„Í dag erum við öll Vestfirðingar“

Forsætisráðherrann segir að blessunarlega hafi ekkert manntjón orðið í nótt í snjóflóðunum fyrir vestan.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að snjó­flóðin á Flat­eyri og í Súg­anda­firði í nótt séu miklar ham­farir og að það líti út fyrir að mikið eigna­tjón hafi orðið en bless­un­ar­lega ekk­ert mann­tjón. Þetta segir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Það var gott að varð­skipið Þór hafði verið sent vestur vegna slæmrar veð­ur­spár og er núna á leið frá Ísa­firði inn á Flat­eyri með mann­skap og vist­ir. Allir við­bragðs­að­ilar hafa verið á fullu frá mið­nætti og aðgerðir standa enn en fjölda­hjálp­ar­mið­stöð verður opnuð á eftir á Flat­eyri. Veður er enn vont og mik­il­vægt að standa vakt­ina áfram. Stjórn­völd munu fylgj­ast grannt með,“ skrifar hún.

Katrín segir að hún hafi heyrt í nokkrum Vest­firð­ingum í morgun sem allir hafi verið slegn­ir. Flóðin 1995 hafi rifj­ast upp og það skelfi­lega mann­tjón sem hafi orðið þá. „Heyrði líka í nokkrum kærum vinum að vestan og fann hversu þungt þessir atburðir lögð­ust á þá. Í dag erum við öll Vest­firð­ing­ar.“

Auglýsing

Snjó­flóðin á Flat­eyri og í Súg­anda­firði í nótt eru miklar ham­far­ir. Það lítur út fyrir að mikið eigna­tjón hafi orðið en...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Wed­nes­day, Janu­ary 15, 2020


Þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma

Neyð­­ar­­stigi var lýst af almanna­varn­­ar­­deild Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­­­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­­anum á norð­an­verðum Vest­­fjörð­­um. Snjó­­­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­­firð­i.

Um var að ræða stjór snjó­­­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­­­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­­­flóð­­ar­varn­­ar­­garð og á hús þar sem stúlka á ung­l­ings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­­um. Aðrir heim­il­is­­menn komust undan af sjálfs­dáð­­um. Hitt snjó­­­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­­skæða snjó­­­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­­ar­fjórð­ungi síð­­­an. Nú beindu snjó­­­flóða­­garðar flóð­inu frá bæj­­­ar­­stæð­in­u.

Á vef RÚV seg­ir að ung­l­ings­stúlkan hafi verið föst í snjó­­­flóð­inu í rúman hálf­­­tíma. Syst­k­ini henn­­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um en sam­kvæmt móður stúlkunnar er hún í lagi og hefur hún sagt að um krafta­verk sé að ræða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent