„Í dag erum við öll Vestfirðingar“

Forsætisráðherrann segir að blessunarlega hafi ekkert manntjón orðið í nótt í snjóflóðunum fyrir vestan.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að snjó­flóðin á Flat­eyri og í Súg­anda­firði í nótt séu miklar ham­farir og að það líti út fyrir að mikið eigna­tjón hafi orðið en bless­un­ar­lega ekk­ert mann­tjón. Þetta segir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Það var gott að varð­skipið Þór hafði verið sent vestur vegna slæmrar veð­ur­spár og er núna á leið frá Ísa­firði inn á Flat­eyri með mann­skap og vist­ir. Allir við­bragðs­að­ilar hafa verið á fullu frá mið­nætti og aðgerðir standa enn en fjölda­hjálp­ar­mið­stöð verður opnuð á eftir á Flat­eyri. Veður er enn vont og mik­il­vægt að standa vakt­ina áfram. Stjórn­völd munu fylgj­ast grannt með,“ skrifar hún.

Katrín segir að hún hafi heyrt í nokkrum Vest­firð­ingum í morgun sem allir hafi verið slegn­ir. Flóðin 1995 hafi rifj­ast upp og það skelfi­lega mann­tjón sem hafi orðið þá. „Heyrði líka í nokkrum kærum vinum að vestan og fann hversu þungt þessir atburðir lögð­ust á þá. Í dag erum við öll Vest­firð­ing­ar.“

Auglýsing

Snjó­flóðin á Flat­eyri og í Súg­anda­firði í nótt eru miklar ham­far­ir. Það lítur út fyrir að mikið eigna­tjón hafi orðið en...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Wed­nes­day, Janu­ary 15, 2020


Þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma

Neyð­­ar­­stigi var lýst af almanna­varn­­ar­­deild Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­­­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­­anum á norð­an­verðum Vest­­fjörð­­um. Snjó­­­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­­firð­i.

Um var að ræða stjór snjó­­­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­­­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­­­flóð­­ar­varn­­ar­­garð og á hús þar sem stúlka á ung­l­ings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­­um. Aðrir heim­il­is­­menn komust undan af sjálfs­dáð­­um. Hitt snjó­­­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­­skæða snjó­­­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­­ar­fjórð­ungi síð­­­an. Nú beindu snjó­­­flóða­­garðar flóð­inu frá bæj­­­ar­­stæð­in­u.

Á vef RÚV seg­ir að ung­l­ings­stúlkan hafi verið föst í snjó­­­flóð­inu í rúman hálf­­­tíma. Syst­k­ini henn­­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um en sam­kvæmt móður stúlkunnar er hún í lagi og hefur hún sagt að um krafta­verk sé að ræða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent