Flóðin með þeim stærstu sem fallið hafa á varnargarða í heiminum

Út frá tiltækum upplýsingum Veðurstofu Íslands er áætlað að Skollahvilftarflóðið sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll í október 1995.

Horft niður með eystri leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Skollahvilft sem rann út höfnina við Flateyri. Sjá má hvernig flóðið hefur brotið gróður þegar það streymdi með garðinum. Ummerki um skriðstefnu flóðsins meðfram toppi garðsins má sjá í snjó
Horft niður með eystri leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Skollahvilft sem rann út höfnina við Flateyri. Sjá má hvernig flóðið hefur brotið gróður þegar það streymdi með garðinum. Ummerki um skriðstefnu flóðsins meðfram toppi garðsins má sjá í snjó
Auglýsing

Snjó­flóðin sem féllu á Flat­eyri á þriðju­dags­kvöld flædd­u ­yfir leiði­garð­ana (varn­ar­garða) ofan Flat­eyrar á löngum köfl­um. Mik­inn flóð­snjó­ er að finna á milli garð­anna ofan þver­garðs­ins sem myndar teng­ingu á milli­ þeirra skammt ofan byggð­ar­inn­ar.

Neðan þver­garðs­ins eru flóð­tungur innan við báða ­leiði­garð­ana sem hafa bæði kast­ast yfir þá og einnig að ein­hverju leyti flætt ­yfir þver­garð­inn. Það var flóð­tungan innan við leiði­garð­inn und­ir­ Inn­ra-Bæj­ar­gili sem lenti á hús­inu að Ólafs­túni 14. Ung­lings­stúlka grófst í flóð­ið en var bjargað um hálf­tíma síð­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sam­an­tekt á frum­nið­ur­stöðum mæl­inga Veð­ur­stofu Íslands­  á snjó­flóð­un­um. Snjóat­hug­un­ar­menn og sér­fræð­ingar Veð­ur­stof­unnar hafa í gær og dag unnið við mæl­ing­ar.

Auglýsing

Á 200 km hraða á klukku­stund

Í sam­an­tekt Veð­ur­stof­unnar segir að flóðin virð­ast hafa kast­ast yfir garð­ana á tals­verðri ferð vegna þess að ofar­lega á innri hlið varn­ar­garð­anna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neð­ar­ hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyði­lagt skilti og önn­ur ­mann­virki sem þar var að finna. Skolla­hvilft­ar­flóðið rann alveg yfir svæðið á milli garð­anna og upp að Inn­ra-Bæj­ar­gils­garð­inum að inn­an­verðu.

Horft niður með vestari leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Innra-Bæjargili sem rann út sjó vestan Flateyrar og að hluta yfir garðinn og á húsið að Ólafstúni 14.

Flóðin eru til­tölu­lega þunn á svæð­inu milli garð­anna og neðan þver­garðs­ins, víð­ast 0,5–1 metri að þykkt. Með­fram görð­unum að utan­verð­u eru þykkar hrannir af flóð­snjó sem eru víða margir metrar þykkt og er þar að ­sjá háa óreglu­lega hryggi þar sem þykkt flóðs­ins er mjög mik­il.

Svo­kall­aður Doppler-radar á Skolla­hvilt­ar­garð­inu mældi hraða ­flóðs­ins úr hvilft­inni skömmu áður en það kom að garð­inum ofan­vert við miðju og ­reynd­ist það þar á 45–60 m/s hraða sem sam­svarar 150–200 km hraða á klukku­stund.

Mik­ils­verðar upp­lýs­ingar

Flóðin úr Skolla­hvilft og Inn­ra-Bæj­ar­gili eru með allra ­stærstu snjó­flóðum sem fallið hafa á leiði­garða í heim­inum og gefa mik­ils­verð­ar­ ­upp­lýs­ingar um streymi snjó­flóða sem lenda á fyr­ir­stöðum og virkni leiði­garða, ­segir í sam­an­tekt Veð­ur­stof­unn­ar.

Mæl­ingar á rúm­máli flóð­anna liggja ekki fyrir en út frá­ til­tækum upp­lýs­ingum er áætlað að Skolla­hvilft­ar­flóðið kunni að vera sam­bæri­leg að stærð við flóðið sem féll úr Skolla­hvilft í októ­ber 1995. Flóðið úr Inn­ra-Bæj­ar­gili var mun minna að rúm­máli enda upp­taka­svæði þess minna.Útlínur snjóflóðanna úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili þann 14. janúar 2020 (breiðir ferlar) og snjóflóðsins 26. október 1995 (rauð mjórri ferill). Kort: Veðurstofan

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent