Ísfiskur gjaldþrota – „Enn eitt höggið“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að flestir hafi vonast til að Ísfiskur myndi ná að endurfjármagna sig og hefja af fullum krafti vinnslu að nýju eftir nokkurra mánaða hlé, en nú sé þeirri draumsýn endanlega lokið.

Akranes
Akranes
Auglýsing

Stjórn Ísfisks hf. hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjald­þrota­skipta. Skessu­horn greinir frá í dag en ástæðan er sögð vera sú að ekki hafi feng­ist fyr­ir­greiðsla fyrir fjár­mögnun á fast­eign.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að ljóst sé eftir 39 ára sam­fellda starf­semi Ísfisks hf. að komið sé að leið­ar­lok­um. Ísfiskur hafi verið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á fiski allan þennan tíma án þess að vera með útgerð eða kvóta.

Félagið var lengst af til húsa í Kárs­nes­inu í Kópa­vogi en flutti alla starf­semi sína á Akra­nes árið 2018. Í frétt Skessu­horns kemur fram að hjá fyr­ir­tæk­inu hafi starfað á Akra­nesi um fimm­tíu manns þegar mest var og því ljóst að brott­fall þess sé mikið áfall fyrir atvinnu­líf í bæj­ar­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Stjórn Ísfisks er svekkt yfir þessum mála­lokum og harmar þau í ljósi stöðu atvinnu­lífs og þess umhverfis rekstrar sem stjórn­völd hafs sett okkur í um ára­tuga skeið. Reynt var í nokkra mán­uði að loka fjár­mögnun á félag­inu en út af stóð að það gekk ekki að fjár­magna fast­eign­ina sem starf­semin flutti í fyrir nokkru. Leitað var til nokk­urra aðila með það, en án árang­ur­s,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­inni.

Tak­mörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á eitt sam­fé­lag

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir á Face­book að gjald­þrot Ísfisks sé enn eitt höggið sem Akur­nes­ingar verða fyr­ir. Því sé jafn­framt orðið ljóst að end­ur­koma tæp­lega 50 fisk­vinnslu­fólks til starfa hjá fyr­ir­tæk­inu verði ekki að veru­leika.

„Það liggur fyrir að flestir eygðu þá von að Ísfiskur myndi ná að end­ur­fjár­magna sig og hefja af fullum krafti vinnslu að nýju eftir nokk­urra mán­aða hlé, en nú er þeirri draum­sýn end­an­lega lok­ið,“ skrifar hann.

Vilhjálmar Birgisson Mynd: Bára Huld Beck

Þá telur hann að tak­mörk séu fyrir því hvað hægt sé að leggja á eitt sam­fé­lag miklar hremm­ingar í atvinnu­mál­um, en ekki verði undan því litið að atvinnu­á­stand á Akra­nesi sé ekki glæsi­legt um þessar mundir og sé þar vægt til orða kveð­ið.

„Að hugsa sér að fyr­ir­komu­lag um stjórn fisk­veiða skuli vera þess vald­andi að einn stærsti útgerð­ar­bær lands­ins skuli hafa verið lagður í rúst, hvað varðar veiðar og vinnslu sjáv­ar­af­urða,“ skrifar hann.

Vísar ábyrgð­inni á stjórn­mála­menn

Vil­hjálmur segir að hug­ur­inn sé hjá félags­mönnum sínum sem hafi þurft enn og aftur að upp­lifa tekju­missi og atvinnu­missi, en stór hluti þeirra sem starf­aði hjá Ísfiski fengu upp­sögn hjá HB Granda þegar þeir fóru „í skjóli nætur í burtu frá Akra­nesi með allar okkar afla­heim­ildir árið 2017.“

Hann seg­ist einnig finna til með for­svars­mönnum Ísfisks sem hann veit að reyndu allt til að bjarga fyr­ir­tæk­inu með end­ur­fjár­mögnun en því miður hafi það ekki tek­ist.

„En ég vísa ábyrgð­inni á stjórn­mála­menn sem hafa skapað þetta umhverfi í kringum fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið þar sem ein­staka útgerð­ar­menn eða útgerðir geta labbað út úr grein­inni og skilið fólkið eftir í djúpum sárum og um leið veitt sam­fé­lag­inu öllu þungt högg í kvið­inn með þeim afleið­ingum að sam­fé­lagið er í keng!“

Enn eitt höggið sem við Akur­nes­ingar verðum fyrir er orðið að stað­reynd, en í dag rann upp sú stund að stjórn Ísfisks...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Fri­day, Febru­ary 7, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent