Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra

Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.

krónur
Auglýsing

Seðla­banki Íslands átti alls gjald­eyr­is­við­skipti tólf daga á árinu 2019. Í jan­úar í fyrra seldi Seðla­bank­inn gjald­eyri fjóra við­skipta­daga í röð í því skyni að vega á móti snar­pri lækkun gengis krón­unn­ar. Í mars, maí og júní seldi bank­inn gjald­eyri bæði vegna útflæðis aflandskróna og til að koma í veg fyrir óhóf­legt skamm­tíma­flökt af öðrum ástæð­u­m. 

Á fyrri helm­ingi síð­asta árs keypti Seðla­bank­inn gjald­eyri fyrir sam­tals fyrir 11,9 millj­arða króna en á þeim síðar fyrir 2,4 millj­arða króna. Gjald­eyr­is­kaupin áttu sér stað tvo við­skipta­daga í júlí og sept­em­ber. 

Þetta kemur fram i frétta­til­kynn­ingu sem bank­inn hefur birt um gjald­eyr­is­mark­að, geng­is­þróun og gjald­eyr­is­forða á árinu 2019. 

Gjald­eyr­is­vara­forð­inn orð­inn 822 millj­arðar

Í frétta­til­kynn­ing­unni kemur fram að gengi krón­unnar hafi lækkað um alls 3,1 pró­sent í fyrra. Flökt á henni hafi verið minna en á árinu 2018 en munur á hæsta og lægsta gildi krón­unnar var 7,2 pró­sent. 

Heild­ar­velta á gjald­eyr­is­mark­aði var svipuð og á árinu 2018, eða 188,3 millj­arðar króna. Hlut­deild Seðla­bank­ans í velt­unni var 7,6 pró­sent sem var öllu meira en árið 2018, en tals­vert minna en á árinu 2017.

Auglýsing
Gjaldeyrisforði Seðla­bank­ans jókst í krónum talið um 86 millj­arða króna á árinu  2019 og nam í árs­lok 822 millj­örðum króna. Gjald­eyr­is­jöfn­uður Seðla­bank­ans nam 646 millj­örðum króna í lok árs­ins 2019 sam­an­borið en var  627 millj­arðar króna í lok árs 2018.

Afnám bindi­skyldu skil­aði ekki meiri fjár­fest­ingu

Í frétta­til­kynn­ing­unni segir að á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019 hafi gengi krónu lækkað um 4,3 pró­sent. Það hafi meðal ann­ars mátt rekja til þess að óvissa hafði ríkt um afdrif f WOW air, sem fór lokst í þrot í lok mars­mán­að­ar.  „Lækk­unin var lítil í sam­an­burði við haust­mán­uði árið á undan og virð­ist sem áhrif gjald­þrots félags­ins hafi þegar verið verð­lögð að ein­hverju leyti inn í gengi krón­unn­ar.“ 

Í byrjun mars gekk í gildi breyt­ing á lögum um með­ferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stökum tak­mörk­unum og breyt­ingar voru gerðar á reglum um bind­ingu reiðu­fjár vegna nýs inn­streymis erlends gjald­eyr­is. Von­ast var til að sú breyt­ing, sem kvað á um að lækkun bind­ing­ar­hlut­falls á nýtt fjár­magnsinn­streymi í skulda­bréf og hávaxtainn­stæður var lækkuð úr 20 pró­sent í 0 pró­sent, myndi örva erlenda fjár­fest­ingu til lands­ins. Af því hefur ekki orðið af neinu marki.

Hreint inn­­flæði nýfjár­­­fest­inga erlendis frá nam þvert á móti 32 millj­­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019, sem er þremur millj­­örðum krónum minna en á sama tíma­bili 2018.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent