Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu

Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.

Seðlabanki Íslands Mynd: Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur haft sam­band við Gunn­hildi Örnu Gunn­ars­dótt­ur, sem kærði ráðn­ingu í nýja upp­lýs­inga­full­trúa­stöðu innan bank­ans til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Hún sótti um stöð­una en fékk ekki. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum var haft sam­band við Gunn­hildi Örnu eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­inn­ar, sem sagði að Seðla­bank­inn hefði brotið lög með því að snið­ganga mun hæf­ari konu, Gunn­hildi Örnu, við að skipa minna hæf­ari karl í starf­ið. Ekki kemur fram í svari Seðla­bank­ans hvort að hann hafi leitað sátta eða ætli að semja um greiðslu skaða­bóta. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu á mið­viku­dag að Seðla­bank­inn ætli að una nið­ur­stöð­unni. Í aðdrag­anda birt­ingar hennar var fyr­ir­spurn beint til bank­ans og hann spurður hvort hann ætl­aði að grípa til ein­hverra breyt­inga á verk­lagi sínu við ráðn­ingar í störf í ljósi þess að þetta var í þriðja sinn frá árinu 2012 sem að Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Þá barst ekki beint svar við þeirri spurn­ingu heldur sagð­ist bank­inn ætla að fara „yfir málið með það fyrir augum að tryggja að farið verði að þeim við­miðum sem um þetta gilda.  Annað er ekki hægt að segja að svo stödd­u.“

Í gær barst nýtt svar við fyr­ir­spurn­inni. Í því sagð­ist bank­inn að verk­ferlar í þessum efnum hafa verið styrktir í kjöl­far nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Mæl­an­legar hæfn­is­kröfur settar fram

Um er að ræða starf við nýsköpun í upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­starfi bank­ans sem aug­lýst var lausn umsóknar í apríl í fyrra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.

Þær hæfn­is­kröfur sem til­teknar voru í aug­lýs­ing­unni að leitað væri eftir voru eft­ir­far­andi: Háskóla­menntun sem nýt­ist í starfi; reynsla af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­un; góðir sam­skipta­hæfi­leik­ar; góð kunn­átta og rit­færni í íslensku og ensku; góð þekk­ing á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum er kost­ur; drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt. Alls sóttu 51 um starf­ið. Tveir drógu síðar umsókn sína til baka.

Í júní 2019 var greint frá því Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, þá frétta­maður hjá Sýn, hefði verið ráð­inn í starf­ið. 

Gunn­hildur Arna krafð­ist rök­stuðn­ings og ýmissa gagna í kjöl­farið og kærði loks ráðn­ing­ar­ferlið til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Hæf­ari á öllum mæl­an­legum sviðum

Hún komst að nið­ur­stöðu 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn en birti hana ekki fyrr en í byrjun lið­innar viku. Að mati kæru­nefnd­ar­innar stóð Gunn­hildur Arna framar Stef­áni Rafni í menntun og reynslu af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­um. Hún taldi Seðla­bank­ann ekki hafa tek­ist að sýna fram á að Stefán Rafn stæði henni framar varð­andi tungu­mála­kunn­áttu né þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uð­um. „Jafn­framt væri að mati kæru­nefnd­ar­innar nær­tæk­ast að álykta sem svo að kær­andi hafi staðið karl­inum framar varð­andi þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum í ljósi MBA-­mennt­unar henn­ar, enda hefur ekki verið sýnt fram á nokkuð um þekk­ingu eða reynslu karls­ins að þessu leyti sem gæti gert það að verkum að hann yrði met­inn skör hærra en kær­and­i.“

Auglýsing
Gunnhildur Arna stóð því framar í öllum hæfn­is­at­riðum sem voru mæl­an­leg. Í þeim hug­lægu þáttum sem taldir voru til í aug­lýs­ing­unni, sem voru sam­skipta­hæfi­leik­ar, drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt, taldi kæru­nefndin að Seðla­bank­inn hefði látið nægja að fjalla um hæfni þess sem ráð­inn var á fremur almennan hátt, einkum með vísan til þess að frammi­staða hans í við­tölum hafi verið mjög góð og umsagnir um hann hafi verið góð­ar. Sér­stak­lega þegar horft væri til þess að engra umsagna var leitað um Gunn­hildi Örnu auk þess sem frammi­staða Stef­áns Rafns í við­tölum gat ekki, án frek­ari rök­stuðn­ings um frammi­stöðu kær­anda, hróflað við þeirri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að ósannað telst að Gunn­hildur Arna hefði staðið Stef­áni Rafni að baki í við­tali. 

Að end­ingu til­tók kæru­nefndin í nið­ur­stöðu sinni að Gunn­hildi Örnu hafi ekki verið gef­inn kostur á að þreyta verk­efni sem Stef­áni Rafni og tveimur öðrum umsækj­endum var falið að þreyta, en góð úrlausn hans á því var notuð til að rök­styðja ráðn­ing­una. „Er því ekki unnt að draga þá ályktun að heild­stæður sam­an­burður hafi í raun farið fram af hálfu kærða á kær­anda og þeim karli sem starfið hlaut, enda þótt hlut­lægir þættir hafi bent til þess að hún stæði karl­inum fram­ar.“

Það var því nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála að Seðla­bank­inn hefði ekki getað sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hefði legið til grund­vallar ákvörðun um ráðn­ingu í starf upp­lýs­inga­full­trúa á sviði alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra. Með því hefði Seðla­bank­inn brotið gegn jafn­rétt­islög­um.

Vonar að bank­inn fari að lands­lögum

Gunn­hildur Arna sagði í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í vik­unni að hún hefði kosið ann­ars konar athygli en að hún hafi farið þessa leið, að kæra ferlið, í þeirri von að úrskurð­ur­inn breyti starfi bank­ans og að fag­legt ráðn­ing­ar­ferli verið tekið upp innan hans. „Ég vona einnig að bank­anum vegni betur í ákvörð­unum sínum undir nýrri yfir­stjórn og fari að lands­lög­um. Ég vona að á kom­andi tímum verði fólk metið að verð­leik­um.“

Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2012 sem Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Öll brotin áttu sér stað áður en að Ásgeir Jóns­son, sem tók við emb­ætti seðla­banka­stjóra af Má Guð­munds­syni í ágúst 2019, tók við starf­inu.

Eftir sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um liðin ára­mót þá starfa nú þrír karlar á upp­lýs­inga­sviði bank­ans, Stefán Jóhann Stef­áns­son, sem er titl­aður rit­stjóri, Sig­urður Val­geirs­son, sem var upp­lýs­inga­full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Stefán Rafn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent