Arion banki eykur uppkaup á hlutabréfum á íslenska markaðnum

Arion banki hefur ákveðið að kaupa upp meira af bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska. Alls ætlar bankinn að kaupa upp bréf fyrir allt að 4,5 milljarða króna. Þeir fjármunir renna því úr bankanum í vasa hluthafa.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki, sem er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, hefur ákveðið að kaupa upp meira af eigin bréfum á íslenska mark­aðnum en áður var áætl­að, en minna á þeim sænska.

Sam­kvæmt end­ur­kaupa­á­ætlun sem birt var í lok októ­ber í fyrra ætl­aði bank­inn að kaupa 1,14 pró­sent af útgefnum hlutum sínum í Sví­þjóð og 2,11 pró­sent af útgefnum hlutum sínum á Íslandi. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar fyrir helgi kom hins vegar fram að bank­inn hafi ákveðið að breyta skipt­ing­unni á milli mark­aða. Nú ætlar bank­inn að kaupa  0,65 pró­sent af útgefnum hlutum í Sví­þjóð og 2,6 pró­sent af útgefnum hlutum hér­lend­is. Fjár­hæð end­ur­kaupanna verður ekki meiri en sem nemur 900 millj­ónum króna í Sví­þjóð og 3,6 millj­örðum króna á Ísland­i. 

Auglýsing
Í aðdrag­anda skrán­ingar Arion banka á markað árið 2018 var lagt upp með áætlun sem í  fólst fyrst og síð­ast að full­nýta allar leiðir til að greiða út eigið fé út úr Arion banka, og til hlut­hafa. Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika banki vann fyrir Kaup­þing, þá stærsta eig­anda bank­ans, var því haldið fram að svig­rúm væri til að greiða allt að 80 millj­arða króna út úr Arion banka á til­tölu­lega skömmum tíma, eða þriðj­ung þess. Þær greiðslur myndu fara fram í gegnum end­ur­kaup á bréfum og arð­greiðsl­ur, eftir að aðgerð­ar­á­ætlun yrði hrint í fram­kvæmd. Frá lokum árs 2017 og fram til loka sept­em­ber­loka í fyrra hefur eigið fé Arion banka verið lækkað um 30 millj­arða króna.

Marg­hátt­aðar aðgerðir

Aðgerð­irnar sem þurfti að grípa til voru eft­ir­far­andi: Breyta fjár­mögnun bank­ans þannig að hægt væri að greiða út mikið af því eigin fé sem var að finna í hon­um, fækka starfs­fólki veru­lega og minnka þannig rekstr­ar­kostn­að, selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi og taka svo til í útlán­um.

Starfs­fólki bank­ans hefur fækkað hratt síð­an. Sam­stæðan var með 933 starfs­menn í lok þriðja árs­fjórð­ungs 2o18 en ári síðar voru þeir orðnir 802 og hafði fækkað um 14 pró­sent. Fjár­mögnun bank­ans hefur verið kúvent með útgáfu víkj­andi skulda­bréfa. Arion banki hefur minnkað heild­ar­um­fang útlána sinna til að minnka greiðslur í sér­stakan banka­skatt og til að reyna að breyta sam­setn­ingu eigna sinna svo bank­inn þurfi ekki að upp­fylla jafn ströng eig­in­fjár­við­mið og hann gerir í dag. 

Í nýlegri fjár­festa­kynn­ingu, sem aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka kynnti á mark­aðs­degi hans í London 12. nóv­em­ber 2019, kom fram að bank­inn ætli sér að minnka fyr­ir­tækja­út­lán sín um 20 pró­sent til við­bótar fyrir lok næsta árs. Áhersla Arion banka verður þá á við­skipta­vini sem þurfa á bil­inu 500 til 10 millj­arða króna fjár­mögn­un. Stærri kúnnum verði beint í skulda­bréfa­út­boð þar sem Arion banki hyggst verða milli­liður og taka þókn­anir fyr­ir, en lánin sjálf verða ekki hluti af efna­hags­reikn­ingi bank­ans. 

Breyt­ingar á eign­ar­haldi

Frá því að Arion banki var skráður á markað hefur eign­ar­hald hans tekið stakka­skipt­um. Uppi­staðan í upp­hafi voru sjóðir sem tengd­ust gamla kröfu­hafa­hópi Kaup­þings og þeir eru enn stærstu hlut­haf­arn­ir. Allra stærstur er fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Taconic Capi­tal með 23,5 pró­sent hlut og sjóður tengdur Och-Ziff með 9,3 pró­sent hlut. Sam­an­lagt fara þessir tveir sjóðir með um þriðj­ungs­hlut. 

Hlutur íslenskra líf­eyr­is­sjóða hefur smátt og smátt verið að aukast, Gildi líf­eyr­is­sjóður á stærstan hlut íslenskra líf­eyr­is­sjóða, eða 8,79 pró­sent hlut. Hinir tveir stóru sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (3,67 pró­sent) og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna (3,47 pró­sent) eru einnig á meðal tíu stærstu hlut­hafa bank­ans. 

Stærstu íslensku einka­fjár­fest­arnir í hlut­hafa­hópnum eru Stoðir hf. með tæp­lega fimm pró­sent hlut og Hvalur hf., þar sem Krist­ján Lofts­son er stærsti hlut­haf­inn, með 1,45 pró­sent hlut. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent