Þrjú snjóflóð féllu á norðanverðum Vestfjörðum – neyðarstigi lýst yfir

Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóði sem féll á hús á Flateyri á tólfta tímanum. Engra annarra er saknað en umtalsvert tjón hefur orðið. „Hjörtu okkar slá eins og í einum manni þessa stundina,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

snow-covered-ground-60561.jpg
Auglýsing

Neyð­ar­stigi var lýst af almanna­varn­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra í nótt eftir að þrjú snjó­flóð féllu á skömmum tíma á tólfta tím­anum á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Snjó­flóðin féllu á Flat­eyri og í Súg­anda­firð­i. 

Um var að ræða stjór snjó­flóð. Tvö þeirra féllu á Flat­eyri, annað úr Bæj­ar­gili sem fór að hluta yfir snjó­flóð­ar­varn­ar­garð og á hús þar sem stúlka á ung­lings­aldri grófst í flóð­inu. Henni var bjargað og varð ekki fyrir telj­andi meiðsl­um. Aðrir heim­il­is­menn komust undan af sjálfs­dáð­um. Hitt snjó­flóðið féll úr Skolla­hvilft, likt og hið mann­skæða snjó­flóð sem féll á Flat­eyri fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an. Nú beindu snjó­flóða­garðar flóð­inu frá bæj­ar­stæð­in­u. 

Á vef RÚV seg­ir  að ung­lings­stúlkan hafi verið föst í snjó­flóð­inu í rúman hálf­tíma. Systk­ini henn­ar, fimm ára gömul stelpa og níu ára gam­all dreng­ur, komust út úr hús­inu sem flóðið féll á ásamt móður sinni með því að klifra út um glugga. 

Auglýsing
Stúlkan var flutt til Ísa­fjarðar með varð­skip­inu Þór ásamt aðstand­endum sín­um.

Í stöðu­skýrslu almanna­varn­ar­deildar kemur fram að síð­ar­nefnda flóðið hafi fallið „alla leið ofan í höfn­ina þar sem bátar slitn­uðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norð­an­verðum Súg­anda­firði niður á Norð­ur­eyri og fram í sjó. Við það mynd­að­ist flóð­bylgja sem skall á höfn­inni  og fjör­unni á Suð­ur­eyri þar sem bátar slitn­uðu frá og sjór flaut um næstu göt­ur. Tjón liggur ekki fyr­ir.“

Engrar mann­eskju er saknað af svæð­unum þar sem flóðin féllu. Því stendur ekki yfir leit af fólki á Flat­eyri. Björg­un­ar­sveita­fólk kann­aði aðstæður á Suð­ur­eyri eftir að flóð­bylgjan skall þar á og fór í það að rýma hús sam­kvæmt til­mælum frá Veð­ur­stofu.

Varð­skipið Þór sent á stað­inn

Á mbl.is kemur fram að sam­hæf­ing­­ar­­stöðin í Skóg­­ar­hlíð hafi verið virkjuð klukk­an 23:56 í gær­­kvöldi, skömmu eftir að flóðin féllu, en sam­hæf­ing aðgerða fer fram í þar. Aðgerða­stjórn á Ísaf­irði var virkjuð klukkan 23.44.

Í fyrstu voru björg­un­ar­sveitir á Suð­ur­eyri og Flat­eyri kall­aðar út og stuttu síðar voru allar sveitir við Ísa­fjarð­ar­djúp kall­aðar út. Um 30 björg­un­ar­menn voru svo sendir með varð­skip­inu Þór frá Ísa­firði til Flat­eyrar ásamt lækni og sjúkra­flutn­inga­manni. Einnig mann­aði björg­un­ar­sveita­fólk lok­un­ar­pósta víða, þar sem lokað var vegna snjó­flóða­hættu. Þá var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar verið kölluð út og fór sömu­leiðis vest­ur. Ger var ráð fyrir að tveir sjúkra­flutn­inga­menn frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins farið með þyrl­unn­i. 

Í stöðu­skýrslu sam­hæf­ing­ar­mið­stöðvar Almanna­varna er einnig greint frá því að fjögur hús hafi verið rýmd á Suð­ur­eyri og íbúar í efstu húsum á Flat­eyri yfir­gáfu sín heim­ili.

Ald­ar­fjórð­ungur frá mann­skæðum flóðum

Þann 26. októ­ber 1995 féll gríð­ar­legt snjó­fljóð á Flat­eyri með þeim afleið­ingum að 20 manns lét­ust. Í kjöl­far þeirra ham­fara voru reistir umfangs­miklir snjó­flóða­varn­ar­garðar fyrir ofan bæj­ar­stæðið og stóðu þeir að mestu fyrir sínu í nótt. Það hefur einnig áður ger­st, síðan að garð­arnir voru reist­ir, að þeir hafi forðað stór­slysi. 

Skömmu áður saman ár, nánar til­tekið 16. jan­úar 1995, hafði annað snjó­flóð fallið á Súða­vík við vest­an­vert Ísa­fjarð­ar­djúp. 14 manns lét­ust í því flóð­i. 

Guð­mundur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, segir í stöðu­upp­færslu að hjörtu lands­manna slái eins og í einum manni þessa stund­ina. „Þau slá með Flat­eyr­ingum og öllum þeim sem stóðu í ströngu í nótt. Bæði á Flat­eyri og Suð­ur­eyri.

Ég vil koma á fram­færi ólýs­an­legu þakk­læti til allra þeirra sem komu að aðgerðum í nótt og sáu til þess að ekki fór verr. Á Flat­eyri búa hetjur og þar eigum við björg­un­ar­sveit sem engin lýs­ing­ar­orð ná yfir. Þeirra afrek fæst seint full­þakk­að.

Veður er enn vont og skil­yrði erf­ið. Ég hef þó, í alla nótt, fengið að fylgj­ast með okkar frá­bæra fólk sem stendur vakt­ina og sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Við erum í góðum hönd­um.

Þessir atburðir vekja upp sterkar til­finn­ing­ar. Það er skilj­an­legt. Nú reynir á sam­taka­mátt­inn og sam­heldn­ina sem gerir okkur Vest­firð­inga að því sem við erum. Sendum hlýja strauma. Það skiptir máli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent