Flóðin með þeim stærstu sem fallið hafa á varnargarða í heiminum

Út frá tiltækum upplýsingum Veðurstofu Íslands er áætlað að Skollahvilftarflóðið sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll í október 1995.

Horft niður með eystri leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Skollahvilft sem rann út höfnina við Flateyri. Sjá má hvernig flóðið hefur brotið gróður þegar það streymdi með garðinum. Ummerki um skriðstefnu flóðsins meðfram toppi garðsins má sjá í snjó
Horft niður með eystri leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Skollahvilft sem rann út höfnina við Flateyri. Sjá má hvernig flóðið hefur brotið gróður þegar það streymdi með garðinum. Ummerki um skriðstefnu flóðsins meðfram toppi garðsins má sjá í snjó
Auglýsing

Snjó­flóðin sem féllu á Flat­eyri á þriðju­dags­kvöld flædd­u ­yfir leiði­garð­ana (varn­ar­garða) ofan Flat­eyrar á löngum köfl­um. Mik­inn flóð­snjó­ er að finna á milli garð­anna ofan þver­garðs­ins sem myndar teng­ingu á milli­ þeirra skammt ofan byggð­ar­inn­ar.

Neðan þver­garðs­ins eru flóð­tungur innan við báða ­leiði­garð­ana sem hafa bæði kast­ast yfir þá og einnig að ein­hverju leyti flætt ­yfir þver­garð­inn. Það var flóð­tungan innan við leiði­garð­inn und­ir­ Inn­ra-Bæj­ar­gili sem lenti á hús­inu að Ólafs­túni 14. Ung­lings­stúlka grófst í flóð­ið en var bjargað um hálf­tíma síð­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sam­an­tekt á frum­nið­ur­stöðum mæl­inga Veð­ur­stofu Íslands­  á snjó­flóð­un­um. Snjóat­hug­un­ar­menn og sér­fræð­ingar Veð­ur­stof­unnar hafa í gær og dag unnið við mæl­ing­ar.

Auglýsing

Á 200 km hraða á klukku­stund

Í sam­an­tekt Veð­ur­stof­unnar segir að flóðin virð­ast hafa kast­ast yfir garð­ana á tals­verðri ferð vegna þess að ofar­lega á innri hlið varn­ar­garð­anna er óhreyfður snjór sem flóðin hafa ekki sópað með sér en neð­ar­ hafa þau streymt með jörðu og brotið gróður og eyði­lagt skilti og önn­ur ­mann­virki sem þar var að finna. Skolla­hvilft­ar­flóðið rann alveg yfir svæðið á milli garð­anna og upp að Inn­ra-Bæj­ar­gils­garð­inum að inn­an­verðu.

Horft niður með vestari leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Innra-Bæjargili sem rann út sjó vestan Flateyrar og að hluta yfir garðinn og á húsið að Ólafstúni 14.

Flóðin eru til­tölu­lega þunn á svæð­inu milli garð­anna og neðan þver­garðs­ins, víð­ast 0,5–1 metri að þykkt. Með­fram görð­unum að utan­verð­u eru þykkar hrannir af flóð­snjó sem eru víða margir metrar þykkt og er þar að ­sjá háa óreglu­lega hryggi þar sem þykkt flóðs­ins er mjög mik­il.

Svo­kall­aður Doppler-radar á Skolla­hvilt­ar­garð­inu mældi hraða ­flóðs­ins úr hvilft­inni skömmu áður en það kom að garð­inum ofan­vert við miðju og ­reynd­ist það þar á 45–60 m/s hraða sem sam­svarar 150–200 km hraða á klukku­stund.

Mik­ils­verðar upp­lýs­ingar

Flóðin úr Skolla­hvilft og Inn­ra-Bæj­ar­gili eru með allra ­stærstu snjó­flóðum sem fallið hafa á leiði­garða í heim­inum og gefa mik­ils­verð­ar­ ­upp­lýs­ingar um streymi snjó­flóða sem lenda á fyr­ir­stöðum og virkni leiði­garða, ­segir í sam­an­tekt Veð­ur­stof­unn­ar.

Mæl­ingar á rúm­máli flóð­anna liggja ekki fyrir en út frá­ til­tækum upp­lýs­ingum er áætlað að Skolla­hvilft­ar­flóðið kunni að vera sam­bæri­leg að stærð við flóðið sem féll úr Skolla­hvilft í októ­ber 1995. Flóðið úr Inn­ra-Bæj­ar­gili var mun minna að rúm­máli enda upp­taka­svæði þess minna.Útlínur snjóflóðanna úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili þann 14. janúar 2020 (breiðir ferlar) og snjóflóðsins 26. október 1995 (rauð mjórri ferill). Kort: Veðurstofan

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent