Uppistöðulón eins og eyðimörk

Dýrahræ liggja milljónum saman á víðavangi. Eftir þriggja ára sögulega þurrka er alvarleg hætta á vatnsskorti víða. Ástralía logar enn.

Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Auglýsing

Ótt­ast er að uppi­stöðu­lón í Nýja Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu þurrk­ist upp og að bæir verði þar með án vatns. Mjög lítið vatn er nú í lón­in­u og ólík­legt er að úrkoma sem spáð er um helg­ina muni breyta ein­hverju þar um.

Burrendong-stíflan í Macqu­ari­e-ánni miðlar vatni til bæja og land­bún­að­ar­svæða í mið­hluta þessa fjöl­menn­asta fylkis Ástr­al­íu. Fyrir þrem­ur árum var vatns­bú­skap­ur­inn góð­ur, lónið yfir­fullt, en síðan hefur tekið við ­mikið þurrka­tíma­bil sem hefur haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér­; ham­fara­kennda skóg­ar­elda, svæð­is­bund­inn vatns­skort og mögu­lega skort á stærri ­svæðum ef fram heldur sem horf­ir.

Í bænum Cobar hefur fólk um hríð þurft að fara spar­lega með­ vatn, m.a. starfs­menn kola­náma sem eru margar á svæð­inu. Vatns­afls­virkj­un, sem einnig nýtti vatn uppi­stöðu­lóns­ins, hefur verið stöðvuð tíma­bund­ið.

Auglýsing

Til að bregð­ast við vand­anum er meðal ann­ars stefnt á að veita vatni úr Winda­mer­e-lón­inu, sem er í um 200 kíló­metra fjar­lægð, inn á það ­svæði þar sem vatns­skortur er mest­ur. Vatni yrði á beint í aðra á og þaðan í Bor­rendong-lón­ið.

Um helg­ina er spáð rign­ingu og munu yfir­völd taka ákvörðun í næstu viku um hvort neyð­ar­á­á­ætl­anir komi til fram­kvæmda.Í ítar­legri frétt dag­blaðs­ins Sydney Morn­ing Her­ald er rætt við sér­fræð­inga sem telja ólík­legt að úrkoma næstu daga muni nokkru skipta ­fyrir vatns­bú­skap uppi­stöðu­lóns­ins. „Jarð­veg­ur­inn er svo þurr í augna­blik­inu að hann virkar eins og svamp­ur,“ hefur blaðið eftir Stu­art Khan, sér­fræð­ingi við Há­skól­ann í Nýja Suð­ur­-Wa­les. „Þegar þannig er komið þarf mjög mikla rign­ing­u til.“

Uppi­stöðu­lónið við Burrendong-stífl­una er eins og eyði­mörk. ­Svæðið er gjör­ó­líkt því sem áður þekkt­ist, t.d. á flóða­ár­unum 1990 og 2010, er lónið varð yfir­fullt. Allt frá árinu 2016 hefur vatns­yf­ir­borðið farið lækk­and­i ­sam­hliða for­dæma­lausum þurrk­um.

Þetta hefur þegar haft áhrif á úti­vist og ferða­mennsku á þessu svæði, segir í frétt Sydney Morn­ing Her­ald.

Vatns­veita Nýja Suð­ur­-Wa­les segir að „sögu­leg­ir“ þurrkar und­an­farin ár skýri vatns­leysið í lón­inu.

Þessir miklu þurrkar hafa haft áhrif á vatns­bú­skap á fleiri ­stöðum og ham­fara­eld­arnir sem nú hafa geisað mán­uðum saman og ekki sér fyr­ir­ end­ann á munu einnig hafa áhrif á fersk­vatn í Ástr­al­íu. Aska fellur í ár og vötn og mengar þau og endar svo í haf­inu. En önnur hætta er einnig fyrir hend­i. Þegar það mun loks rigna af ráði, sem gæti orðið tölu­verð bið á, gæt­i marg­vís­legt brak frá eld­unum skol­ast út í ár og vötn. Þetta gæti valdið meng­un en líka skemmd­um, t.d. á virkj­ana­mann­virkj­um.

Þá er ónefnd sú stað­reynd að hálfur til einn millj­arður dýra hefur farist í eld­un­um. Hræ þeirra liggja á víða­vangi og gætu mengað vatns­ból ­manna og ann­arra dýra.  

Banda­ríkja­menn höfðu lofað Áströlum aðstoð við slökkvi­starf­ið og ætl­uðu að senda fjórar stórar flug­vélar sem geta borið mikið vatn og dreift ­yfir eldana. För þeirra til Ástr­alíu hefur hins vegar seinkað vegna hvirf­il­bylja í Ala­bama þar sem vél­arnar eru og eld­fjalls sem gýs á Fil­ipps­eyjum og spill­ir flug­leið­inni. Áströlum hefur þegar borist aðstoð frá Singapúr, Papú­a Nýju-Gíneu, Fiji og Nýja-­Sjá­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent