Uppistöðulón eins og eyðimörk

Dýrahræ liggja milljónum saman á víðavangi. Eftir þriggja ára sögulega þurrka er alvarleg hætta á vatnsskorti víða. Ástralía logar enn.

Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Auglýsing

Ótt­ast er að uppi­stöðu­lón í Nýja Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu þurrk­ist upp og að bæir verði þar með án vatns. Mjög lítið vatn er nú í lón­in­u og ólík­legt er að úrkoma sem spáð er um helg­ina muni breyta ein­hverju þar um.

Burrendong-stíflan í Macqu­ari­e-ánni miðlar vatni til bæja og land­bún­að­ar­svæða í mið­hluta þessa fjöl­menn­asta fylkis Ástr­al­íu. Fyrir þrem­ur árum var vatns­bú­skap­ur­inn góð­ur, lónið yfir­fullt, en síðan hefur tekið við ­mikið þurrka­tíma­bil sem hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér­; ham­fara­kennda skóg­ar­elda, svæð­is­bund­inn vatns­skort og mögu­lega skort á stærri ­svæðum ef fram heldur sem horf­ir.

Í bænum Cobar hefur fólk um hríð þurft að fara spar­lega með­ vatn, m.a. starfs­menn kola­náma sem eru margar á svæð­inu. Vatns­afls­virkj­un, sem einnig nýtti vatn uppi­stöðu­lóns­ins, hefur verið stöðvuð tíma­bund­ið.

Auglýsing

Til að bregð­ast við vand­anum er meðal ann­ars stefnt á að veita vatni úr Winda­mer­e-lón­inu, sem er í um 200 kíló­metra fjar­lægð, inn á það ­svæði þar sem vatns­skortur er mest­ur. Vatni yrði á beint í aðra á og þaðan í Bor­rendong-lón­ið.

Um helg­ina er spáð rign­ingu og munu yfir­völd taka ákvörðun í næstu viku um hvort neyð­ar­á­á­ætl­anir komi til fram­kvæmda.Í ítar­legri frétt dag­blaðs­ins Sydney Morn­ing Her­ald er rætt við sér­fræð­inga sem telja ólík­legt að úrkoma næstu daga muni nokkru skipta ­fyrir vatns­bú­skap uppi­stöðu­lóns­ins. „Jarð­veg­ur­inn er svo þurr í augna­blik­inu að hann virkar eins og svamp­ur,“ hefur blaðið eftir Stu­art Khan, sér­fræð­ingi við Há­skól­ann í Nýja Suð­ur­-Wa­les. „Þegar þannig er komið þarf mjög mikla rign­ing­u til.“

Uppi­stöðu­lónið við Burrendong-stífl­una er eins og eyði­mörk. ­Svæðið er gjör­ó­líkt því sem áður þekkt­ist, t.d. á flóða­ár­unum 1990 og 2010, er lónið varð yfir­fullt. Allt frá árinu 2016 hefur vatns­yf­ir­borðið farið lækk­and­i ­sam­hliða for­dæma­lausum þurrk­um.

Þetta hefur þegar haft áhrif á úti­vist og ferða­mennsku á þessu svæði, segir í frétt Sydney Morn­ing Her­ald.

Vatns­veita Nýja Suð­ur­-Wa­les segir að „sögu­leg­ir“ þurrkar und­an­farin ár skýri vatns­leysið í lón­inu.

Þessir miklu þurrkar hafa haft áhrif á vatns­bú­skap á fleiri ­stöðum og ham­fara­eld­arnir sem nú hafa geisað mán­uðum saman og ekki sér fyr­ir­ end­ann á munu einnig hafa áhrif á fersk­vatn í Ástr­al­íu. Aska fellur í ár og vötn og mengar þau og endar svo í haf­inu. En önnur hætta er einnig fyrir hend­i. Þegar það mun loks rigna af ráði, sem gæti orðið tölu­verð bið á, gæt­i marg­vís­legt brak frá eld­unum skol­ast út í ár og vötn. Þetta gæti valdið meng­un en líka skemmd­um, t.d. á virkj­ana­mann­virkj­um.

Þá er ónefnd sú stað­reynd að hálfur til einn millj­arður dýra hefur farist í eld­un­um. Hræ þeirra liggja á víða­vangi og gætu mengað vatns­ból ­manna og ann­arra dýra.  

Banda­ríkja­menn höfðu lofað Áströlum aðstoð við slökkvi­starf­ið og ætl­uðu að senda fjórar stórar flug­vélar sem geta borið mikið vatn og dreift ­yfir eldana. För þeirra til Ástr­alíu hefur hins vegar seinkað vegna hvirf­il­bylja í Ala­bama þar sem vél­arnar eru og eld­fjalls sem gýs á Fil­ipps­eyjum og spill­ir flug­leið­inni. Áströlum hefur þegar borist aðstoð frá Singapúr, Papú­a Nýju-Gíneu, Fiji og Nýja-­Sjá­landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent