Uppistöðulón eins og eyðimörk

Dýrahræ liggja milljónum saman á víðavangi. Eftir þriggja ára sögulega þurrka er alvarleg hætta á vatnsskorti víða. Ástralía logar enn.

Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Auglýsing

Ótt­ast er að uppi­stöðu­lón í Nýja Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu þurrk­ist upp og að bæir verði þar með án vatns. Mjög lítið vatn er nú í lón­in­u og ólík­legt er að úrkoma sem spáð er um helg­ina muni breyta ein­hverju þar um.

Burrendong-stíflan í Macqu­ari­e-ánni miðlar vatni til bæja og land­bún­að­ar­svæða í mið­hluta þessa fjöl­menn­asta fylkis Ástr­al­íu. Fyrir þrem­ur árum var vatns­bú­skap­ur­inn góð­ur, lónið yfir­fullt, en síðan hefur tekið við ­mikið þurrka­tíma­bil sem hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér­; ham­fara­kennda skóg­ar­elda, svæð­is­bund­inn vatns­skort og mögu­lega skort á stærri ­svæðum ef fram heldur sem horf­ir.

Í bænum Cobar hefur fólk um hríð þurft að fara spar­lega með­ vatn, m.a. starfs­menn kola­náma sem eru margar á svæð­inu. Vatns­afls­virkj­un, sem einnig nýtti vatn uppi­stöðu­lóns­ins, hefur verið stöðvuð tíma­bund­ið.

Auglýsing

Til að bregð­ast við vand­anum er meðal ann­ars stefnt á að veita vatni úr Winda­mer­e-lón­inu, sem er í um 200 kíló­metra fjar­lægð, inn á það ­svæði þar sem vatns­skortur er mest­ur. Vatni yrði á beint í aðra á og þaðan í Bor­rendong-lón­ið.

Um helg­ina er spáð rign­ingu og munu yfir­völd taka ákvörðun í næstu viku um hvort neyð­ar­á­á­ætl­anir komi til fram­kvæmda.Í ítar­legri frétt dag­blaðs­ins Sydney Morn­ing Her­ald er rætt við sér­fræð­inga sem telja ólík­legt að úrkoma næstu daga muni nokkru skipta ­fyrir vatns­bú­skap uppi­stöðu­lóns­ins. „Jarð­veg­ur­inn er svo þurr í augna­blik­inu að hann virkar eins og svamp­ur,“ hefur blaðið eftir Stu­art Khan, sér­fræð­ingi við Há­skól­ann í Nýja Suð­ur­-Wa­les. „Þegar þannig er komið þarf mjög mikla rign­ing­u til.“

Uppi­stöðu­lónið við Burrendong-stífl­una er eins og eyði­mörk. ­Svæðið er gjör­ó­líkt því sem áður þekkt­ist, t.d. á flóða­ár­unum 1990 og 2010, er lónið varð yfir­fullt. Allt frá árinu 2016 hefur vatns­yf­ir­borðið farið lækk­and­i ­sam­hliða for­dæma­lausum þurrk­um.

Þetta hefur þegar haft áhrif á úti­vist og ferða­mennsku á þessu svæði, segir í frétt Sydney Morn­ing Her­ald.

Vatns­veita Nýja Suð­ur­-Wa­les segir að „sögu­leg­ir“ þurrkar und­an­farin ár skýri vatns­leysið í lón­inu.

Þessir miklu þurrkar hafa haft áhrif á vatns­bú­skap á fleiri ­stöðum og ham­fara­eld­arnir sem nú hafa geisað mán­uðum saman og ekki sér fyr­ir­ end­ann á munu einnig hafa áhrif á fersk­vatn í Ástr­al­íu. Aska fellur í ár og vötn og mengar þau og endar svo í haf­inu. En önnur hætta er einnig fyrir hend­i. Þegar það mun loks rigna af ráði, sem gæti orðið tölu­verð bið á, gæt­i marg­vís­legt brak frá eld­unum skol­ast út í ár og vötn. Þetta gæti valdið meng­un en líka skemmd­um, t.d. á virkj­ana­mann­virkj­um.

Þá er ónefnd sú stað­reynd að hálfur til einn millj­arður dýra hefur farist í eld­un­um. Hræ þeirra liggja á víða­vangi og gætu mengað vatns­ból ­manna og ann­arra dýra.  

Banda­ríkja­menn höfðu lofað Áströlum aðstoð við slökkvi­starf­ið og ætl­uðu að senda fjórar stórar flug­vélar sem geta borið mikið vatn og dreift ­yfir eldana. För þeirra til Ástr­alíu hefur hins vegar seinkað vegna hvirf­il­bylja í Ala­bama þar sem vél­arnar eru og eld­fjalls sem gýs á Fil­ipps­eyjum og spill­ir flug­leið­inni. Áströlum hefur þegar borist aðstoð frá Singapúr, Papú­a Nýju-Gíneu, Fiji og Nýja-­Sjá­landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent