Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun

Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.

Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Auglýsing

Að vera ein­stak­ur, einn sinnar teg­und­ar, er stundum sagt til­ að slá fram­úr­skar­andi fólki gull­hamra. Þegar þetta orða­lag var notað um nas­hyrn­ing­inn Súdan var mein­ingin öllu bók­staf­legri. Hann var síð­asta karl­dýr norð­læga hvíta nas­hyrn­ings­ins í gjör­vallri ver­öld­inni. Er hann dró and­ann í síð­asta sinn fyrir tveimur árum mátti nán­ast heyra jarð­ar­búa and­varpa í upp­gjöf.

Hann var far­inn. Sá síð­asti. Mann­fólkið hafði útrýmt deili­teg­und nas­hyrn­inga sem komu fyrst  fram á sjón­ar­sviðið fyrir um 50 millj­ónum ára. Teg­und sem hafði eins og allt annað sem lifir haft sínu mik­il­væga hlut­verki að gegna í vist­kerf­in­u. 

Auglýsing

En ver­andi vel yfir tonn á þyngd, stand­andi á beit bróð­ur­part­inn úr sól­ar­hringnum og eign­ast aðeins eitt afkvæmi í einu og það á nokk­urra ára fresti, var ekki bein­línis styrkur þegar menn­irnir hófu að ­þrengja að búsvæðum nas­hyrn­inga í Afr­íku, vopn­aðir byssum og lás­bog­um. 

Stund­um voru þeir ein­fald­lega fyr­ir. Seinna komst sú þjóð­saga á kreik að úr horn­um þeirra mætti vinna frygð­ar­lyf.  Og það var gert. Í stórum stíl. Þótt ítrekað væri bent á með­ ­rann­sóknum að sama efni væri í nas­hyrn­ings­hornum og nöglum manna. Það er því ­jafn kynörvandi að naga á sér tánegl­urnar og gleypa mulið nas­hyrn­ings­horn.

Og þá voru eftir tveir

Áður en Súdan kvaddi þennan heim, 45 ára og því sadd­ur líf­daga, hafði hans verið gætt af vopn­uðum vörðum í friðlandi í Ken­ía. Þangað hafði hann verið fluttur úr dýra­garði í Tékk­landi. Hann var eft­ir­sótt­ur, veiði­þjófar ásæld­ust horn hans. Í friðland­inu hafði verið reynt án ár­ang­urs að koma honum til fylgilags við kven­dýr. Eftir dauða hans eru aðeins t­veir nas­hyrn­ingar af deili­teg­und­inni á lífi í heim­inum og þeir eru báðir kven­kyns, ­mæðgurnar Najin og Fatu.

En vonin var ekki öll úti. Í ágúst á síð­asta ári urð­u ­merki­leg tíma­mót er vís­inda­menn söfn­uðu egg­frumum úr kven­dýr­unum tveimur og frjóvg­uðu þau á rann­sókn­ar­stofu með sæði sem þeir höfðu varð­veitt úr Súdan og þrem­ur öðrum karl­dýr­um. Til urðu í fyrsta sinn tveir fóst­ur­vísar að norð­lægum hvít­u­m nas­hyrn­ing­um. Þessi aðgerð var svo end­ur­tekin í des­em­ber síð­ast­liðnum og um jólin tókst að búa til enn einn fóst­ur­vís­inn.

View this post on Instagram

Photo by @amivitale. A consortium of sci­ent­ists from Leibniz Institute for Zoo and Wild­life Res­e­arch (@leibn­izizw) #Avan­tea, @OlPejeta Conservancy, @KenyaWild­lifeS­ervice and @SafariPark­Dvur­Kra­love cond­uct the second ever pickup of immat­ure egg cells (oocyt­es) on the last two northern white rhinos on the planet, Najin and Fatu. The oocytes were tran­sported immedi­ately to the Avan­tea Laboratory in Italy where they were incubated, mat­ured and fer­til­ized. One viable embryo was created. That embryo joins the two others created this past Aug­ust. Cur­rent­ly, they are stored in liquid nitrogen. The plan is to attempt a trans­fer into a sur­rogate southern white rhino mother this year.. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Human­ity is now one step closer to sav­ing this anci­ent species from certain ext­inct­ion, thanks to the work of this incredi­ble team. Learn more, inclu­ding how to get invol­ved, by foll­owing @BioR­escue_Project and click­ing on the link in my profile. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @bmbf.bund @leibnizgemeinschaft @MinistryOfTourism­And­Wild­lifeKE @nat­geo @nat­geoima­gecollect­ion @thephotosoci­ety @ni­konusa @pho­tography.­for.­good #NorthernWhiteR­hinos #ni­konambassa­dor #northernwhiter­hinos #dont­lett­hemd­isapp­ear #ni­konnofilter #ni­kon­love #kenya #rhinos #sa­ver­hinos

A post shared by Ami Vitale (@a­mivita­le) onÞetta eykur mjög svo lík­urnar á því að bjarga meg­i ­teg­und­inni frá algjörri útrým­ingu. Til stendur að end­ur­taka egg­heimt­una úr Na­jin og Fatu nokkrum sinnum í við­bót áður en þær verða of gaml­ar.

Fatu og Najin búa í Ol Pejeta-friðland­inu í Kenía þar sem Súdan eyddi sínum síð­ustu árum. Til að sækja eggin þarf að svæfa þær og um leið og aðgerðin er afstaðin er flogið með kyn­frum­urnar á rann­sókn­ar­stofu á Ítal­íu.

Um jólin tókst að frjóvga eitt eggja Fatu. Sæðið var úr nas­hyrn­ingnum Suni sem drapst árið 2014.  Fóst­ur­vísir­inn er nú geymdur í kæli á rann­sókn­ar­stof­unni ítölsku í fljót­andi köfn­un­ar­efn­i á­samt fóst­ur­vís­unum tveimur sem urðu til síð­asta haust.

Fósturvísarnir þrír eru nú geymdir á rannsóknarstofu á Ítalíu.

Najib Bala­la, ráð­herra nátt­úru- og ferða­mála í Ken­ía, seg­ir ­rík­is­stjórn­ina mjög ánægða með hvernig til hefur tek­ist. Verk­efnið er styrkt af ­stjórn­völdum þar í landi og að því koma vís­inda­menn frá Ken­ía, Tékk­land­i, Þýska­landi og Ítal­íu. „Ég hvet vís­inda­menn­ina til að halda áfram að þró­a ­tækn­ina og upp­finn­ing­arn­ar, ekki aðeins svo að hægt verði að bjarga þess­ari ­dýra­teg­und heldur einnig öðrum sem standa frammi fyrir sam­bæri­legri ógn,“ sagð­i Balala.

En hvert verður fram­hald­ið? Hver verða örlög fóst­ur­vísanna?

Svörin við þessum spurn­ingum eru nokkuð óvenju­leg. Norð­læg­u, hvítu nas­hyrn­ing­arnir tveir sem eftir lifa eru komnir af léttasta skeiði og því er stefnt að því að setja fóst­ur­vís­ana upp í annarri deili­teg­und hvítra nas­hyrn­inga, hinni suð­lægu. Um óvenju­lega stað­göngu­mæðrun verður því sann­ar­lega að ræða. 

Und­ir­bún­ing­ur að þeim kafla björg­un­ar­að­gerð­ar­innar er þegar haf­inn. Valin verð­ur­ ­stað­göngu­móðir úr  hópi kven­dýra hvíta, suð­læga nas­hyrn­ings­ins í Ol Pejeta-friðland­inu og von­ast er til að hin kven­dýrin styðj­i við upp­eld­ið, ef þar að kem­ur, með nær­veru sinni.

Stúlka snertir styttu af nashyrningnum Súdan í New York.

Hin suð­læga teg­und, sem kalla má frænku hinnar norð­lægu, er einnig á válista líkt og allar aðrar nas­hyrn­ings­teg­undir heims­ins. Á síð­asta ári var því ákaft fagnað er nas­hyrn­ings­kýrin Vikt­oría í dýra­garð­inum í San Di­ego fæddi kálf sem get­inn var með tækni­frjóvg­un. Það jók von vís­inda­manna að hin mik­il­væga en vanda­sama aðgerð að bjarga hinni norð­lægu teg­und frá útrým­ing­u væri fram­kvæm­an­leg.  

Enn eru þó ýmis ljón í veg­in­um. Að búa til fóst­ur­vís­ana er að­eins eitt skref á langri leið að settu mark­miði. Tak­ist að koma fóst­ur­vís­un­um ­upp er alls óvíst að með­gangan, sem tekur heila átján mán­uði, heppn­ist vel. Einnig er ljóst að ekki verður hægt að við­halda heilli teg­und alfarið með­ kyn­frumum tveggja kven­dýra og fjög­urra karl­dýra.

Gangi áætlanir vísindamannanna eftir gæti norðlægur hvítur nashyrningskálfur fæðst fyrir árið 2022.

Vís­inda­menn­irnir ætla því líka að freista þess að búa til­ kyn­frumur úr stofn­frumum sem safnað var úr tólf norð­læg­um, hvítum nas­hyrn­ing­um áður en þeir drápust. Þeir segja að til­raun­irnar allar séu mik­il­vægar og þarfar til að bjarga teg­undum í útrým­ing­ar­hættu seinna meir en minna á að besta leið­in til að við­halda teg­und sé að auka lífs­gæði henn­ar, hætta veiðum og ágangi að ­bú­svæð­um.

Bjart­sýni vís­inda­mann­anna er það mikil á þess­ari stundu að þeir von­ast til að velja stað­göngu­móður úr hópi suð­lægu, hvítu nas­hyrn­ing­anna bráð­lega og setja fóst­ur­vís­ana upp á þessu ári. Gangi allt að óskum gæti því ­lít­ill nas­hyrn­ingskálf­ur, af norð­lægu, hvítu deili­teg­und­inni, dregið and­ann í fyrsta sinn fyrir árið 2022.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent