Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots

Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.

íslenskar krónur
Auglýsing

Nefnd um rann­sókn og sak­sókn skatta­laga­brota, sem skipuð var síð­ast­liðið vor hefur skilað frá sér skýrslu. Nefnd­inni var falið að greina þær kröfur sem leiða af dómum mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í tengslum við rann­sókn og sak­sókn skatta­laga­brota og móta afstöðu til þeirra breyt­inga sem þarf að ráð­ast í til að mæta þeim kröf­um. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Helstu nið­ur­stöður nefnd­ar­innar eru í fyrsta lagi að hætt verði að beita álagi við end­ur­á­kvörðun skatta þegar mál fer í refsi­með­ferð, en um svo­kall­aða sænsku leið er að ræða. Þegar um skatt­skil ein­stak­linga ræðir verði ekki hvoru tveggja beitt álagi og annarri refs­ingu vegna sama skatta­laga­brots. Til þess að svo verði þurfi að breyta ákvæðum við­eig­andi skatta­laga.

Í öðru lagi að aukin verði sam­vinna þeirra stofn­ana sem rann­saka brot gegn skatta­lög­um, eftir atvikum með breyt­ingu laga um með­ferð saka­mála og setn­ingu reglna á þeim grund­velli. Í þriðja lagi að stefnt verði að því að tryggja frek­ari efn­is­lega og tíma­lega sam­þætt­ingu við rann­sókn og ákæru­með­ferð skatta­laga­brota. Kannað verði nánar hvort því verði náð með sam­ein­ingu stofn­ana.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­anna kemur fram að nú þegar hafi fjár­mála­ráð­herra lagt fram frum­varp til breyt­inga á ýmsum skatta­lög­um, sem miði að því að horfið verði tíma­bundið frá beit­ingu álags á und­an­dregna skatt­stofna í þeim málum sem fara í far­veg refsi­með­ferð­ar. Með því móti sé strax brugð­ist við þeim vanda sem er til staðar í kerf­inu meðan unnið verði að var­an­legum breyt­ingum á skatt­rann­sóknum á þessu sviði.

Skipa vinnu­hóp

Í ljósi þess­ara nið­ur­staðna hafa Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra því ákveðið að skipa vinnu­hóp til að útfæra til­lögur nefnd­ar­innar í formi frum­varps, þar sem lagðar verði til þær breyt­ingar á efn­is­regl­um, stofna­na­upp­bygg­ingu og sam­starfi sem dugi til þess að tvö­földum refs­ingum verði ekki beitt í þessum mála­flokki.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson

Vinnu­hóp­inn skipa Ása Ólafs­dótt­ir, sem er for­mað­ur, Hin­rika Sandra Ingi­mund­ar­dótt­ir, lög­fræð­ingur í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og Ingi­björg Helga Helga­dótt­ir, lög­fræð­ingur í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

Vinnu­hópnum verður falið að eiga í nánu sam­ráði við hlut­að­eig­andi stofn­an­ir, þ.e. Skatt­inn, skatt­rann­sókn­ar­stjóra, rík­is­sak­sókn­ara og hér­aðs­sak­sókn­ara.

Áætlað er að frum­varp verði til­búið og lagt fram á haust­þingi 2020. Í kjöl­farið af því taki við vinna við að fara með frum­varpið í gegnum Alþingi og und­ir­bún­ingur haf­inn við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar innan kerf­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent