Þrjú snjóflóð féllu á norðanverðum Vestfjörðum – neyðarstigi lýst yfir

Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóði sem féll á hús á Flateyri á tólfta tímanum. Engra annarra er saknað en umtalsvert tjón hefur orðið. „Hjörtu okkar slá eins og í einum manni þessa stundina,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

snow-covered-ground-60561.jpg
Auglýsing

Neyð­ar­stigi var lýst af almanna­varn­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­anum á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Snjó­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­firð­i. 

Um var að ræða stjór snjó­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­flóð­ar­varn­ar­garð og á hús þar sem stúlka á ung­lings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­um. Aðrir heim­il­is­menn komust undan af sjálfs­dáð­um. Hitt snjó­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­skæða snjó­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an. Nú beindu snjó­flóða­garðar flóð­inu frá bæj­ar­stæð­in­u. 

Á vef RÚV seg­ir  að ung­lings­stúlkan hafi verið föst í snjó­flóð­inu í rúman hálf­tíma. Systk­ini henn­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. 

Auglýsing
Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um.

Í stöðu­skýrslu almanna­varn­ar­deildar kemur fram að síð­ar­nefnda flóðið hafi fallið „alla leið ofan í höfn­ina þar sem bátar slitn­uðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norð­an­verðum Súg­anda­firði niður á Norð­ur­eyri og fram í sjó. Við það mynd­að­ist flóð­bylgja sem skall á höfn­inni  og fjör­unni á Suð­ur­eyri þar sem bátar slitn­uðu frá og sjór flaut um næstu göt­ur. Tjón liggur ekki fyr­ir.“

Engrar mann­eskju er saknað af svæð­unum þar sem flóðin féllu. Því stendur ekki yfir leit af fólki á Flat­eyri. Björg­un­ar­sveita­fólk kann­aði aðstæður á Suð­ur­eyri eftir að flóð­bylgjan skall þar á og fór í það að rýma hús sam­kvæmt til­mælum frá Veð­ur­stofu.

Varð­skipið Þór sent á stað­inn

Á mbl.is kemur fram að sam­hæf­ing­­ar­­stöðin í Skóg­­ar­hlíð hafi verið virkjuð klukk­an 23:56 í gær­­kvöldi, skömmu eftir að flóðin féllu, en sam­hæf­ing aðgerða fer fram í þar. Aðgerða­stjórn á Ísaf­irði var virkjuð klukkan 23.44.

Í fyrstu voru björg­un­ar­sveitir á Suð­ur­eyri og Flat­eyri kall­aðar út og stuttu síðar voru allar sveitir við Ísa­fjarð­ar­djúp kall­aðar út. Um 30 björg­un­ar­menn voru svo sendir með varð­skip­inu Þór frá Ísa­firði til Flat­eyrar ásamt lækni og sjúkra­flutn­inga­manni. Einnig mann­aði björg­un­ar­sveita­fólk lok­un­ar­pósta víða, þar sem lokað var vegna snjó­flóða­hættu. Þá var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar verið kölluð út og fór sömu­leiðis vest­ur. Ger var ráð fyrir að tveir sjúkra­flutn­inga­menn frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins farið með þyrl­unn­i. 

Í stöðu­skýrslu sam­hæf­ing­ar­mið­stöðvar Almanna­varna er einnig greint frá því að fjögur hús hafi verið rýmd á Suð­ur­eyri og íbúar í efstu húsum á Flat­eyri yfir­gáfu sín heim­ili.

Ald­ar­fjórð­ungur frá mann­skæðum flóðum

Þann 26. októ­ber 1995 féll gríð­ar­legt snjó­fljóð á Flat­eyri með þeim afleið­ingum að 20 manns lét­ust. Í kjöl­far þeirra ham­fara voru reistir umfangs­miklir snjó­flóða­varn­ar­garðar fyrir ofan bæj­ar­stæðið og stóðu þeir að mestu fyrir sínu í nótt. Það hefur einnig áður ger­st, síðan að garð­arnir voru reist­ir, að þeir hafi forðað stór­slysi. 

Skömmu áður saman ár, nánar til­tekið 16. jan­úar 1995, hafði annað snjó­flóð fallið á Súða­vík við vest­an­vert Ísa­fjarð­ar­djúp. 14 manns lét­ust í því flóð­i. 

Guð­mundur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, segir í stöðu­upp­færslu að hjörtu lands­manna slái eins og í einum manni þessa stund­ina. „Þau slá með Flat­eyr­ingum og öllum þeim sem stóðu í ströngu í nótt. Bæði á Flat­eyri og Suð­ur­eyri.

Ég vil koma á fram­færi ólýs­an­legu þakk­læti til allra þeirra sem komu að aðgerðum í nótt og sáu til þess að ekki fór verr. Á Flat­eyri búa hetjur og þar eigum við björg­un­ar­sveit sem engin lýs­ing­ar­orð ná yfir. Þeirra afrek fæst seint full­þakk­að.

Veður er enn vont og skil­yrði erf­ið. Ég hef þó, í alla nótt, fengið að fylgj­ast með okkar frá­bæra fólk sem stendur vakt­ina og sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Við erum í góðum hönd­um.

Þessir atburðir vekja upp sterkar til­finn­ing­ar. Það er skilj­an­legt. Nú reynir á sam­taka­mátt­inn og sam­heldn­ina sem gerir okkur Vest­firð­inga að því sem við erum. Sendum hlýja strauma. Það skiptir máli.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent