Icelandair tapaði 7,1 milljarði í fyrra

Kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing hefur haft fordæmalaus áhrif á rekstur Icelandair, segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu.

Icelandair Cargo Mynd: Icelandair
Auglýsing

Icelandair tap­aði 7,1 millj­arði í fyrra, sam­an­borið við 6,8 millj­arða tap árið 2018. Á síð­ustu tveimur árum hefur tapið því verið tæp­lega 14 millj­arðar króna. 

Í til­kynn­ingu til kaup­hallar segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, að kyrr­setn­ingin á 737 Max vélum Boeing - sem hefur verið í gildi frá því í lok mars í fyrra á alþjóða­vett­vangi - hafi haft for­dæma­laus áhrif á starf­semi félags­ins. Upp­gjörið sé í sam­ræmi við áætl­anir og vænt­ingar stjórn­enda félags­ins.

„Árið í heild var krefj­andi þar sem kyrr­setn­ing MAX véla hafði for­dæma­laus áhrif á rekstur Icelandair með töp­uðum tekj­um, auknum kostn­aði og tak­mörk­unum í nýt­ingu áhafna og flota félags­ins. Með áherslu á aukna arð­semi leiða­kerf­is­ins og hag­ræð­ingu í rekstri náð­ist tölu­verður bati í und­ir­liggj­andi rekstri. Styrkur og sveigj­an­leiki leiða­kerf­is­ins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiða­kerfið hratt og örugg­lega að breyttum mark­aðs­að­stæð­um. Aukn­ing á fjölda far­þega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu MAX vél­anna, ber þess merki. Félagið náði með þessum aðgerðum að mæta auk­inni eft­ir­spurn og tryggja sæta­fram­boð til og frá Íslandi og styðja þannig við íslenska ferða­þjón­ust­u,“ segir Bogi Nils í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Ekki liggur fyrir enn hvenær kyrr­setn­ing­unni verður aflétt, en Boeing er nú til rann­sókn­ar, meðal ann­ars hjá alrík­is­lög­regl­unni FBI, vegna slysanna sem urðu í Indónesíu 29. októ­ber 2018 og 13. mars í fyrra í Eþíóp­íu. Sam­tals létus 346 í þeim, allir um borð í báðum vél­um, en allt bendir til þess að gallar í vél­unum hafi verið meg­in­or­sök slysanna.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú 44,5 millj­arðar króna, en eigið fé félags­ins nam tæp­lega 60 millj­örðum í lok árs­ins.

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent