BSRB gefur ríki og sveitarstjórnum gula spjaldið

Ef ekki verður gengið til kjarasamninga við opinbera starfsmenn strax er næsta skrefið að boða til verkfalla sem geta lamað almannaþjónustuna, sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, á baráttufundi í dag.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

„Í dag eru liðnir tíu langir mán­uðir frá því kjara­samn­ing­arnir okkar runnu út. Í þessa tíu ­mán­uði hafa ríkið og sveit­ar­fé­lögin reynt að þreyta okkur og fá okkur til að ­falla frá ykkar kröfum um bætt kjör. Í tíu mán­uði höfum við haldið áfram bar­átt­unni og við erum hvergi nærri hætt.“

Á þessu orðum hóf Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, ávarp sitt á bar­áttufundi í Há­skóla­bíói sem hófst klukkan 17 í dag. Um sam­eig­in­legan fund  BS­RB, Banda­lags háskóla­manna (BHM) og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga (Fíh) er að ræða. Á sama tíma standa yfir bar­áttufundir félags­manna víða um land. Félögin krefj­ast þess nú að ríki og sveit­ar­fé­lög gangi taf­ar­laust til­ ­samn­inga við starfs­fólk sitt.

„Þol­in­mæð­in ­sem við áttum nóg af í byrjun apríl í fyrra er löngu þrot­in,“ sagði Sonja Ýr. „Mér­ er mis­boðið fyrir hönd félags­manna yfir þessum seina­gangi. Biðin eft­ir kjara­bótum er orðin allt of löng á meðan öll útgjöld eru að hækka. Við ætl­u­m ekki að láta bjóða okkur upp á það, að við­semj­endur okkar dragi lapp­irnar í kjara­við­ræð­un­um, dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mán­uð.“

Auglýsing

Vinnu­vikan verði stytt án kjara­skerð­inga

Hún sagði að í kjara­við­ræðum nú væri mark­mið BSRB að ná fram stórum kerf­is­breyt­ing­um. „Við krefj­umst þess að vinnu­vikan verði stytt án kjara­skerð­ingar og að laun verð­i ­jöfnuð milli opin­bera og almenna vinnu­mark­að­ar­ins.“ Sagði hún félagið koma vel und­ir­búið til leiks, með skýrar kröfur og leið­ir. Við samn­inga­borðið sé því hins vegar mætt með fálæti. Hún segir við­semj­endur hafa verið illa und­ir­búna og að skort hafi á samn­ings­vilj­ann.

Fjölmenni er á baráttufundinum í Háskólabíói.

„Ætlum við að sætta okkur við þessa stöðu? Eða eigum við að grípa til aðgerða til að snú­a ­stöð­unni okkur í hag, og knýja við­semj­endur til að sýna okkur þá lág­marks­virð­ingu, að semja við sitt starfs­fólk um kaup og kjör?“ spurði Sonja Ýr við­stadda í Háskóla­bíói.

Næsta skrefið að boða til verk­falla

Sagði hún­ op­in­bera starfs­menn í gegnum tíð­ina hafa þurft að berj­ast af hörku fyrir öll­u­m helstu kjara­bótum sem þeir hafa feng­ið. „Ef við þurfum að leggja í enn einn slag­inn til þess að ná mark­miðum okkar þá gerum við það.“

Sam­stað­an ­skipti sköpum og eng­inn skortur væri á henni.

„Nú gef­um við sveita­stjórnum og rík­is­stjórn­inni gula spjald­ið! Ef ekki verður gengið til­ kjara­samn­inga við opin­bera starfs­menn strax er næsta skrefið að boða til­ verk­falla sem geta lamað almanna­þjón­ust­una. Það er ekki staða sem við óskum okk­ur, en ef það reynir á okkar sterkasta vopn, þá munum við beita því.“

Tíu mán­uð­ir væru of langur tími og að ekki yrði beðið lengur heldur kraf­ist kjara­samn­inga strax. 

Sonja Ýr flytur ávarp á baráttufundinum í Háskólabíói.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent