Arion banki eykur uppkaup á hlutabréfum á íslenska markaðnum

Arion banki hefur ákveðið að kaupa upp meira af bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska. Alls ætlar bankinn að kaupa upp bréf fyrir allt að 4,5 milljarða króna. Þeir fjármunir renna því úr bankanum í vasa hluthafa.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki, sem er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð, hefur ákveðið að kaupa upp meira af eigin bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska.

Samkvæmt endurkaupaáætlun sem birt var í lok október í fyrra ætlaði bankinn að kaupa 1,14 prósent af útgefnum hlutum sínum í Svíþjóð og 2,11 prósent af útgefnum hlutum sínum á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallar fyrir helgi kom hins vegar fram að bankinn hafi ákveðið að breyta skiptingunni á milli markaða. Nú ætlar bankinn að kaupa  0,65 prósent af útgefnum hlutum í Svíþjóð og 2,6 prósent af útgefnum hlutum hérlendis. Fjárhæð endurkaupanna verður ekki meiri en sem nemur 900 milljónum króna í Svíþjóð og 3,6 milljörðum króna á Íslandi. 

Auglýsing
Í aðdraganda skráningar Arion banka á markað árið 2018 var lagt upp með áætlun sem í  fólst fyrst og síðast að fullnýta allar leiðir til að greiða út eigið fé út úr Arion banka, og til hluthafa. Í fjárfestakynningu sem Kvika banki vann fyrir Kaupþing, þá stærsta eiganda bankans, var því haldið fram að svigrúm væri til að greiða allt að 80 milljarða króna út úr Arion banka á tiltölulega skömmum tíma, eða þriðjung þess. Þær greiðslur myndu fara fram í gegnum endurkaup á bréfum og arðgreiðslur, eftir að aðgerðaráætlun yrði hrint í framkvæmd. Frá lokum árs 2017 og fram til loka septemberloka í fyrra hefur eigið fé Arion banka verið lækkað um 30 milljarða króna.

Margháttaðar aðgerðir

Aðgerðirnar sem þurfti að grípa til voru eftirfarandi: Breyta fjármögnun bankans þannig að hægt væri að greiða út mikið af því eigin fé sem var að finna í honum, fækka starfsfólki verulega og minnka þannig rekstrarkostnað, selja undirliggjandi eignir sem væru ekki hluti af kjarnastarfsemi og taka svo til í útlánum.

Starfsfólki bankans hefur fækkað hratt síðan. Samstæðan var með 933 starfsmenn í lok þriðja ársfjórðungs 2o18 en ári síðar voru þeir orðnir 802 og hafði fækkað um 14 prósent. Fjármögnun bankans hefur verið kúvent með útgáfu víkjandi skuldabréfa. Arion banki hefur minnkað heildarumfang útlána sinna til að minnka greiðslur í sérstakan bankaskatt og til að reyna að breyta samsetningu eigna sinna svo bankinn þurfi ekki að uppfylla jafn ströng eiginfjárviðmið og hann gerir í dag. 

Í nýlegri fjárfestakynningu, sem aðstoðarbankastjóri Arion banka kynnti á markaðsdegi hans í London 12. nóvember 2019, kom fram að bankinn ætli sér að minnka fyrirtækjaútlán sín um 20 prósent til viðbótar fyrir lok næsta árs. Áhersla Arion banka verður þá á viðskiptavini sem þurfa á bilinu 500 til 10 milljarða króna fjármögnun. Stærri kúnnum verði beint í skuldabréfaútboð þar sem Arion banki hyggst verða milliliður og taka þóknanir fyrir, en lánin sjálf verða ekki hluti af efnahagsreikningi bankans. 

Breytingar á eignarhaldi

Frá því að Arion banki var skráður á markað hefur eignarhald hans tekið stakkaskiptum. Uppistaðan í upphafi voru sjóðir sem tengdust gamla kröfuhafahópi Kaupþings og þeir eru enn stærstu hluthafarnir. Allra stærstur er fjárfestingasjóðurinn Taconic Capital með 23,5 prósent hlut og sjóður tengdur Och-Ziff með 9,3 prósent hlut. Samanlagt fara þessir tveir sjóðir með um þriðjungshlut. 

Hlutur íslenskra lífeyrissjóða hefur smátt og smátt verið að aukast, Gildi lífeyrissjóður á stærstan hlut íslenskra lífeyrissjóða, eða 8,79 prósent hlut. Hinir tveir stóru sjóðirnir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (3,67 prósent) og Lífeyrissjóður verzlunarmanna (3,47 prósent) eru einnig á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. 

Stærstu íslensku einkafjárfestarnir í hluthafahópnum eru Stoðir hf. með tæplega fimm prósent hlut og Hvalur hf., þar sem Kristján Loftsson er stærsti hluthafinn, með 1,45 prósent hlut. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent