Heildarvelta á húsnæðismarkaði úr 99 í 560 milljarða á rúmum áratug

Velta fasteignaviðskipta hefur vaxið á hverju ári frá árinu 2009. Húsnæðisverð hefur hækkað um 110 prósent á höfuðborgarsvæðinu á um áratug. Vegna þessa hefur eignastaða húsnæðiseigenda stórbatnað á fáum árum.

Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, og von er á miklu magni húsnæðis til viðbótar inn á markaðinn í nánustu framtíð.
Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, og von er á miklu magni húsnæðis til viðbótar inn á markaðinn í nánustu framtíð.
Auglýsing

Heild­ar­velta fast­eigna­við­skipta á land­inu öllu jókst um 4,4 pró­sent í fyrra þegar hún var 560 millj­arðar króna. Með­al­upp­hæð hvers samn­ings var 46 millj­ónir króna, um tveimur millj­ónum krónum meira en árið áður. Veltan á fast­eigna­mark­aði hefur vaxið á hverju ári frá árinu 2009, eftir að hafa rúm­lega helm­ing­ast á hru­nár­inu 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóð­skrá birti yfir fast­eigna­mark­að­inn í fyrra í gær. 

Þrátt fyrir að veltan hafi auk­ist var fjöldi kaup­samn­inga nán­ast sá sami og hann hefur verið und­an­farin ár, um 12.200 tals­ins. 

Flestir kaup­samn­ing­arnir voru gerðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 7.700 tals­ins. Þar var líka mesta veltan – 396 millj­arðar króna – og með­al­upp­hæð hvers og eins mun hærri en á lands­byggð­inni, eða 54 millj­ónir króna. 

Þegar velta á fast­eigna­mark­aði er skoðuð í sögu­legu sam­hengi þá má sjá að hún að fyrir banka­hrun náði hún hámarki árið 2007, þegar veltan var alls 406 millj­arðar króna að nafn­virði. Það eru tæp­lega 700 millj­arðar króna að raun­virði dags­ins í dag, þegar tekið er til­lit til verð­bólgu­þró­unar frá því ári. Myndin sýnir nafnvirðisþróun fasteignaveltu yfir landið í heild sinni. Mynd: Þjóðskrá Íslands

Veltan á hús­næð­is­mark­aði dróst veru­lega saman eftir hrunið og árið 2009 var hún ein­ungis 99 millj­arðar króna að nafn­virði, sem væru 135 millj­arðar króna í dag. Því var veltan 2009 að raun­virði tæp­lega fjórð­ungur þess sem hún var í fyrra, ára­tug síð­ar. 

Hærra fast­eigna­verð, betri kjör og sér­tækar aðgerðir

Frá því í des­em­ber 2010 og fram til nóv­em­ber­loka 2019 hækk­aði verð á öllu íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 110 pró­sent. Það þýðir að sá sem keypti íbúð á svæð­inu í byrjun þess tíma­bils á 30 millj­ónir króna getur búist við því að hún sé í dag metin á um 63 millj­ónir króna.

Auglýsing
Samhliða þess­ari miklu hækkun á fast­eigna­verði hafa aðrar aðstæður verið hús­næð­is­kaup­endum hag­stæð­ar, að minnsta kosti í íslensku sam­hengi. Verð­bólga hefur að mestu verið lág – hún var meðal ann­ars undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014 og fram á seinni hluta árs­ins 2018 – og stjórn­völd hafa heim­ilað þeim sem safna í sér­eign­ar­sparnað að nota hann skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán sín. Í þeirri aðgerð fellst eft­ir­gjöf skatta til þess hóps. Auk þess hafa stjórn­völd gripið til sér­tækra aðgerða á borð við Leið­rétt­ing­una, þar sem 72,2 millj­arðar króna fóru úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól þeirra lands­manna sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009. 

Þá hafa vextir á hús­næð­is­lánum hríð­lækk­að. Sem dæmi má nefna að fyrir hrun fóru verð­tryggðir vextir lægst niður í 4,15 pró­sent. Í dag eru lægstu verð­tryggðu vextir sem í boði eru 1,69 pró­sent auk þess sem lán­tak­endur geta nú valið um að taka óverð­tryggð lán. Lægstu breyti­legu óverð­tryggði vextir sem bjóð­ast í dag eru 4,10 pró­sent, sem eru lægri vextir en buð­ust á verð­tryggðum lánum fyrir banka­hrun.

Þessi þróun hefur skilað því að eign­ar­staða þeirra Íslend­inga sem eru í aðstöðu til að kaupa eigið hús­næði hefur stór­batnað á örfáum árum. Eigið fé í fast­eignum lands­manna jókst um 2.555 millj­arða króna frá árinu 2010 til árs­loka 2018. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent