Fyrst lágu Danir í því og nú Rússar – Strákarnir okkar til alls líklegir

Íslenska landsliðið hefur byrjað EM í handbolta frábærlega og valtaði yfir lið Rússa í dag. Guðmundur Þ. Guðmundsson segir að liðið geti leyft sér að brosa núna.

Aron.jpg
Auglýsing

Íslenska lands­liðið í hand­bolta valt­aði yfir Rússa í dag, og end­aði leik­ur­inn 34-23 fyrir Ísland. Í við­tali við RÚV eftir leik, sagði Guð­mundur Þ. Guð­munds­son lands­liðs­þjálf­ari að liðið gæti leyft sér að brosa eftir þennan frá­bæra leik, en und­ir­bún­ingur fyrir næsta leik - sem er gegn Ung­verjum á mið­viku­dag - hefst þó strax. 

Íslenska liðið hefur verið einkar sam­stillt í fyrstu tveimur leikj­un­um. Fyrst voru Danir lagðir af velli, og síðan Rússar í dag. 

Aron Pálm­ars­son, hefur verið frá­bær í leik Íslands, en hann sagði í við­tali við RÚV eftir leik­inn, að hug­ar­far liðs­ins hefði verið til fyr­ir­mynd­ar. 

AuglýsingÍ leik­skýrslu Henrys Birgis Gunn­ars­son­ar, íþrótta­f­rétta­manns Sýn­ar, segir að leikur Íslands hefði verið það góður að hug­ur­inn hefði reikað til Pek­ing 2008, þegar Ísland fékk silfur á Ólymp­íu­leik­un­um.

„Varn­ar­leik­ur­inn var algjört aukna­konfekt. Menn með áhuga á varn­ar­leik fengu fyrir allan pen­ing­inn. Lands­liðs­þjálf­ar­inn fékk gæsa­húð og hugur minn reik­aði til Pek­ing 2008. Grimmd­in, ein­beit­ing­in, aginn, vinnslan, fóta­vinnan og hjálp­ar­vörn­in. Þetta jaðr­aði við að vera eró­tískt á köfl­um. Stór­kost­legt á að horfa. Þar fyrir aftan var Björg­vin Páll eins og við þekkjum hann best,“ sagði Henry Birg­ir.

Dan­ir verða að vinna Rússa og treysta á að Íslend­ing­ar vinni Ung­verja­land til að fara áfram í mill­iriðla. Danir og Ung­verjar gerðu 24-24 jafn­tefli í dag.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent