Eignir innlánsstofnana námu 3.778,3 milljörðum króna í lok desember og lækkuðu um 64,3 milljarða frá mánuðinum á undan.
Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands, sem birtar voru í dag.
Innlendar eignir innlánsstofnana námu 3.413,6 milljörðum og lækkuðu um 27,6 milljarða í mánuðinum.
Erlendar eignir námu 364,7 milljörðum og lækkuðu um 36,8 milljarða í mánuðinum.
Innlendar skuldir voru 2.480,1 milljarðar króna. og lækkuðu um 17,8 milljarða króna í mánuðinum. Erlendar skuldir námu 667 milljörðum króna og lækkuðu um 47,9 milljarða í desember.
Eigið fé innlánsstofnana nam 631,2 milljarði í lok desember og hækkaði um 1,3 ma.kr. í mánuðinum.
Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 225 milljónum króna í desember, þar af eru verðtryggð lán að frádregnum uppgreiðslum -2,6 ma.kr., óverðtryggð lán -7,2 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 9 milljörðum króna og eignarleiga einum milljarði króna.