Ólíkar skoðanir á því að greiða út persónuafslátt

Hugmyndir um að greiða út persónuafslátt voru viðraðar á Alþingi í vikunni en sitt sýnist hverjum um málið. Þingflokksformaður Pírata lagði til að tala frekar um „persónuarð“.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Sér­stök umræðu var á Alþingi í vik­unn­i um að greiða út per­sónu­af­slátt en máls­hefj­andi var Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata. Hún telur að slík aðgerð gæti orðið náms­mönnum og hinum lægst settu í sam­fé­lag­inu til góðs. ­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, telur þetta aftur á móti ekki góða hug­mynd, hún myndi meðal ann­ars hafa nei­kvæða hvata á vilja fólks til að vinna. 

Hall­dóra benti á í ræðu sinni að per­sónu­af­sláttur frá tekju­skatti hefði nú verið við lýði í rúm­lega 30 ár. Hann hefði reynst mjög gott tæki til að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem minnstar tekjur hafa og aukið tæki­færi lág­tekju­fólks.

„Aftur á móti hafa þeir sem engar tekjur hafa ekki notið góðs af per­sónu­af­slætti, enda engar tekjur til að veita afslátt af. Þrátt fyrir að hljóma mis­vísandi, þá er það engu að síður hægt. Slíkt má gera með því að greiða út til ein­stak­linga þá fjár­hæð per­sónu­af­sláttar sem við­kom­andi nýtir sér ekki í hverjum mán­uði. Slík útgreiðsla á ónýttum per­sónu­af­slætti – öðru nafni nei­kvæður tekju­skattur – myndi hér á Íslandi sér­stak­lega nýt­ast ungu fólki og náms­mönn­um, sem margir hverjir afla lít­illa tekna en safna í stað þess skuldum í formi náms­lána,“ sagði hún­. 


Auglýsing

Hætta að láta sig ein­göngu dreyma og raun­gera hug­mynd­ir


Hall­dóra benti jafn­framt á að sífellt ykjust kröfur til barna og ung­menna á Íslandi. Þar sem áður hefði dugað að vera með stúd­ents­próf þyrfti nú að minnsta kosti eina háskóla­gráðu, helst tvær. Slíkt tæki auð­vitað mörg ár, ár þar sem við­kom­andi ein­stak­lingur væri tekju­laus, eða í besta falli mjög tekju­lít­ill. Sam­hliða háskóla­námi hlæð­ust upp náms­lán, og þrátt fyrir að full­víst væri að þau þurfi að borga til baka væri alls ekki á vísan að róa með örugga atvinnu að loknu námi. Allt þetta ylli streitu og van­líð­an.
 

„Ef náms­mönnum væri greiddur út ónýttur per­sónu­af­sláttur á meðan námi stæði gætu ein­hverjir þeirra mögu­lega tekið lægri náms­lán eða hrein­lega bara látið enda ná sam­an. Ein­hverjir munu hins vegar nýta tæki­færið sem svona örygg­is­net veitir til að hætta að láta sig ein­göngu dreyma og raun­gera hug­myndir sín­ar. Einnig mun þessi hóg­væra upp­hæð geta haft áhrif á hvenær fólk ákveður að stofna fjöl­skyldu og eign­ast börn að loknu námi,“ sagði hún.

Allt væru þetta atriði sem talin eru þjóð­fé­lagi til tekna í nýjum vel­sæld­ar­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.


Gæti breytt stöðu þeirra verst stöddu

„En útgreiddur ónýttur per­sónu­af­sláttur nýt­ist ekki bara náms­mönn­um. Atvinnu­líf um allan heim er að þró­ast í þá átt að fólk ræður sig til ein­stakra verk­efna frekar en í fasta laun­aða vinnu. Það veitir atvinnu­rek­endum auk­inn sveigj­an­leika, en er ekki beint fallið til að auka öryggi starfs­fólks­ins sem um ræð­ir. Það gerir það hins vegar að verkum að upp munu koma til­vik þar sem fólk missir út tekjur í stuttan tíma og gæti þessi aðgerð hjálpað til við að brúa þau tíma­bil,“ sagði hún. 
 

Krafan um símenntun væri einnig komin til að vera og myndi ein­göngu aukast á næstu miss­er­um. Með þess­ari aðgerð yrði fólki gert auð­veld­ara um vik til að sækja sér hana og efla sig í starf­i. 


Út­greiðsla ónýtts per­sónu­af­sláttar nýtt­ist þó ekki ein­göngu innan mennta­kerf­is­ins eða á atvinnu­mark­aði. Hluti öryrkja og þeirra sem búa við fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hefði svo lágar tekjur að þær næðu ekki upp í þá upp­hæð sem full­nýtir per­sónu­af­slátt­inn. Nei­kvæður tekju­skattur myndi geta breytt stöðu þeirra verst stöddu og það eitt og sér gerði þessa hug­mynd þess virði að láta á hana reyna. 


Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Myndi marg­falt borga sig 

„Þekkt er að það kostar pen­inga að búa til pen­inga. Þrátt fyrir að eiga upp­runa sinn í rekstri fyr­ir­tækja nær orða­til­tækið alveg jafn­vel yfir hið opin­bera. Það sem átt er við er að inn­viðir sem styrkja ein­stak­linga búa til betri ein­stak­linga sem munu skila meira til sam­fé­lags­ins til baka. Streita, áhyggjur af skuldum og sér­stak­lega glötuð tæki­færi frum­kvöðla sem aldrei náðu sér á flug kosta þjóð­fé­lagið gríð­ar­lega mik­ið,“ sagði Hall­dóra. 
 

Hún sagði enn fremur að þessi hug­mynd væri ekki ókeypis í fram­kvæmd, hún kost­aði um 10 millj­arða en grein­ingar sýndu að ávinn­ing­ur­inn yrði mun meiri. Eina leiðin til að kom­ast að því fyrir víst væri að láta af henni verða og mæla árang­ur­inn. Ef nið­ur­staðan yrði sparn­aður í heil­brigð­is­kerf­inu, aukin aðsókn í nám og aukin nýsköp­un, með til­heyr­andi stofnun nýrra fyr­ir­tækja, eins og rann­sóknir bentu til, þá myndi aðgerðin borga sig marg­falt til bak­a. 


Leggur til orðið „per­sónu­arð­ur“ 

Þing­mað­ur­inn aug­lýsti jafn­framt eftir nýju heiti yfir þessa hug­mynd sem þekk­ist nú sem nei­kvæður tekju­skatt­ur. „Eitt­hvað aðeins jákvæð­ara og fal­legra. Eftir að hafa lagt höf­uðið í bleyti datt mér í hug að ónýttur útgreiddur per­sónu­af­sláttur – annað ónot­hæft orð­skrípi – væri lík­lega best lýst með orð­inu per­sónu­arð­ur,“ sagði hún­. 



Þótt orðið per­sónu­arður væri nýtt þá væri hug­myndin hvorki ný né frum­leg. Hún væri ekki einu sinni dýr. „En engu að síður hefur aldrei verið á það reynt af alvöru hvort lág­marks­fram­færsla muni auka vel­sæld fólks­ins í land­inu. Í stað­inn hefur verið reynt að plástra upp í ein­staka göt glopp­ótts kerfis með aðgerðum sem annað hvort ná ekki utan um vanda­málið eða kosta meira í umsýslu en vanda­málið sjálft. Með breyttum atvinnu­hátt­um, snar­lækk­andi tryggð á vinnu­mark­aði og auk­inni kröfu um menntun og þekk­ingu gengur ekki að hið opin­bera ríg­haldi í gamlar kenni­setn­ingar og reyni að troða sam­fé­lag­inu í þann ramma. Því það er ekki nóg að tala bara fal­lega um fram­tíð­ina, við þurfum núna að fara að búa hana til! Og til þess þurfum við fjár­festa í fólki, því fólkið er fram­tíð­in,“ sagði hún að lok­um.

Fagn­aði umræð­unni

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra svar­aði Hall­dóru og sagð­ist fagna því að taka umræð­una í þing­inu. Þetta væri vissu­lega ekki algjör­lega ný hug­mynd en þau hefðu þó aldrei tekið hana til djúprar athug­un­ar. „En hér virð­ist útgangs­punkt­ur­inn vera sá að útgreiðsla ónýtts per­sónu­af­sláttar væri ekki sér­lega dýr aðgerð en að ávinn­ing­ur­inn væri mik­ill, sér­stak­lega fyrir ungt fólk og náms­menn.“ Hann benti á að úttekt frá árinu 2019 hefði ónýttur per­sónu­af­sláttur við álagn­ingu árs­ins verið 11,2 millj­arðar sem gæfi þá mynd af áhrifum þess­ara hug­mynda en hann taldi að þetta væru veru­legar fjár­hæð­ir. „Og því til við­bótar verður að telj­ast afar lík­legt að þessi breyt­ing myndi hafa til­tekna hvata í för með sér sem gætu orðið til þess að auka enn frekar á fjár­hags­legu áhrif­in.“

Hann sagði að einnig hefði komið fram í grein­ingu ráðu­neyt­is­ins að af þessum 11,2 millj­örðum þá væru það ríf­lega þrír millj­arðar sem ekki nýtt­ust hjá 16 og 17 ára ein­stak­ling­um. Alls um fimm millj­arðar sem væru hjá þeim sem eru undir tví­tugu. „Og vegna þess að hér er námið nefnt til sög­unnar vill ég láta þess getið hér að það liggur fyrir þing­inu frum­varp til breyt­inga á lána­sjóði íslenskra náms­manna sem felur í sér tölu­vert miklar breyt­ingar á stuðn­ingi stjórn­valda við náms­menn sem munu hafa veru­leg áhrif á kjör náms­manna til hins betra.“

Bjarni Benediktsson Mynd: Skjáskot/Alþingi

Myndi hafa nei­kvæða hvata á vilja fólks til vinnu

Bjarni sagði að rík­is­stjórnin væri í miðju verki að vinna úr ýmsum hug­myndum sem að öðru leyti væri beint sér­stak­lega að ungu fólki. Þar mætti nefna sér­stakan hús­næð­is­stuðn­ing, svo sem stuðn­ing við fyrstu kaup, auk þess sem áhrif skatt­kerf­is­breyt­inga sem tóku gildi um ára­mót­in, gagn­að­ist vænt­an­lega ungu fólki sem jafn­framt væri fremur tekju­lágt – enda væru þær aðgerðir sniðnar að þeim hópi og hefði meðal ann­ars verið byggt á úttekt sér­staks sér­fræði­hóps sem hefði ekki talið gagn­legt að fara í útgreiðslu á ónýttum per­sónu­af­slætti, sér­stak­lega vegna þess að það myndi leiða til svo hárra jað­ar­skatta. Þessir jað­ar­skattar yrðu þá sér­lega háir á fólk með lágar tekj­ur.

„Þetta myndi með öðrum orðum hafa mjög nei­kvæða hvata á vilja fólks til vinn­u,“ sagði hann. Þá taldi ráð­herr­ann að þessar hug­myndir Pírata væru í ætt við hug­myndir um borg­ara­laun og sagði hann að þeir sem fylgst hafa fylgst með þeim málum í til­raun ann­ars staðar hefði vænt­an­lega tekið eftir því að það hefði komið fram ýmsir van­kantar á slíkum hug­mynd­um.

Betra að lækka skatta

„Ef við viljum gera ráð­staf­anir hér upp á tíu, ell­efu eða tólf millj­arða þá í mínum huga ættum við ein­fald­lega að lækka skatt­ana. Ég skil ekki hvers vegna – þegar við höfum búið til kerfi sem segir við þá sem geta farið að vinna – að þau geti gert það skatt­laust vegna per­sónu­af­slátt­ar­ins að við ættum að ganga lengra heldur en það.“

Bjarni sagði að per­sónu­af­slátt­ar­kerfið ætti einmitt að nýt­ast náms­mönnum og ungu fólki vel. „Það dregur svo veru­lega úr árlegri skatt­byrði þessa hóps vegna þess að hann getur nýtt sum­ar­mán­uð­ina til vinnu og per­sónu­af­slátt­ur­inn tryggir að heild­ar­skatt­byrði árs­ins verður mun minni. Og ef það er eitt­hvað sem við þurfum á næstu árum þá er það að auka fram­leiðn­ina en ekki með því að senda fólki tékka heim og hvetja það til að fara ekki að vinna. Akkúrat öfugt við það sem við þurfum að gera á næstu árum.“

Að lokum sagð­ist hann ekki vera hrif­inn af hug­mynd­inni og að hægt væri að ráð­stafa slíkum fjár­munum með skyn­sam­legri hætti. „Og ég tel að við ættum almennt að byggja upp kerfin okkar þannig að það sé hvati til að fara að vinna og skapa verð­mæt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent