Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks

Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.

Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra leggi fram frum­varp til laga um launa­sjóð fyr­ir­ a­f­rek­s­í­þrótta­fólk. Til­gangur sjóðs­ins verði að auka fjár­hags­legt örygg­i a­f­rek­s­í­þrótta­fólks og auka mögu­leika þess á að helga sig íþrótta­iðkun sinni.

Til­gang­ur ­launa­sjóðs­ins yrði að skapa afrek­s­í­þrótta­fólki í land­inu fjár­hags­legan grund­völl til iðk­unar á íþrótt sinni. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að horfa ­mætti til launa­sjóðs stór­meist­ara í skák og launa­sjóða lista­manna, þar sem ­starfs­laun eru greidd umsækj­endum að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

„Með því að greiða afrek­s­í­þrótta­fólki starfs­laun aukast rétt­ind­i og öryggi þess,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Mik­il­vægt sé að við und­ir­bún­ing og við útfærslu starfs­launa­sjóðs afrek­s­í­þrótta­fólks verði unnið náið með Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands og sveit­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

 „Ár­ang­ur ­í­þrótta­fólks okkar hefur vakið athygli um heim all­an. Við eigum afreks­fólk í fjöl­mörgum íþrótta­greinum sem hefur aukið hróður Íslands á Ólymp­íu­leik­um, heims­meist­ara­mótum og Evr­ópu­mót­um. Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja að tíma­bært sé að stjórn­völd styðji betur við íslenskt íþrótta­fólk, fyr­ir­myndir æsku lands­ins.“

 Af­rek­s­í­þrótta­fólk á Íslandi gaf frá sér yfir­lýs­ingu varð­andi kjör sín í des­em­ber 2019. Þar seg­ir: „Eftir íþrótta­fer­il­inn stendur margt íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk uppi með­ skuldir á bak­inu og rétt­inda­laust. Afrek­s­í­þrótta­fólk hefur ekki líf­eyr­is­rétt­indi, stétt­ar­fé­lags­að­ild, atvinnu­leys­is­bæt­ur, aðgengi að sjúkra- og ­starfs­mennta­sjóði, né rétt­indi til fæð­ing­ar­or­lofs svo eitt­hvað sé nefn­t.“ Í skýrslu vinnu­hóps frá 2017 um end­ur­skoðun á reglum afreks­sjóðs ÍSÍ er t.d. fjallað um mik­il­vægi þess að afrek­s­í­þrótta­fólk geti ein­beitt sér að æfingum og keppni sam­hliða því að njóta lág­marks­tekna vegna fram­færslu og nauð­syn­legra ­út­gjalda: „Bjóða þarf upp á beina styrki til íþrótta­manna í formi mán­að­ar­legra „fram­færslu­styrkja“ þar sem íþrótta­mað­ur­inn hefur fullan ráð­stöf­un­ar­rétt á tekj­un­um.“

Standa aðeins undir beinum kostn­aði

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar segja að af þessum orðum megi „glögg­t ­sjá að þeir styrkir sem afrek­s­í­þrótta­fólki hefur staðið til boða hafa iðu­lega verið not­aðir í beinan kostnað íþrótta­fólks­ins vegna þátt­töku á alþjóð­leg­um ­mótum erlendis en ekki fram­færslu á æfinga­tíma“.

 Af­rek­s­í­þrótta­fólk á þess kost að sækja um styrki frá afreks­sjóði ÍSÍ en meg­in­hlut­verk a­f­reks­sjóðs­ins við upp­bygg­ingu afrek­s­í­þrótta á Íslandi er að styðja sér­sam­bönd fjár­hags­lega og með því íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk við að ná árangri í al­þjóð­legri keppni. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar benda á að þessir styrkir til­ a­f­rek­s­í­þrótta­fólks eru eini opin­beri stuðn­ing­ur­inn sem það hefur kost á að nýta ­sér til þess að fjár­magna keppn­is- og æfinga­ferðir en fjár­hæðir eru af þeim ­toga að lítið standi eftir þegar beinn kostn­aður hefur verið greidd­ur.

„Slíkir styrkir eru ekki skil­greindir sem laun og því set­ur ­form­ið, sem og fjár­hæðir styrkja, afrek­s­í­þrótta­fólk í erf­iða stöðu og leið­ir oftar en ekki til þess að það þarf að sinna laun­uðum störfum með­fram æfing­um til að fjár­magna sig á meðan keppi­nautar þeirra erlendis geta helgað sig íþrótt sinn­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Þar með stendur íslenskt afrek­s­í­þrótta­fólk ekki jafn­fætis þeim sem eru helstu keppi­nautar þeirra á heims­vís­u. A­f­rek­s­í­þrótta­fólk hefur margoft bent á að það sé erfitt að keppa á heims­mæli­kvarða án launa og rétt­inda. Með til­lög­unni er ætl­unin að bregð­ast við þess­ari stöð­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent