Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots

Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.

íslenskar krónur
Auglýsing

Nefnd um rann­sókn og sak­sókn skatta­laga­brota, sem skipuð var síð­ast­liðið vor hefur skilað frá sér skýrslu. Nefnd­inni var falið að greina þær kröfur sem leiða af dómum mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í tengslum við rann­sókn og sak­sókn skatta­laga­brota og móta afstöðu til þeirra breyt­inga sem þarf að ráð­ast í til að mæta þeim kröf­um. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Helstu nið­ur­stöður nefnd­ar­innar eru í fyrsta lagi að hætt verði að beita álagi við end­ur­á­kvörðun skatta þegar mál fer í refsi­með­ferð, en um svo­kall­aða sænsku leið er að ræða. Þegar um skatt­skil ein­stak­linga ræðir verði ekki hvoru tveggja beitt álagi og annarri refs­ingu vegna sama skatta­laga­brots. Til þess að svo verði þurfi að breyta ákvæðum við­eig­andi skatta­laga.

Í öðru lagi að aukin verði sam­vinna þeirra stofn­ana sem rann­saka brot gegn skatta­lög­um, eftir atvikum með breyt­ingu laga um með­ferð saka­mála og setn­ingu reglna á þeim grund­velli. Í þriðja lagi að stefnt verði að því að tryggja frek­ari efn­is­lega og tíma­lega sam­þætt­ingu við rann­sókn og ákæru­með­ferð skatta­laga­brota. Kannað verði nánar hvort því verði náð með sam­ein­ingu stofn­ana.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­anna kemur fram að nú þegar hafi fjár­mála­ráð­herra lagt fram frum­varp til breyt­inga á ýmsum skatta­lög­um, sem miði að því að horfið verði tíma­bundið frá beit­ingu álags á und­an­dregna skatt­stofna í þeim málum sem fara í far­veg refsi­með­ferð­ar. Með því móti sé strax brugð­ist við þeim vanda sem er til staðar í kerf­inu meðan unnið verði að var­an­legum breyt­ingum á skatt­rann­sóknum á þessu sviði.

Skipa vinnu­hóp

Í ljósi þess­ara nið­ur­staðna hafa Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra því ákveðið að skipa vinnu­hóp til að útfæra til­lögur nefnd­ar­innar í formi frum­varps, þar sem lagðar verði til þær breyt­ingar á efn­is­regl­um, stofna­na­upp­bygg­ingu og sam­starfi sem dugi til þess að tvö­földum refs­ingum verði ekki beitt í þessum mála­flokki.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson

Vinnu­hóp­inn skipa Ása Ólafs­dótt­ir, sem er for­mað­ur, Hin­rika Sandra Ingi­mund­ar­dótt­ir, lög­fræð­ingur í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og Ingi­björg Helga Helga­dótt­ir, lög­fræð­ingur í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

Vinnu­hópnum verður falið að eiga í nánu sam­ráði við hlut­að­eig­andi stofn­an­ir, þ.e. Skatt­inn, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, rík­is­sak­sókn­ara og hér­aðs­sak­sókn­ara.

Áætlað er að frum­varp verði til­búið og lagt fram á haust­þingi 2020. Í kjöl­farið af því taki við vinna við að fara með frum­varpið í gegnum Alþingi og und­ir­bún­ingur haf­inn við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar innan kerf­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent