Seðlabankinn braut lög við ráðningu upplýsingafulltrúa

Kærunefnd jafnréttismála telur ótvírætt að Seðlabanki Íslands hafi brotið lög við ráðningu á upplýsingafulltrúa bankans.

Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Seðla­banki Íslandsi hafi brotið lög þegar bank­inn réð Stefán Rafn Sig­ur­björns­son sem upp­lýs­ing­ar­full­trúa bank­ans, í stað hæf­ari kon­u. 

Gunn­hildur Arna Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri og nú dag­skrár­gerð­ar­maður á Rás 2 og blaða­maður á Lækna­blað­inu, kærði ráðn­ing­una og komst kæru­nefndin að þeirri nið­ur­stöðu að Gunn­hildur hefði staðið mun framar þegar kom að menntun og reynslu. 

Þetta er í þriðja skiptið frá því árið 2012 sem Seðla­bank­inn er stað­inn að því að brjóta gegn jafn­rétt­islög­um. 

Auglýsing

Árið 2012 var bank­inn tal­inn hafa brotið lög­ þegar karl var ráð­inn í stöðu sér­fræð­ings í lána­málum rík­is­ins hjá bank­an­um. Þremur árum seinna braut bank­inn aftur lög þegar í ljós kom að kona hafði verið með lægri laun en karl, þrátt fyrir sömu menntun og svip­aða reynslu.

Í úrskurði nefnd­ar­innar segir að ljóst sé að Gunn­hildur Arna hafi meiri menntun og reynslu, heldur en Stefán Rafn, og þá hafi hún í það minnsta ekki minni reynslu heldur en Stefán Rafn, þegar kemur að efna­hags­málum almennt, enda með meiri menntun í ljósi MBA-gráðu henn­ar. 

Í úrskurð­inum segir meðal ann­ars orð­rétt: „Að öllu fram­an­greindu virtu hefur kærði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vallar ákvörðun um ráðn­ingu í starf upp­lýs­inga­full­trúa á sviði alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra, sbr. 4. og 5. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Telst kærði því hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. lag­anna.“

Stefán Rafn var ráð­inn í júní síð­ast­liðnum en 51 sótti um starf­ið. Hann tók til starfa áður en Ásgeir Jóns­son, núver­andi seðla­banka­stjóri, tók við sem seðla­banka­stjóri. 

Í kæru­nefnd jafn­frétt­is­mála sitja Björn L. Bergs­son, Arn­aldur Hjart­ar­son og Guð­rún Björg Birg­is­dótt­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent