Þrjú snjóflóð féllu á norðanverðum Vestfjörðum – neyðarstigi lýst yfir

Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóði sem féll á hús á Flateyri á tólfta tímanum. Engra annarra er saknað en umtalsvert tjón hefur orðið. „Hjörtu okkar slá eins og í einum manni þessa stundina,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

snow-covered-ground-60561.jpg
Auglýsing

Neyð­ar­stigi var lýst af almanna­varn­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­anum á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Snjó­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­firð­i. 

Um var að ræða stjór snjó­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­flóð­ar­varn­ar­garð og á hús þar sem stúlka á ung­lings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­um. Aðrir heim­il­is­menn komust undan af sjálfs­dáð­um. Hitt snjó­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­skæða snjó­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an. Nú beindu snjó­flóða­garðar flóð­inu frá bæj­ar­stæð­in­u. 

Á vef RÚV seg­ir  að ung­lings­stúlkan hafi verið föst í snjó­flóð­inu í rúman hálf­tíma. Systk­ini henn­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. 

Auglýsing
Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um.

Í stöðu­skýrslu almanna­varn­ar­deildar kemur fram að síð­ar­nefnda flóðið hafi fallið „alla leið ofan í höfn­ina þar sem bátar slitn­uðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norð­an­verðum Súg­anda­firði niður á Norð­ur­eyri og fram í sjó. Við það mynd­að­ist flóð­bylgja sem skall á höfn­inni  og fjör­unni á Suð­ur­eyri þar sem bátar slitn­uðu frá og sjór flaut um næstu göt­ur. Tjón liggur ekki fyr­ir.“

Engrar mann­eskju er saknað af svæð­unum þar sem flóðin féllu. Því stendur ekki yfir leit af fólki á Flat­eyri. Björg­un­ar­sveita­fólk kann­aði aðstæður á Suð­ur­eyri eftir að flóð­bylgjan skall þar á og fór í það að rýma hús sam­kvæmt til­mælum frá Veð­ur­stofu.

Varð­skipið Þór sent á stað­inn

Á mbl.is kemur fram að sam­hæf­ing­­ar­­stöðin í Skóg­­ar­hlíð hafi verið virkjuð klukk­an 23:56 í gær­­kvöldi, skömmu eftir að flóðin féllu, en sam­hæf­ing aðgerða fer fram í þar. Aðgerða­stjórn á Ísaf­irði var virkjuð klukkan 23.44.

Í fyrstu voru björg­un­ar­sveitir á Suð­ur­eyri og Flat­eyri kall­aðar út og stuttu síðar voru allar sveitir við Ísa­fjarð­ar­djúp kall­aðar út. Um 30 björg­un­ar­menn voru svo sendir með varð­skip­inu Þór frá Ísa­firði til Flat­eyrar ásamt lækni og sjúkra­flutn­inga­manni. Einnig mann­aði björg­un­ar­sveita­fólk lok­un­ar­pósta víða, þar sem lokað var vegna snjó­flóða­hættu. Þá var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar verið kölluð út og fór sömu­leiðis vest­ur. Ger var ráð fyrir að tveir sjúkra­flutn­inga­menn frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins farið með þyrl­unn­i. 

Í stöðu­skýrslu sam­hæf­ing­ar­mið­stöðvar Almanna­varna er einnig greint frá því að fjögur hús hafi verið rýmd á Suð­ur­eyri og íbúar í efstu húsum á Flat­eyri yfir­gáfu sín heim­ili.

Ald­ar­fjórð­ungur frá mann­skæðum flóðum

Þann 26. októ­ber 1995 féll gríð­ar­legt snjó­fljóð á Flat­eyri með þeim afleið­ingum að 20 manns lét­ust. Í kjöl­far þeirra ham­fara voru reistir umfangs­miklir snjó­flóða­varn­ar­garðar fyrir ofan bæj­ar­stæðið og stóðu þeir að mestu fyrir sínu í nótt. Það hefur einnig áður ger­st, síðan að garð­arnir voru reist­ir, að þeir hafi forðað stór­slysi. 

Skömmu áður saman ár, nánar til­tekið 16. jan­úar 1995, hafði annað snjó­flóð fallið á Súða­vík við vest­an­vert Ísa­fjarð­ar­djúp. 14 manns lét­ust í því flóð­i. 

Guð­mundur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, segir í stöðu­upp­færslu að hjörtu lands­manna slái eins og í einum manni þessa stund­ina. „Þau slá með Flat­eyr­ingum og öllum þeim sem stóðu í ströngu í nótt. Bæði á Flat­eyri og Suð­ur­eyri.

Ég vil koma á fram­færi ólýs­an­legu þakk­læti til allra þeirra sem komu að aðgerðum í nótt og sáu til þess að ekki fór verr. Á Flat­eyri búa hetjur og þar eigum við björg­un­ar­sveit sem engin lýs­ing­ar­orð ná yfir. Þeirra afrek fæst seint full­þakk­að.

Veður er enn vont og skil­yrði erf­ið. Ég hef þó, í alla nótt, fengið að fylgj­ast með okkar frá­bæra fólk sem stendur vakt­ina og sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Við erum í góðum hönd­um.

Þessir atburðir vekja upp sterkar til­finn­ing­ar. Það er skilj­an­legt. Nú reynir á sam­taka­mátt­inn og sam­heldn­ina sem gerir okkur Vest­firð­inga að því sem við erum. Sendum hlýja strauma. Það skiptir máli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent