Kvika ætlar að hagnast um allt að 2,7 milljarða en minnka eignir

Stjórn Kviku stefnir að því að arðsemi eigin fjár bankans verði á bilinu 15-18 prósent í ár. Það er minni arðsemi en var á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en umfram langtímamarkmið. Eignastýring er helsti tekjustraumurinn.

kvika banki
Auglýsing

Kvika banki ætlar að hagn­ast um 2,3 til 2,7 millj­arða króna á árinu 2020. Af­komu­á­ætlun Kviku banka fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir að hagn­aður á því ári hafi verið á bil­inu 2,5 til 2,8 millj­arðar króna fyrir skatta. Því má ætla að rekstur bank­ans verði á svip­uðu róli í ár og hann var í fyrra. Vert er að taka fram að í upp­hafi árs 2019 var afkomu­spá bank­ans tæpir tveir millj­arðar króna fyrir skatta en var breytt þrisvar á árinu, sam­an­lagt til umtals­verðrar hækk­un­ar.

Sam­kvæmt sam­þykktri rekstr­ar­á­ætlun stjórnar bank­ans fyrir árið mun arð­semi eigin fjár hans verða á bil­inu 15 til 18 pró­sent fyrir skatta, sem er umfram lang­tíma­mark­mið Kviku banka, en það er 15 pró­sent. Þetta er minni arð­semi en var á eigin fé Kviku banka á fyrst níu mán­uðum síð­asta árs þegar hún var 20,3 pró­sent. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands. 

Auglýsing
Ársreikningur Kviku fyrir árið 2019 hefur ekki verið birtur en mun verða gerður opin­ber 27. febr­úar næst­kom­andi. Stóru við­skipta­bank­arnir þrír munu birta sína árs­reikn­inga í vik­unum á und­an. Arð­­semi eig­in­fjár er mun hærri hjá Kviku en hjá Arion banka, Íslands­­­banka og Lands­­bank­an­um, þar sem hún hefur verið á bil­inu tvö til sjö pró­­sent, und­an­farin mis­s­eri. Nýleg afkomu­við­vörun Arion banka vegna síð­asta árs bendir til þess að arð­semi hans hafi verið undir einu pró­senti í fyrra.

Eigna­stýr­ing ráð­andi tekju­straumur

Áætl­unin gerir ráð fyrir því að hreinar þókn­ana­tekjur verði 65 pró­sent af rekstr­ar­tekjum bank­ans í ár. Rúmur helm­ingur þeirra tekna eiga að falla til vegna eigna­stýr­ing­ar, en Kvika banki hefur verið dug­legur að kaupa upp eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars Virð­ingu, Júpíter og GAMMA. Heild­ar­eignir í stýr­ingu hjá Kviku í lok sept­em­ber 2019 voru 417 millj­arðar króna.

Hreinar vaxta­tekjur bank­ans eru áætl­aðar 27 pró­sent og aðrar óskil­greindar tekjur eiga að nema átta pró­sent af rekstr­ar­tekj­um.

Sam­kvæmt áætlun stjórnar Kviku banka á bank­inn  eiga 101 millj­arð króna í lok árs. Það eru minni eignir en hann átti í lok þriðja árs­fjórð­ungs síð­asta árs, þegar heild­ar­eignir Kviku banka voru 112,6 millj­arðar króna. 

Stærstu eig­endur Kviku eru Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 8,77 pró­sent, Arion banki heldur á 6,93 pró­sent hlut og K2B fjár­fest­ing­ar, félag í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur, á 6,69 pró­sent hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent