Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks

Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.

Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra leggi fram frum­varp til laga um launa­sjóð fyr­ir­ a­f­rek­s­í­þrótta­fólk. Til­gangur sjóðs­ins verði að auka fjár­hags­legt örygg­i a­f­rek­s­í­þrótta­fólks og auka mögu­leika þess á að helga sig íþrótta­iðkun sinni.

Til­gang­ur ­launa­sjóðs­ins yrði að skapa afrek­s­í­þrótta­fólki í land­inu fjár­hags­legan grund­völl til iðk­unar á íþrótt sinni. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að horfa ­mætti til launa­sjóðs stór­meist­ara í skák og launa­sjóða lista­manna, þar sem ­starfs­laun eru greidd umsækj­endum að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

„Með því að greiða afrek­s­í­þrótta­fólki starfs­laun aukast rétt­ind­i og öryggi þess,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Mik­il­vægt sé að við und­ir­bún­ing og við útfærslu starfs­launa­sjóðs afrek­s­í­þrótta­fólks verði unnið náið með Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands og sveit­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

 „Ár­ang­ur ­í­þrótta­fólks okkar hefur vakið athygli um heim all­an. Við eigum afreks­fólk í fjöl­mörgum íþrótta­greinum sem hefur aukið hróður Íslands á Ólymp­íu­leik­um, heims­meist­ara­mótum og Evr­ópu­mót­um. Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja að tíma­bært sé að stjórn­völd styðji betur við íslenskt íþrótta­fólk, fyr­ir­myndir æsku lands­ins.“

 Af­rek­s­í­þrótta­fólk á Íslandi gaf frá sér yfir­lýs­ingu varð­andi kjör sín í des­em­ber 2019. Þar seg­ir: „Eftir íþrótta­fer­il­inn stendur margt íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk uppi með­ skuldir á bak­inu og rétt­inda­laust. Afrek­s­í­þrótta­fólk hefur ekki líf­eyr­is­rétt­indi, stétt­ar­fé­lags­að­ild, atvinnu­leys­is­bæt­ur, aðgengi að sjúkra- og ­starfs­mennta­sjóði, né rétt­indi til fæð­ing­ar­or­lofs svo eitt­hvað sé nefn­t.“ Í skýrslu vinnu­hóps frá 2017 um end­ur­skoðun á reglum afreks­sjóðs ÍSÍ er t.d. fjallað um mik­il­vægi þess að afrek­s­í­þrótta­fólk geti ein­beitt sér að æfingum og keppni sam­hliða því að njóta lág­marks­tekna vegna fram­færslu og nauð­syn­legra ­út­gjalda: „Bjóða þarf upp á beina styrki til íþrótta­manna í formi mán­að­ar­legra „fram­færslu­styrkja“ þar sem íþrótta­mað­ur­inn hefur fullan ráð­stöf­un­ar­rétt á tekj­un­um.“

Standa aðeins undir beinum kostn­aði

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar segja að af þessum orðum megi „glögg­t ­sjá að þeir styrkir sem afrek­s­í­þrótta­fólki hefur staðið til boða hafa iðu­lega verið not­aðir í beinan kostnað íþrótta­fólks­ins vegna þátt­töku á alþjóð­leg­um ­mótum erlendis en ekki fram­færslu á æfinga­tíma“.

 Af­rek­s­í­þrótta­fólk á þess kost að sækja um styrki frá afreks­sjóði ÍSÍ en meg­in­hlut­verk a­f­reks­sjóðs­ins við upp­bygg­ingu afrek­s­í­þrótta á Íslandi er að styðja sér­sam­bönd fjár­hags­lega og með því íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk við að ná árangri í al­þjóð­legri keppni. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar benda á að þessir styrkir til­ a­f­rek­s­í­þrótta­fólks eru eini opin­beri stuðn­ing­ur­inn sem það hefur kost á að nýta ­sér til þess að fjár­magna keppn­is- og æfinga­ferðir en fjár­hæðir eru af þeim ­toga að lítið standi eftir þegar beinn kostn­aður hefur verið greidd­ur.

„Slíkir styrkir eru ekki skil­greindir sem laun og því set­ur ­form­ið, sem og fjár­hæðir styrkja, afrek­s­í­þrótta­fólk í erf­iða stöðu og leið­ir oftar en ekki til þess að það þarf að sinna laun­uðum störfum með­fram æfing­um til að fjár­magna sig á meðan keppi­nautar þeirra erlendis geta helgað sig íþrótt sinn­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Þar með stendur íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk ekki jafn­fætis þeim sem eru helstu keppi­nautar þeirra á heims­vís­u. A­f­rek­s­í­þrótta­fólk hefur margoft bent á að það sé erfitt að keppa á heims­mæli­kvarða án launa og rétt­inda. Með til­lög­unni er ætl­unin að bregð­ast við þess­ari stöð­u.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent