Ísfiskur gjaldþrota – „Enn eitt höggið“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að flestir hafi vonast til að Ísfiskur myndi ná að endurfjármagna sig og hefja af fullum krafti vinnslu að nýju eftir nokkurra mánaða hlé, en nú sé þeirri draumsýn endanlega lokið.

Akranes
Akranes
Auglýsing

Stjórn Ísfisks hf. hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjald­þrota­skipta. Skessu­horn greinir frá í dag en ástæðan er sögð vera sú að ekki hafi feng­ist fyr­ir­greiðsla fyrir fjár­mögnun á fast­eign.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að ljóst sé eftir 39 ára sam­fellda starf­semi Ísfisks hf. að komið sé að leið­ar­lok­um. Ísfiskur hafi verið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki á fiski allan þennan tíma án þess að vera með útgerð eða kvóta.

Félagið var lengst af til húsa í Kárs­nes­inu í Kópa­vogi en flutti alla starf­semi sína á Akra­nes árið 2018. Í frétt Skessu­horns kemur fram að hjá fyr­ir­tæk­inu hafi starfað á Akra­nesi um fimm­tíu manns þegar mest var og því ljóst að brott­fall þess sé mikið áfall fyrir atvinnu­líf í bæj­ar­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Stjórn Ísfisks er svekkt yfir þessum mála­lokum og harmar þau í ljósi stöðu atvinnu­lífs og þess umhverfis rekstrar sem stjórn­völd hafs sett okkur í um ára­tuga skeið. Reynt var í nokkra mán­uði að loka fjár­mögnun á félag­inu en út af stóð að það gekk ekki að fjár­magna fast­eign­ina sem starf­semin flutti í fyrir nokkru. Leitað var til nokk­urra aðila með það, en án árang­ur­s,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­inni.

Tak­mörk fyrir því hvað hægt sé að leggja á eitt sam­fé­lag

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir á Face­book að gjald­þrot Ísfisks sé enn eitt höggið sem Akur­nes­ingar verða fyr­ir. Því sé jafn­framt orðið ljóst að end­ur­koma tæp­lega 50 fisk­vinnslu­fólks til starfa hjá fyr­ir­tæk­inu verði ekki að veru­leika.

„Það liggur fyrir að flestir eygðu þá von að Ísfiskur myndi ná að end­ur­fjár­magna sig og hefja af fullum krafti vinnslu að nýju eftir nokk­urra mán­aða hlé, en nú er þeirri draum­sýn end­an­lega lok­ið,“ skrifar hann.

Vilhjálmar Birgisson Mynd: Bára Huld Beck

Þá telur hann að tak­mörk séu fyrir því hvað hægt sé að leggja á eitt sam­fé­lag miklar hremm­ingar í atvinnu­mál­um, en ekki verði undan því litið að atvinnu­á­stand á Akra­nesi sé ekki glæsi­legt um þessar mundir og sé þar vægt til orða kveð­ið.

„Að hugsa sér að fyr­ir­komu­lag um stjórn fisk­veiða skuli vera þess vald­andi að einn stærsti útgerð­ar­bær lands­ins skuli hafa verið lagður í rúst, hvað varðar veiðar og vinnslu sjáv­ar­af­urða,“ skrifar hann.

Vísar ábyrgð­inni á stjórn­mála­menn

Vil­hjálmur segir að hug­ur­inn sé hjá félags­mönnum sínum sem hafi þurft enn og aftur að upp­lifa tekju­missi og atvinnu­missi, en stór hluti þeirra sem starf­aði hjá Ísfiski fengu upp­sögn hjá HB Granda þegar þeir fóru „í skjóli nætur í burtu frá Akra­nesi með allar okkar afla­heim­ildir árið 2017.“

Hann seg­ist einnig finna til með for­svars­mönnum Ísfisks sem hann veit að reyndu allt til að bjarga fyr­ir­tæk­inu með end­ur­fjár­mögnun en því miður hafi það ekki tek­ist.

„En ég vísa ábyrgð­inni á stjórn­mála­menn sem hafa skapað þetta umhverfi í kringum fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið þar sem ein­staka útgerð­ar­menn eða útgerðir geta labbað út úr grein­inni og skilið fólkið eftir í djúpum sárum og um leið veitt sam­fé­lag­inu öllu þungt högg í kvið­inn með þeim afleið­ingum að sam­fé­lagið er í keng!“

Enn eitt höggið sem við Akur­nes­ingar verðum fyrir er orðið að stað­reynd, en í dag rann upp sú stund að stjórn Ísfisks...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Fri­day, Febru­ary 7, 2020


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent