Viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna – Nýtt upphaf

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nýr viðskiptasamningur við Kína – sem undirritaður var í dag – muni styrkja hag Bandaríkjanna og leiða til sanngjarnari viðskipta milli risanna tveggja. Hvað gæti samningurinn þýtt fyrir Ísland?

Trump og Xi
Auglýsing

Við­skipta­samn­ingur milli Kína og Banda­ríkj­anna (Phase 1) var und­ir­rit­aður í dag. Hann markar tíma­mót í tolla­stríði land­anna tveggja, en lausir endar eru þó eftir enn, og ekki er búist við að það tak­ist að leysa úr þeim fyrr en í lok árs, og jafn­vel ekki fyrr en eftir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber, að því er fram kemur í umfjöllun Was­hington Post

Tolla­stríðið hefur birst heim­inum með nei­kvæðum hætti, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, og hefur það dregið úr hag­vexti og haft víð­tækar hlið­ar­verk­an­ir. 

Auglýsing


Í stuttu máli og ein­földu, þá hefur tolla­stríðið falist í því að allt að 25 pró­sent tollar hafa verið settir á inn- og útflutn­ing ýmissa vöru­teg­unda á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrst byrj­uðu Banda­ríkja­menn að beita tollum og síðan svör­uðu Kín­verj­ar. 

Hart tek­ist á

Þannig hefur staðan verið í tvö ár, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var með það sem eitt af sínum helstu stefnu­mál­um, í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 2016, að end­ur­semja um við­skipti við Kína. 

Hann sagði „Kína" (China) oft á fund­um, ein­ungis til að minna á að nauð­syn­legt væri að end­ur­semja við Kína – þar sem efna­hags­ris­inn í Asíu væri að „stela störf­um“ frá banda­rískum almenn­ing­i. 

Kín­verjar hafa frá upp­hafi talað fyrir því, að tolla­stríðið sé ónauð­syn­legt, en hafa talið sig þurfa að svara tollum Banda­ríkj­anna með sama með­ali. Þannig hafa toll­ar, allt að 25 pró­sent, verið lagðir á inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa leitt til erf­ið­leika víða í Banda­ríkj­un­um. Í Kína hefur svipað verið uppi á ten­ingn­um, meðal ann­ars þegar kemur að heim­il­is­vörum sem fram­leiddar eru í Kína. Þar á meðal eru þvotta­vélar og fleiri raf­tæki. 

Bitnað á Íslandi

Þá hefur tolla­stríðið einnig haft mikil áhrif á við­skipti með hrá­vör­ur, og má nefna sól­ar­kísil þar á með­al. Við­skipti með hann hafa verið erf­ið­ari, og hefur það leitt til birgða­söfn­unar og verð­falls. Þetta hefur meðal ann­ars haft nei­kvæðar afleið­ingar á Íslandi, þar sem rekstur PCC á Bakka hefur reynst mun erf­ið­ari og þá hefur fyr­ir­huguð sala Arion banka á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík gengið erf­ið­lega – meðal ann­ars vegna erf­iðra mark­aðs­skil­yrða. 

Sam­an­lagt hefur tolla­stríðið tekið til við­skipta fyrir um 500 millj­arða Banda­ríkja­dala, en óbeinu áhrifin hafa verið mun umfangs­meiri, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Röskun á hefð­bundnum við­skipta­leiðum hefur þannig leitt til nýrra áskor­ana - og fyrir suma nýrra tæki­færa. Má þar nefna Víetnam sem dæmi, en við­skipti í gegnum Víetnam hafa heldur auk­ist við tolla­stríð­ið. Hag­vöxtur hefur þar verið mik­ill und­an­farin ár, á bil­inu 6 til 10 pró­sent, en um 90 millj­ónir manna búa í Víetnam.

Nýtt upp­haf

Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni sem und­ir­rituð var í dag - af full­trúum Kína og Banda­ríkj­anna – þá þykir hún marka „nýtt upp­haf“ í við­skiptum ríkj­anna. Trump hefur í dag sagt að það muni end­ur­heimta störf fyrir banda­rískan almenn­ing, og glæða banda­rískt efna­hags­líf meira lífi. Kín­verjar eru hóf­sam­ari í orða­vali, og segja að áfram verði unnið að því að styrkja við­skipta­tengslin við Banda­rík­in. 

Setur bar­átt­una af stað í lyk­il­ríkjum

Fyrir Trump er þessi áfangi að mörgum leyti póli­tískur sig­ur, enda munu næstu mán­uðir ein­kenn­ast af kosn­inga­bar­áttu fyrir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber. Líkt og árið 2016 er lík­legt að barist verði um fylgið í mörgum ríkjum þar sem við­skiptin við Kína hafa lengi verið mikið hita­mál. Má þar nefna ríki eins og Wiscons­in, Michig­an, Ohio og Iowa. 

Trump lagði í raun grunni að sigri í kosn­ing­unum árið 2016, með því að vinna bar­átt­una í þessum ríkj­um. Mjótt var á mun­um, og má sem nefna að Trump fékk 47,2 pró­sent á meðan Hill­ary Clint­on, full­trúi Demókrata, fékk 46,5 pró­sent, í Wiscons­in. Þetta skil­aði Trump tíu kjör­mönn­um. Í Michigan var svipað uppi á ten­ingn­um, nema hvað mun­ur­inn var enn minni. Trump fékk 47,3 pró­sent, en Hill­ary 47 pró­sent. Það skil­aði Trump 16 kjör­mönn­um. Lík­legt verður að teljast, að Trump muni segja „Kína“ ótt og títt á kosn­inga­fund­um, í fyrr­nefndum ríkj­um. Und­an­farna daga hefur hann talað til fólks í Michigan – og hélt meðal ann­ars fjöl­mennan kosn­inga­fund í Milwaukee, stærstu borg Wiscons­in, þar sem hann sagð­ist full­trúi fólks­ins.

Þrátt fyrir nei­kvæð áhrif tolla­stríðs­ins á heims­bú­skap­inn, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og flestra grein­enda, þá er staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum um þessar mundir nokkuð sterk. Atvinnu­leysi er undir fjórum pró­sent­um, og það lægsta í hálfa öld. Hag­vöxtur er tal­inn hafa verið um 3 pró­sent í fyrra, en stað­festar tölur um það liggja þó ekki fyrir enn.Mitt í þess­ari þróun eru Demókratar að sauma að Trump í Banda­ríkja­þingi, með ákærum til emb­ætt­is­missis (impeach­ment) vegna sam­skipta hans við for­seta Úkra­ínu, þar sem hann óskaði eftir aðstoða við að rann­saka póli­tískan and­stæð­ing sinn, Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem nú reynir að vera útnefndur for­seta­fram­bjóði Demókrata. Lík­legt þykir að Repúblikanar muni verj­ast ákær­unum á hendur Trump, með öllum mögu­legum ráðum, en Trump segir þær hluta af „um­fangs­mestu norna­veiðum í sög­unn­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar