Viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna – Nýtt upphaf

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nýr viðskiptasamningur við Kína – sem undirritaður var í dag – muni styrkja hag Bandaríkjanna og leiða til sanngjarnari viðskipta milli risanna tveggja. Hvað gæti samningurinn þýtt fyrir Ísland?

Trump og Xi
Auglýsing

Við­skipta­samn­ingur milli Kína og Banda­ríkj­anna (Phase 1) var und­ir­rit­aður í dag. Hann markar tíma­mót í tolla­stríði land­anna tveggja, en lausir endar eru þó eftir enn, og ekki er búist við að það tak­ist að leysa úr þeim fyrr en í lok árs, og jafn­vel ekki fyrr en eftir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber, að því er fram kemur í umfjöllun Was­hington Post

Tolla­stríðið hefur birst heim­inum með nei­kvæðum hætti, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, og hefur það dregið úr hag­vexti og haft víð­tækar hlið­ar­verk­an­ir. 

Auglýsing


Í stuttu máli og ein­földu, þá hefur tolla­stríðið falist í því að allt að 25 pró­sent tollar hafa verið settir á inn- og útflutn­ing ýmissa vöru­teg­unda á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrst byrj­uðu Banda­ríkja­menn að beita tollum og síðan svör­uðu Kín­verj­ar. 

Hart tek­ist á

Þannig hefur staðan verið í tvö ár, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var með það sem eitt af sínum helstu stefnu­mál­um, í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 2016, að end­ur­semja um við­skipti við Kína. 

Hann sagði „Kína" (China) oft á fund­um, ein­ungis til að minna á að nauð­syn­legt væri að end­ur­semja við Kína – þar sem efna­hags­ris­inn í Asíu væri að „stela störf­um“ frá banda­rískum almenn­ing­i. 

Kín­verjar hafa frá upp­hafi talað fyrir því, að tolla­stríðið sé ónauð­syn­legt, en hafa talið sig þurfa að svara tollum Banda­ríkj­anna með sama með­ali. Þannig hafa toll­ar, allt að 25 pró­sent, verið lagðir á inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa leitt til erf­ið­leika víða í Banda­ríkj­un­um. Í Kína hefur svipað verið uppi á ten­ingn­um, meðal ann­ars þegar kemur að heim­il­is­vörum sem fram­leiddar eru í Kína. Þar á meðal eru þvotta­vélar og fleiri raf­tæki. 

Bitnað á Íslandi

Þá hefur tolla­stríðið einnig haft mikil áhrif á við­skipti með hrá­vör­ur, og má nefna sól­ar­kísil þar á með­al. Við­skipti með hann hafa verið erf­ið­ari, og hefur það leitt til birgða­söfn­unar og verð­falls. Þetta hefur meðal ann­ars haft nei­kvæðar afleið­ingar á Íslandi, þar sem rekstur PCC á Bakka hefur reynst mun erf­ið­ari og þá hefur fyr­ir­huguð sala Arion banka á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík gengið erf­ið­lega – meðal ann­ars vegna erf­iðra mark­aðs­skil­yrða. 

Sam­an­lagt hefur tolla­stríðið tekið til við­skipta fyrir um 500 millj­arða Banda­ríkja­dala, en óbeinu áhrifin hafa verið mun umfangs­meiri, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Röskun á hefð­bundnum við­skipta­leiðum hefur þannig leitt til nýrra áskor­ana - og fyrir suma nýrra tæki­færa. Má þar nefna Víetnam sem dæmi, en við­skipti í gegnum Víetnam hafa heldur auk­ist við tolla­stríð­ið. Hag­vöxtur hefur þar verið mik­ill und­an­farin ár, á bil­inu 6 til 10 pró­sent, en um 90 millj­ónir manna búa í Víetnam.

Nýtt upp­haf

Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni sem und­ir­rituð var í dag - af full­trúum Kína og Banda­ríkj­anna – þá þykir hún marka „nýtt upp­haf“ í við­skiptum ríkj­anna. Trump hefur í dag sagt að það muni end­ur­heimta störf fyrir banda­rískan almenn­ing, og glæða banda­rískt efna­hags­líf meira lífi. Kín­verjar eru hóf­sam­ari í orða­vali, og segja að áfram verði unnið að því að styrkja við­skipta­tengslin við Banda­rík­in. 

Setur bar­átt­una af stað í lyk­il­ríkjum

Fyrir Trump er þessi áfangi að mörgum leyti póli­tískur sig­ur, enda munu næstu mán­uðir ein­kenn­ast af kosn­inga­bar­áttu fyrir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber. Líkt og árið 2016 er lík­legt að barist verði um fylgið í mörgum ríkjum þar sem við­skiptin við Kína hafa lengi verið mikið hita­mál. Má þar nefna ríki eins og Wiscons­in, Michig­an, Ohio og Iowa. 

Trump lagði í raun grunni að sigri í kosn­ing­unum árið 2016, með því að vinna bar­átt­una í þessum ríkj­um. Mjótt var á mun­um, og má sem nefna að Trump fékk 47,2 pró­sent á meðan Hill­ary Clint­on, full­trúi Demókrata, fékk 46,5 pró­sent, í Wiscons­in. Þetta skil­aði Trump tíu kjör­mönn­um. Í Michigan var svipað uppi á ten­ingn­um, nema hvað mun­ur­inn var enn minni. Trump fékk 47,3 pró­sent, en Hill­ary 47 pró­sent. Það skil­aði Trump 16 kjör­mönn­um. Lík­legt verður að teljast, að Trump muni segja „Kína“ ótt og títt á kosn­inga­fund­um, í fyrr­nefndum ríkj­um. Und­an­farna daga hefur hann talað til fólks í Michigan – og hélt meðal ann­ars fjöl­mennan kosn­inga­fund í Milwaukee, stærstu borg Wiscons­in, þar sem hann sagð­ist full­trúi fólks­ins.

Þrátt fyrir nei­kvæð áhrif tolla­stríðs­ins á heims­bú­skap­inn, að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og flestra grein­enda, þá er staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum um þessar mundir nokkuð sterk. Atvinnu­leysi er undir fjórum pró­sent­um, og það lægsta í hálfa öld. Hag­vöxtur er tal­inn hafa verið um 3 pró­sent í fyrra, en stað­festar tölur um það liggja þó ekki fyrir enn.Mitt í þess­ari þróun eru Demókratar að sauma að Trump í Banda­ríkja­þingi, með ákærum til emb­ætt­is­missis (impeach­ment) vegna sam­skipta hans við for­seta Úkra­ínu, þar sem hann óskaði eftir aðstoða við að rann­saka póli­tískan and­stæð­ing sinn, Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og einn þeirra sem nú reynir að vera útnefndur for­seta­fram­bjóði Demókrata. Lík­legt þykir að Repúblikanar muni verj­ast ákær­unum á hendur Trump, með öllum mögu­legum ráðum, en Trump segir þær hluta af „um­fangs­mestu norna­veiðum í sög­unn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar