Þrjú snjóflóð féllu á norðanverðum Vestfjörðum – neyðarstigi lýst yfir

Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóði sem féll á hús á Flateyri á tólfta tímanum. Engra annarra er saknað en umtalsvert tjón hefur orðið. „Hjörtu okkar slá eins og í einum manni þessa stundina,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

snow-covered-ground-60561.jpg
Auglýsing

Neyð­ar­stigi var lýst af almanna­varn­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­anum á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Snjó­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­firð­i. 

Um var að ræða stjór snjó­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­flóð­ar­varn­ar­garð og á hús þar sem stúlka á ung­lings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­um. Aðrir heim­il­is­menn komust undan af sjálfs­dáð­um. Hitt snjó­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­skæða snjó­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an. Nú beindu snjó­flóða­garðar flóð­inu frá bæj­ar­stæð­in­u. 

Á vef RÚV seg­ir  að ung­lings­stúlkan hafi verið föst í snjó­flóð­inu í rúman hálf­tíma. Systk­ini henn­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. 

Auglýsing
Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um.

Í stöðu­skýrslu almanna­varn­ar­deildar kemur fram að síð­ar­nefnda flóðið hafi fallið „alla leið ofan í höfn­ina þar sem bátar slitn­uðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norð­an­verðum Súg­anda­firði niður á Norð­ur­eyri og fram í sjó. Við það mynd­að­ist flóð­bylgja sem skall á höfn­inni  og fjör­unni á Suð­ur­eyri þar sem bátar slitn­uðu frá og sjór flaut um næstu göt­ur. Tjón liggur ekki fyr­ir.“

Engrar mann­eskju er saknað af svæð­unum þar sem flóðin féllu. Því stendur ekki yfir leit af fólki á Flat­eyri. Björg­un­ar­sveita­fólk kann­aði aðstæður á Suð­ur­eyri eftir að flóð­bylgjan skall þar á og fór í það að rýma hús sam­kvæmt til­mælum frá Veð­ur­stofu.

Varð­skipið Þór sent á stað­inn

Á mbl.is kemur fram að sam­hæf­ing­­ar­­stöðin í Skóg­­ar­hlíð hafi verið virkjuð klukk­an 23:56 í gær­­kvöldi, skömmu eftir að flóðin féllu, en sam­hæf­ing aðgerða fer fram í þar. Aðgerða­stjórn á Ísaf­irði var virkjuð klukkan 23.44.

Í fyrstu voru björg­un­ar­sveitir á Suð­ur­eyri og Flat­eyri kall­aðar út og stuttu síðar voru allar sveitir við Ísa­fjarð­ar­djúp kall­aðar út. Um 30 björg­un­ar­menn voru svo sendir með varð­skip­inu Þór frá Ísa­firði til Flat­eyrar ásamt lækni og sjúkra­flutn­inga­manni. Einnig mann­aði björg­un­ar­sveita­fólk lok­un­ar­pósta víða, þar sem lokað var vegna snjó­flóða­hættu. Þá var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar verið kölluð út og fór sömu­leiðis vest­ur. Ger var ráð fyrir að tveir sjúkra­flutn­inga­menn frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins farið með þyrl­unn­i. 

Í stöðu­skýrslu sam­hæf­ing­ar­mið­stöðvar Almanna­varna er einnig greint frá því að fjögur hús hafi verið rýmd á Suð­ur­eyri og íbúar í efstu húsum á Flat­eyri yfir­gáfu sín heim­ili.

Ald­ar­fjórð­ungur frá mann­skæðum flóðum

Þann 26. októ­ber 1995 féll gríð­ar­legt snjó­fljóð á Flat­eyri með þeim afleið­ingum að 20 manns lét­ust. Í kjöl­far þeirra ham­fara voru reistir umfangs­miklir snjó­flóða­varn­ar­garðar fyrir ofan bæj­ar­stæðið og stóðu þeir að mestu fyrir sínu í nótt. Það hefur einnig áður ger­st, síðan að garð­arnir voru reist­ir, að þeir hafi forðað stór­slysi. 

Skömmu áður saman ár, nánar til­tekið 16. jan­úar 1995, hafði annað snjó­flóð fallið á Súða­vík við vest­an­vert Ísa­fjarð­ar­djúp. 14 manns lét­ust í því flóð­i. 

Guð­mundur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, segir í stöðu­upp­færslu að hjörtu lands­manna slái eins og í einum manni þessa stund­ina. „Þau slá með Flat­eyr­ingum og öllum þeim sem stóðu í ströngu í nótt. Bæði á Flat­eyri og Suð­ur­eyri.

Ég vil koma á fram­færi ólýs­an­legu þakk­læti til allra þeirra sem komu að aðgerðum í nótt og sáu til þess að ekki fór verr. Á Flat­eyri búa hetjur og þar eigum við björg­un­ar­sveit sem engin lýs­ing­ar­orð ná yfir. Þeirra afrek fæst seint full­þakk­að.

Veður er enn vont og skil­yrði erf­ið. Ég hef þó, í alla nótt, fengið að fylgj­ast með okkar frá­bæra fólk sem stendur vakt­ina og sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Við erum í góðum hönd­um.

Þessir atburðir vekja upp sterkar til­finn­ing­ar. Það er skilj­an­legt. Nú reynir á sam­taka­mátt­inn og sam­heldn­ina sem gerir okkur Vest­firð­inga að því sem við erum. Sendum hlýja strauma. Það skiptir máli.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent