónum króna í Svíþjóð og 3,6 milljörðum króna á Íslandi. 

Auglýsing
Í aðdraganda skráningar Arion banka á markað árið 2018 var lagt upp með áætlun sem í  fólst fyrst og síðast að fullnýta allar leiðir til að greiða út eigið fé út úr Arion banka, og til hluthafa. Í fjárfestakynningu sem Kvika banki vann fyrir Kaupþing, þá stærsta eiganda bankans, var því haldið fram að svigrúm væri til að greiða allt að 80 milljarða króna út úr Arion banka á tiltölulega skömmum tíma, eða þriðjung þess. Þær greiðslur myndu fara fram í gegnum endurkaup á bréfum og arðgreiðslur, eftir að aðgerðaráætlun yrði hrint í framkvæmd. Frá lokum árs 2017 og fram til loka septemberloka í fyrra hefur eigið fé Arion banka verið lækkað um 30 milljarða króna.

Margháttaðar aðgerðir

Aðgerðirnar sem þurfti að grípa til voru eftirfarandi: Breyta fjármögnun bankans þannig að hægt væri að greiða út mikið af því eigin fé sem var að finna í honum, fækka starfsfólki verulega og minnka þannig rekstrarkostnað, selja undirliggjandi eignir sem væru ekki hluti af kjarnastarfsemi og taka svo til í útlánum.

Starfsfólki bankans hefur fækkað hratt síðan. Samstæðan var með 933 starfsmenn í lok þriðja ársfjórðungs 2o18 en ári síðar voru þeir orðnir 802 og hafði fækkað um 14 prósent. Fjármögnun bankans hefur verið kúvent með útgáfu víkjandi skuldabréfa. Arion banki hefur minnkað heildarumfang útlána sinna til að minnka greiðslur í sérstakan bankaskatt og til að reyna að breyta samsetningu eigna sinna svo bankinn þurfi ekki að uppfylla jafn ströng eiginfjárviðmið og hann gerir í dag. 

Í nýlegri fjárfestakynningu, sem aðstoðarbankastjóri Arion banka kynnti á markaðsdegi hans í London 12. nóvember 2019, kom fram að bankinn ætli sér að minnka fyrirtækjaútlán sín um 20 prósent til viðbótar fyrir lok næsta árs. Áhersla Arion banka verður þá á viðskiptavini sem þurfa á bilinu 500 til 10 milljarða króna fjármögnun. Stærri kúnnum verði beint í skuldabréfaútboð þar sem Arion banki hyggst verða milliliður og taka þóknanir fyrir, en lánin sjálf verða ekki hluti af efnahagsreikningi bankans. 

Breytingar á eignarhaldi

Frá því að Arion banki var skráður á markað hefur eignarhald hans tekið stakkaskiptum. Uppistaðan í upphafi voru sjóðir sem tengdust gamla kröfuhafahópi Kaupþings og þeir eru enn stærstu hluthafarnir. Allra stærstur er fjárfestingasjóðurinn Taconic Capital með 23,5 prósent hlut og sjóður tengdur Och-Ziff með 9,3 prósent hlut. Samanlagt fara þessir tveir sjóðir með um þriðjungshlut. 

Hlutur íslenskra lífeyrissjóða hefur smátt og smátt verið að aukast, Gildi lífeyrissjóður á stærstan hlut íslenskra lífeyrissjóða, eða 8,79 prósent hlut. Hinir tveir stóru sjóðirnir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (3,67 prósent) og Lífeyrissjóður verzlunarmanna (3,47 prósent) eru einnig á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. 

Stærstu íslensku einkafjárfestarnir í hluthafahópnum eru Stoðir hf. með tæplega fimm prósent hlut og Hvalur hf., þar sem Kristján Loftsson er stærsti hluthafinn, með 1,45 prósent hlut. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent