Heildarvelta á húsnæðismarkaði úr 99 í 560 milljarða á rúmum áratug

Velta fasteignaviðskipta hefur vaxið á hverju ári frá árinu 2009. Húsnæðisverð hefur hækkað um 110 prósent á höfuðborgarsvæðinu á um áratug. Vegna þessa hefur eignastaða húsnæðiseigenda stórbatnað á fáum árum.

Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, og von er á miklu magni húsnæðis til viðbótar inn á markaðinn í nánustu framtíð.
Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, og von er á miklu magni húsnæðis til viðbótar inn á markaðinn í nánustu framtíð.
Auglýsing

Heild­ar­velta fast­eigna­við­skipta á land­inu öllu jókst um 4,4 pró­sent í fyrra þegar hún var 560 millj­arðar króna. Með­al­upp­hæð hvers samn­ings var 46 millj­ónir króna, um tveimur millj­ónum krónum meira en árið áður. Veltan á fast­eigna­mark­aði hefur vaxið á hverju ári frá árinu 2009, eftir að hafa rúm­lega helm­ing­ast á hru­nár­inu 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóð­skrá birti yfir fast­eigna­mark­að­inn í fyrra í gær. 

Þrátt fyrir að veltan hafi auk­ist var fjöldi kaup­samn­inga nán­ast sá sami og hann hefur verið und­an­farin ár, um 12.200 tals­ins. 

Flestir kaup­samn­ing­arnir voru gerðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 7.700 tals­ins. Þar var líka mesta veltan – 396 millj­arðar króna – og með­al­upp­hæð hvers og eins mun hærri en á lands­byggð­inni, eða 54 millj­ónir króna. 

Þegar velta á fast­eigna­mark­aði er skoðuð í sögu­legu sam­hengi þá má sjá að hún að fyrir banka­hrun náði hún hámarki árið 2007, þegar veltan var alls 406 millj­arðar króna að nafn­virði. Það eru tæp­lega 700 millj­arðar króna að raun­virði dags­ins í dag, þegar tekið er til­lit til verð­bólgu­þró­unar frá því ári. Myndin sýnir nafnvirðisþróun fasteignaveltu yfir landið í heild sinni. Mynd: Þjóðskrá Íslands

Veltan á hús­næð­is­mark­aði dróst veru­lega saman eftir hrunið og árið 2009 var hún ein­ungis 99 millj­arðar króna að nafn­virði, sem væru 135 millj­arðar króna í dag. Því var veltan 2009 að raun­virði tæp­lega fjórð­ungur þess sem hún var í fyrra, ára­tug síð­ar. 

Hærra fast­eigna­verð, betri kjör og sér­tækar aðgerðir

Frá því í des­em­ber 2010 og fram til nóv­em­ber­loka 2019 hækk­aði verð á öllu íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 110 pró­sent. Það þýðir að sá sem keypti íbúð á svæð­inu í byrjun þess tíma­bils á 30 millj­ónir króna getur búist við því að hún sé í dag metin á um 63 millj­ónir króna.

Auglýsing
Samhliða þess­ari miklu hækkun á fast­eigna­verði hafa aðrar aðstæður verið hús­næð­is­kaup­endum hag­stæð­ar, að minnsta kosti í íslensku sam­hengi. Verð­bólga hefur að mestu verið lág – hún var meðal ann­ars undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014 og fram á seinni hluta árs­ins 2018 – og stjórn­völd hafa heim­ilað þeim sem safna í sér­eign­ar­sparnað að nota hann skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán sín. Í þeirri aðgerð fellst eft­ir­gjöf skatta til þess hóps. Auk þess hafa stjórn­völd gripið til sér­tækra aðgerða á borð við Leið­rétt­ing­una, þar sem 72,2 millj­arðar króna fóru úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól þeirra lands­manna sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009. 

Þá hafa vextir á hús­næð­is­lánum hríð­lækk­að. Sem dæmi má nefna að fyrir hrun fóru verð­tryggðir vextir lægst niður í 4,15 pró­sent. Í dag eru lægstu verð­tryggðu vextir sem í boði eru 1,69 pró­sent auk þess sem lán­tak­endur geta nú valið um að taka óverð­tryggð lán. Lægstu breyti­legu óverð­tryggði vextir sem bjóð­ast í dag eru 4,10 pró­sent, sem eru lægri vextir en buð­ust á verð­tryggðum lánum fyrir banka­hrun.

Þessi þróun hefur skilað því að eign­ar­staða þeirra Íslend­inga sem eru í aðstöðu til að kaupa eigið hús­næði hefur stór­batnað á örfáum árum. Eigið fé í fast­eignum lands­manna jókst um 2.555 millj­arða króna frá árinu 2010 til árs­loka 2018. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent