Óska eftir samanburðarskýrslu á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi

Stór hópur þingmanna í stjórnarandstöðunni telur að bein tengsl séu á milli þess sem útgerðirnar telja sig geta greitt og þess sem meirihluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt. Nú óska þeir eftir samanburðarathugun.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Átján þing­menn hafa óskað eftir því að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, flytji Alþingi skýrslu um sam­an­burð á greiðslum Sam­herja fyrir veiði­rétt í Namibíu og á Íslandi á grund­velli upp­lýs­inga frá Fiski­stofu og í þeim skjölum sem RÚV fjall­aði nýlega um í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik.

Fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðn­innar er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ur, for­maður Við­reisn­ar, en með henni eru sautján þing­menn úr Við­reisn, Píröt­um, Sam­fylk­ing­unni og þing­manni utan flokka.

Í grein­ar­gerð með skýrslu­beiðn­inni segir að ákvörðun veiði­gjalda hafi lengi verið ágrein­ings­mál í íslenskum stjórn­mál­um. Ekki hafi verið meiri­hluti fyrir því að láta gjald fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna ráð­ast á mark­aði þar sem til­tek­inn hluti veiði­heim­ilda yrði ár hvert boð­inn til sölu til ákveð­ins tíma. Þess í stað hafi gjaldið verið ákveðið með lög­um, sem sætt hafa reglu­legum breyt­ing­um.

Auglýsing

End­ur­gjald fyrir einka­af­not af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar háð póli­tísku mati

„End­ur­gjald fyrir einka­af­not af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar hefur þannig verið háð póli­tísku mati. Það póli­tíska mat hefur aftur í veru­legum atriðum byggst á áliti þeirra hags­muna­að­ila í útgerð sem eru full­trúar þeirra fyr­ir­tækja sem gjaldið greiða. Með öðrum orðum hafa verið bein tengsl á milli þess sem útgerð­irnar hafa talið sig geta greitt og þess sem meiri­hluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þær upp­lýs­ingar sem fram hafi komið í svoköll­uðum Sam­herj­a­skjöl­um, sem RÚV fjall­aði um í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, gefi til­efni til að bera saman hvað eitt af stærstu og áhrifa­rík­ustu fyr­ir­tækj­unum á þessu sviði sé reiðu­búið til að greiða fyrir veiði­rétt á Íslandi og í Namib­íu. Eftir yfir­lýs­ingar ráð­herra bæði í fjöl­miðlum og á þingi sé afar ólík­legt að rík­is­stjórnin hafi frum­kvæði að því að kanna þennan mik­il­væga þátt máls­ins til hlít­ar.

Sam­an­burð­ar­at­hug­unin verði unnin af óháðum aðila

Sam­an­burður af þessu tagi á, sam­kvæmt flutn­ings­mönnum beiðn­inn­ar, að geta stuðlað að mál­efna­legri umræðu um það mat sem ákvörðun veiði­gjalda bygg­ist á.

„Í Sam­herj­a­skjöl­unum kemur fram að greiðsla fyrir veiði­rétt í Namibíu hefur byggst á beinum greiðslum fyrir veiði­rétt og sér­stökum greiðslum til þeirra sem ráðið hafa mestu um úthlutun veiði­rétt­ar­ins.“

Að mati skýrslu­beið­enda færi best á því að sam­an­burð­ar­at­hug­unin verði unnin af óháðum aðila. „Rétt þykir að þeir óháðu aðilar taki heild­ar­fjár­hæð beggja þess­ara þátta með í sam­an­burð­in­um. Einnig telja skýrslu­beið­endur æski­legt að sam­ráð verði haft við þing­flokka um þá óháðu aðila sem fengnir verða í þessa þýð­ing­ar­miklu vinn­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent