Þrír hafa lýst sig vanhæfa í dómnefnd sem metur næstu Landsréttardómara

Þrír aðalmenn eða varamenn í dómnefnd um hæfi dómara hafa lýst sig vanhæfa til að taka þátt í störfum hennar þegar kemur að mati á umsækjendum setningu eða skipun við Landsrétt.

Landsréttur
Auglýsing

Nýverið aug­lýsti dóms­mála­ráðu­neytið eftir umsóknum um setn­ingu í tvö emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt og skipun í eitt emb­ætti við rétt­inn. Átta sóttu um setn­ingu í emb­ættin tvö og fjórir um skipun í emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara. 

Dóm­nefnd um hæfi dóm­ara, sem í sitja fimm manns, hefur fengið allar umsókn­irnar til með­ferðar en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu hafa þrír aðal­menn eða vara­menn lýst sig van­hæfa til að taka þátt í störfum henn­ar. Kristín Bene­dikts­dóttir og vara­maður hennar Val­týr Sig­urðs­son hafa lýst yfir van­hæfi sínu vegna umsókna um setn­ingu í emb­ætt­in. Þess í stað hefur Reimar Pét­urs­son, lög­maður og fyrr­ver­andi for­maður Lög­manna­fé­lags Íslands, verið settur ad hoc í það mál að til­lögu Hæsta­rétt­ar. 

Þá hefur Ragn­heiður Harð­ar­dóttir lýst sig van­hæfa vegna umsókna um skipun í emb­ættið og Hall­dór Hall­dórs­son, vara­maður henn­ar, getur ekki tekið þátt í störfum nefnd­ar­innar í sama máli vegna for­falla. Ráðu­neytið hefur óskað til­nefn­ingu frá dóm­stóla­sýsl­unni um aðila til að taka sæti í nefnd­inni ad hoc til með­ferðar þess máls. „Að öðru leyti hefur ráðu­neytið ekki upp­lýs­ingar um annað en að reglu­legir aðal- eða vara­menn fjalli um umsóknir í báðum mál­u­m,“ ­segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Staða losn­aði við skipun í Hæsta­rétt

Alls sóttu fjórir um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem var aug­lýst laust til umsóknar 3. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Umsókn­­ar­frestur var til síð­­asta mán­u­­dags, 20. jan­ú­­ar. Skipað verður í emb­ættið hið fyrsta eftir að dóm­­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti hefur lokið störf­­um. 

Auglýsing
Umsækj­endur um emb­ættið eru Ásmundur Helga­­son, dóm­­ari við Lands­rétt, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, dóm­­ari við Lands­rétt, Sandra Bald­vins­dóttir hér­­aðs­­dóm­­ari og Ást­ráður Har­alds­­son hér­­aðs­­dóm­­ari. 

Um er að ræða stöðu við Lands­rétt sem losn­­aði þegar Ing­veldur Ein­­ar­s­dóttir var skipuð dóm­­ari við Hæsta­rétt í des­em­ber. 

Alls voru 15 dóm­­arar upp­­haf­­lega skip­aðir í Lands­rétt. Hæf­is­­nefnd 15 umsækj­endur hæf­asta til að setj­­­ast í þau emb­ætt­i. ­Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­ar. Þeir fjórir sem hæf­is­­nefndin taldi ekki á meðal hæf­­ustu umsækj­enda, en Sig­ríður bætti við á list­ann á kostnað ann­­arra,  vor­u Ragn­heiður og Ásmundur Helga­­­­­son auk ­Arn­­­­­fríðar Ein­­­­­ar­s­dótt­ur ogJóns Finn­­­­­björns­­­­­son­­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra. 

Þegar búið að skipa einn nýjan dóm­ara og aug­lýsa eftir setn­ingu 

Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­­son, sagði starfi sínu lausu í fyrra­vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­­­ast í helgan stein. 

Staða hans var aug­lýst og umsókn­­­ar­frestur rann út síðla í maí 2019. Alls sóttu þá átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­­arar í Lands­rétti, Ásmundur og Ragn­heið­­ur. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­­urra lands­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­­ur­­­­staða Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu í Lands­rétt­­­­ar­­­­mál­inu var birt. Mál­inu var skotið til yfir­­­deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins og mál­­flutn­ingur fyrir honum fer fram í næsta mán­uð­i. 

Eiríkur Jóns­­son, þá laga­­pró­­fessor við Háskóla Íslands og einn þeirra sem Sig­ríður hafði ákveðið að skipa ekki þrátt fyrir að hæf­is­­nefnd hefði metið hann sjö­unda hæf­astan allra umsækj­enda í upp­­runa­­lega skip­un­­ar­­ferl­inu, var þá skip­aður í emb­ætt­ið.  

Ásmundur og Ragn­heiður eru bæði aftur á meðal umsækj­enda nú, þrátt fyrir að vera þegar skip­aðir dóm­­arar við rétt­inn en mega ekki starfa þar vegna þess að upp­­haf­­leg skipun þeirra var ólög­­mæt. 

Þann 20. des­em­ber 2019 aug­lýsti dóms­­­mála­ráðu­­­neytið laus til setn­ingar tvö emb­ætti dóm­­­ara við Lands­rétt og rann umsókn­­­ar­frestur út þann 6. jan­úar síð­­­ast­lið­inn. Á vef Stjórn­­­­­ar­ráðs­ins segir að sett verði í emb­ættin hið fyrsta eftir að dóm­­­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­­­ara­emb­ætti hafi lokið störf­­­um.

Um er að ræða emb­ætti þeirra Ásmundar og Jóns Finn­­­björns­­­son­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent