Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen

Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur hafnað ósk Sig­ríðar And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, um að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sínum í máli sem rekið er fyrir yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins vegna skip­unar dóm­ara í Lands­rétt.

Frá þessu greindi RÚV í dag, en Sig­ríður segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að hún hafi talið nauð­syn­legt að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi, þegar hún hafi séð grein­ar­gerð frá Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni hrl., sem er lög­maður stefn­andi í mál­inu. „Þegar ég sá grein­ar­gerð stefn­anda í mál­inu, ef svo má að orði kom­ast, sem ég sá ekki fyrr en undir lok des­em­ber, að það voru sett­ar fram á hendur mér ásak­anir um sak­næma hátt­sem­i þannig að ég gat ekki látið hjá líða að koma á fram­færi svari við þeim ásök­un­um,“ er haft eftir Sig­ríði í frétt RÚV.

Efri deild Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu ákvað í sept­em­ber að taka hið svo­­kall­aða Lands­rétt­­ar­­mál fyr­­ir.

Auglýsing

Alls munu fimm dóm­­arar taka málið til umfjöll­un­­ar. 

Dóm­­­stóll­inn felldi dóm sinn í mál­inu 12. mars síð­­­ast­lið­inn. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­­­sen, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra, og Alþingi á sig áfell­is­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. 

Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­­­­­sýslu­lög með því að breyta list­­­­­anum um til­­­­­­­­­nefnda dóm­­­­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­­­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­­­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­­­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­­­­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­­­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dag­inn eftir dóm­inn og óvissa ríkir um starf­­­­­semi milli­­­­­­­­­dóm­­­­­stigs­ins vegna dóms­ins.

Íslenska ríkið ákvað í apríl í fyrra að áfrýja þeirri nið­­­ur­­­stöðu og beina því til efri deildar dóms­ins að taka málið aftur fyr­­­ir. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent