Fyrst lágu Danir í því og nú Rússar – Strákarnir okkar til alls líklegir

Íslenska landsliðið hefur byrjað EM í handbolta frábærlega og valtaði yfir lið Rússa í dag. Guðmundur Þ. Guðmundsson segir að liðið geti leyft sér að brosa núna.

Aron.jpg
Auglýsing

Íslenska lands­liðið í hand­bolta valt­aði yfir Rússa í dag, og end­aði leik­ur­inn 34-23 fyrir Ísland. Í við­tali við RÚV eftir leik, sagði Guð­mundur Þ. Guð­munds­son lands­liðs­þjálf­ari að liðið gæti leyft sér að brosa eftir þennan frá­bæra leik, en und­ir­bún­ingur fyrir næsta leik - sem er gegn Ung­verjum á mið­viku­dag - hefst þó strax. 

Íslenska liðið hefur verið einkar sam­stillt í fyrstu tveimur leikj­un­um. Fyrst voru Danir lagðir af velli, og síðan Rússar í dag. 

Aron Pálm­ars­son, hefur verið frá­bær í leik Íslands, en hann sagði í við­tali við RÚV eftir leik­inn, að hug­ar­far liðs­ins hefði verið til fyr­ir­mynd­ar. 

AuglýsingÍ leik­skýrslu Henrys Birgis Gunn­ars­son­ar, íþrótta­f­rétta­manns Sýn­ar, segir að leikur Íslands hefði verið það góður að hug­ur­inn hefði reikað til Pek­ing 2008, þegar Ísland fékk silfur á Ólymp­íu­leik­un­um.

„Varn­ar­leik­ur­inn var algjört aukna­konfekt. Menn með áhuga á varn­ar­leik fengu fyrir allan pen­ing­inn. Lands­liðs­þjálf­ar­inn fékk gæsa­húð og hugur minn reik­aði til Pek­ing 2008. Grimmd­in, ein­beit­ing­in, aginn, vinnslan, fóta­vinnan og hjálp­ar­vörn­in. Þetta jaðr­aði við að vera eró­tískt á köfl­um. Stór­kost­legt á að horfa. Þar fyrir aftan var Björg­vin Páll eins og við þekkjum hann best,“ sagði Henry Birg­ir.

Dan­ir verða að vinna Rússa og treysta á að Íslend­ing­ar vinni Ung­verja­land til að fara áfram í mill­iriðla. Danir og Ung­verjar gerðu 24-24 jafn­tefli í dag.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent