Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu

Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.

Seðlabanki Íslands Mynd: Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur haft sam­band við Gunn­hildi Örnu Gunn­ars­dótt­ur, sem kærði ráðn­ingu í nýja upp­lýs­inga­full­trúa­stöðu innan bank­ans til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Hún sótti um stöð­una en fékk ekki. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum var haft sam­band við Gunn­hildi Örnu eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­inn­ar, sem sagði að Seðla­bank­inn hefði brotið lög með því að snið­ganga mun hæf­ari konu, Gunn­hildi Örnu, við að skipa minna hæf­ari karl í starf­ið. Ekki kemur fram í svari Seðla­bank­ans hvort að hann hafi leitað sátta eða ætli að semja um greiðslu skaða­bóta. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu á mið­viku­dag að Seðla­bank­inn ætli að una nið­ur­stöð­unni. Í aðdrag­anda birt­ingar hennar var fyr­ir­spurn beint til bank­ans og hann spurður hvort hann ætl­aði að grípa til ein­hverra breyt­inga á verk­lagi sínu við ráðn­ingar í störf í ljósi þess að þetta var í þriðja sinn frá árinu 2012 sem að Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Þá barst ekki beint svar við þeirri spurn­ingu heldur sagð­ist bank­inn ætla að fara „yfir málið með það fyrir augum að tryggja að farið verði að þeim við­miðum sem um þetta gilda.  Annað er ekki hægt að segja að svo stödd­u.“

Í gær barst nýtt svar við fyr­ir­spurn­inni. Í því sagð­ist bank­inn að verk­ferlar í þessum efnum hafa verið styrktir í kjöl­far nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Mæl­an­legar hæfn­is­kröfur settar fram

Um er að ræða starf við nýsköpun í upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­starfi bank­ans sem aug­lýst var lausn umsóknar í apríl í fyrra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.

Þær hæfn­is­kröfur sem til­teknar voru í aug­lýs­ing­unni að leitað væri eftir voru eft­ir­far­andi: Háskóla­menntun sem nýt­ist í starfi; reynsla af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­un; góðir sam­skipta­hæfi­leik­ar; góð kunn­átta og rit­færni í íslensku og ensku; góð þekk­ing á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum er kost­ur; drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt. Alls sóttu 51 um starf­ið. Tveir drógu síðar umsókn sína til baka.

Í júní 2019 var greint frá því Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, þá frétta­maður hjá Sýn, hefði verið ráð­inn í starf­ið. 

Gunn­hildur Arna krafð­ist rök­stuðn­ings og ýmissa gagna í kjöl­farið og kærði loks ráðn­ing­ar­ferlið til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Hæf­ari á öllum mæl­an­legum sviðum

Hún komst að nið­ur­stöðu 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn en birti hana ekki fyrr en í byrjun lið­innar viku. Að mati kæru­nefnd­ar­innar stóð Gunn­hildur Arna framar Stef­áni Rafni í menntun og reynslu af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­um. Hún taldi Seðla­bank­ann ekki hafa tek­ist að sýna fram á að Stefán Rafn stæði henni framar varð­andi tungu­mála­kunn­áttu né þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uð­um. „Jafn­framt væri að mati kæru­nefnd­ar­innar nær­tæk­ast að álykta sem svo að kær­andi hafi staðið karl­inum framar varð­andi þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum í ljósi MBA-­mennt­unar henn­ar, enda hefur ekki verið sýnt fram á nokkuð um þekk­ingu eða reynslu karls­ins að þessu leyti sem gæti gert það að verkum að hann yrði met­inn skör hærra en kær­and­i.“

Auglýsing
Gunnhildur Arna stóð því framar í öllum hæfn­is­at­riðum sem voru mæl­an­leg. Í þeim hug­lægu þáttum sem taldir voru til í aug­lýs­ing­unni, sem voru sam­skipta­hæfi­leik­ar, drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt, taldi kæru­nefndin að Seðla­bank­inn hefði látið nægja að fjalla um hæfni þess sem ráð­inn var á fremur almennan hátt, einkum með vísan til þess að frammi­staða hans í við­tölum hafi verið mjög góð og umsagnir um hann hafi verið góð­ar. Sér­stak­lega þegar horft væri til þess að engra umsagna var leitað um Gunn­hildi Örnu auk þess sem frammi­staða Stef­áns Rafns í við­tölum gat ekki, án frek­ari rök­stuðn­ings um frammi­stöðu kær­anda, hróflað við þeirri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að ósannað telst að Gunn­hildur Arna hefði staðið Stef­áni Rafni að baki í við­tali. 

Að end­ingu til­tók kæru­nefndin í nið­ur­stöðu sinni að Gunn­hildi Örnu hafi ekki verið gef­inn kostur á að þreyta verk­efni sem Stef­áni Rafni og tveimur öðrum umsækj­endum var falið að þreyta, en góð úrlausn hans á því var notuð til að rök­styðja ráðn­ing­una. „Er því ekki unnt að draga þá ályktun að heild­stæður sam­an­burður hafi í raun farið fram af hálfu kærða á kær­anda og þeim karli sem starfið hlaut, enda þótt hlut­lægir þættir hafi bent til þess að hún stæði karl­inum fram­ar.“

Það var því nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála að Seðla­bank­inn hefði ekki getað sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hefði legið til grund­vallar ákvörðun um ráðn­ingu í starf upp­lýs­inga­full­trúa á sviði alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra. Með því hefði Seðla­bank­inn brotið gegn jafn­rétt­islög­um.

Vonar að bank­inn fari að lands­lögum

Gunn­hildur Arna sagði í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í vik­unni að hún hefði kosið ann­ars konar athygli en að hún hafi farið þessa leið, að kæra ferlið, í þeirri von að úrskurð­ur­inn breyti starfi bank­ans og að fag­legt ráðn­ing­ar­ferli verið tekið upp innan hans. „Ég vona einnig að bank­anum vegni betur í ákvörð­unum sínum undir nýrri yfir­stjórn og fari að lands­lög­um. Ég vona að á kom­andi tímum verði fólk metið að verð­leik­um.“

Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2012 sem Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Öll brotin áttu sér stað áður en að Ásgeir Jóns­son, sem tók við emb­ætti seðla­banka­stjóra af Má Guð­munds­syni í ágúst 2019, tók við starf­inu.

Eftir sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um liðin ára­mót þá starfa nú þrír karlar á upp­lýs­inga­sviði bank­ans, Stefán Jóhann Stef­áns­son, sem er titl­aður rit­stjóri, Sig­urður Val­geirs­son, sem var upp­lýs­inga­full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Stefán Rafn.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent