Viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna – Nýtt upphaf

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nýr viðskiptasamningur við Kína – sem undirritaður var í dag – muni styrkja hag Bandaríkjanna og leiða til sanngjarnari viðskipta milli risanna tveggja. Hvað gæti samningurinn þýtt fyrir Ísland?

Trump og Xi
Auglýsing

Við­skipta­samn­ingur milli Kína og Banda­ríkj­anna (Phase 1) var und­ir­rit­aður í dag. Hann markar tíma­mót í tolla­stríði land­anna tveggja, en lausir endar eru þó eftir enn, og ekki er búist við að það tak­ist að leysa úr þeim fyrr en í lok árs, og jafn­vel ekki fyrr en eftir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber, að því er fram kemur í umfjöllun Was­hington Post

Tolla­stríðið hefur birst heim­inum með nei­kvæðum hætti, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, og hefur það dregið úr hag­vexti og haft víð­tækar hlið­ar­verk­an­ir. 

Auglýsing


Í stuttu máli og ein­földu, þá hefur tolla­stríðið falist í því að allt að 25 pró­sent tollar hafa verið settir á inn- og útflutn­ing ýmissa vöru­teg­unda á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrst byrj­uðu Banda­ríkja­menn að beita tollum og síðan svör­uðu Kín­verj­ar. 

Hart tek­ist á

Þannig hefur staðan verið í tvö ár, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var með það sem eitt af sínum helstu stefnu­mál­um, í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 2016, að end­ur­semja um við­skipti við Kína. 

Hann sagði „Kína" (China) oft á fund­um, ein­ungis til að minna á að nauð­syn­legt væri að end­ur­semja við Kína – þar sem efna­hags­ris­inn í Asíu væri að „stela störf­um“ frá banda­rískum almenn­ing­i. 

Kín­verjar hafa frá upp­hafi talað fyrir því, að tolla­stríðið sé ónauð­syn­legt, en hafa talið sig þurfa að svara tollum Banda­ríkj­anna með sama með­ali. Þannig hafa toll­ar, allt að 25 pró­sent, verið lagðir á inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa leitt til erf­ið­leika víða í Banda­ríkj­un­um. Í Kína hefur svipað verið uppi á ten­ingn­um, meðal ann­ars þegar kemur að heim­il­is­vörum sem fram­leiddar eru í Kína. Þar á meðal eru þvotta­vélar og fleiri raf­tæki. 

Bitnað á Íslandi

Þá hefur tolla­stríðið einnig haft mikil áhrif á við­skipti með hrá­vör­ur, og má nefna sól­ar­kísil þar á með­al. Við­skipti með hann hafa verið erf­ið­ari, og hefur það leitt til birgða­söfn­unar og verð­falls. Þetta hefur meðal ann­ars haft nei­kvæðar afleið­ingar á Íslandi, þar sem rekstur PCC á Bakka hefur reynst mun erf­ið­ari og þá hefur fyr­ir­huguð sala Arion banka á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík gengið erf­ið­lega – meðal ann­ars vegna erf­iðra mark­aðs­skil­yrða. 

Sam­an­lagt hefur tolla­stríðið tekið til við­skipta fyrir um 500 millj­arða Banda­ríkja­dala, en óbeinu áhrifin hafa verið mun umfangs­meiri, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Röskun á hefð­bundnum við­skipta­leiðum hefur þannig leitt til nýrra áskor­ana - og fyrir suma nýrra tæki­færa. Má þar nefna Víetnam sem dæmi, en við­skipti í gegnum Víetnam hafa heldur auk­ist við tolla­stríð­ið. Hag­vöxtur hefur þar verið mik­ill und­an­farin ár, á bil­inu 6 til 10 pró­sent, en um 90 millj­ónir manna búa í Víetnam.

Nýtt upp­haf

Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni sem und­ir­rituð var í dag - af full­trúum Kína og Banda­ríkj­anna – þá þykir hún marka „nýtt upp­haf“ í við­skiptum ríkj­anna. Trump hefur í dag sagt að það muni end­ur­heimta störf fyrir banda­rískan almenn­ing, og glæða banda­rískt efna­hags­líf meira lífi. Kín­verjar eru hóf­sam­ari í orða­vali, og segja að áfram verði unnið að því að styrkja við­skipta­tengslin við Banda­rík­in. 

Setur bar­átt­una af stað í lyk­il­ríkjum

Fyrir Trump er þessi áfangi að mörgum leyti póli­tískur sig­ur, enda munu næstu mán­uðir ein­kenn­ast af kosn­inga­bar­áttu fyrir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber. Líkt og árið 2016 er lík­legt að barist verði um fylgið í mörgum ríkjum þar sem við­skiptin við Kína hafa lengi verið mikið hita­mál. Má þar nefna ríki eins og Wiscons­in, Michig­an, Ohio og Iowa. 

Trump lagði í raun grunni að sigri í kosn­ing­unum árið 2016, með því að vinna bar­átt­una í þessum ríkj­um. Mjótt var á mun­um, og má sem nefna að Trump fékk 47,2 pró­sent á meðan Hill­ary Clint­on, full­trúi Demókrata, fékk 46,5 pró­sent, í Wiscons­in. Þetta skil­aði Trump tíu kjör­mönn­um. Í Michigan var svipað uppi á ten­ingn­um, nema hvað mun­ur­inn var enn minni. Trump fékk 47,3 pró­sent, en Hill­ary 47 pró­sent. Það skil­aði Trump 16 kjör­mönn­um. 



Lík­legt verður að teljast, að Trump muni segja „Kína“ ótt og títt á kosn­inga­fund­um, í fyrr­nefndum ríkj­um. Und­an­farna daga hefur hann talað til fólks í Michigan – og hélt meðal ann­ars fjöl­mennan kosn­inga­fund í Milwaukee, stærstu borg Wiscons­in, þar sem hann sagð­ist full­trúi fólks­ins.

Þrátt fyrir nei­kvæð áhrif tolla­stríðs­ins á heims­bú­skap­inn, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og flestra grein­enda, þá er staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum um þessar mundir nokkuð sterk. Atvinnu­leysi er undir fjórum pró­sent­um, og það lægsta í hálfa öld. Hag­vöxtur er tal­inn hafa verið um 3 pró­sent í fyrra, en stað­festar tölur um það liggja þó ekki fyrir enn.



Mitt í þess­ari þróun eru Demókratar að sauma að Trump í Banda­ríkja­þingi, með ákærum til emb­ætt­is­missis (impeach­ment) vegna sam­skipta hans við for­seta Úkra­ínu, þar sem hann óskaði eftir aðstoða við að rann­saka póli­tískan and­stæð­ing sinn, Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem nú reynir að vera útnefndur for­seta­fram­bjóði Demókrata. Lík­legt þykir að Repúblikanar muni verj­ast ákær­unum á hendur Trump, með öllum mögu­legum ráðum, en Trump segir þær hluta af „um­fangs­mestu norna­veiðum í sög­unn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar