Með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og ráðherra umhverfis- og auðlindamála, hélt ræðu á flokksráðsfundi VG á Seltjarnarnesi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, ráð­herra umhverf­is- og auð­linda­mála og vara­for­maður VG, sagði í opn­un­ar­ræðu sinni á flokks­ráðs­fundi VG á Sel­tjarn­ar­nesi, að flokk­ur­inn hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna að vera boð­beri félags­legs rétt­lætis og náttú­verndar í íslenskum stjórn­mál­um.

Sagði hann í ítar­legri ræðu sinni, að það ætti að vera verk­efni VG að brjóta niður múra, og beita sér fyrir lausnum á mál­um, þvert á hið póli­tíska lands­lag. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tek­ist að takast á við lofts­lags­vána – með félags­legt rétt­læti og nátt­úru­vernd að leið­ar­ljósi. Ég vil sjá umhverf­is­málin tengj­ast öllum öðrum mála­flokkum með skýrum hætti. Við þurfum að brjóta niður múra og hugsa víðar og hugsa stærra. Umhverf­is­málin verða að vera meg­in­stefnu­mál, rétt eins og kynja- og jafn­rétt­is­mál­in, og rétt eins og félags­legt rétt­læti. Grænu málin og þau rauðu flétt­ast saman með ótví­ræðum hætti. Breyt­ingar í sam­fé­lag­inu verða að eiga sér stað með sann­gjörnum hætti og við verðum að tryggja að tæki­færi efna­m­inna fólks séu svipuð og hjá þeim sem meira hafa milli hand­anna. Þetta er lyk­il­at­riði og hér hefur VG ríku hlut­verki að gegna sem boðberi rétt­læt­is,“ sagði Guð­mundur Ingi, undir lok ræðu sinn­ar. 

Hann sagði að VG hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna í núver­andi stjórn­ar­mynstri, með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. 

Auglýsing

„Á tutt­uguogeins árs líf­tíma hreyf­ing­ar­innar okkar höfum við setið í rík­is­stjórn í sex ár. Á sama tíma hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setið í 17 ár, Fram­sókn í 14 ár. Sam­fylk­ingin í 6 ár. Með þátt­töku okkar í rík­is­stjórn núna höfum við brotið valda­mynstur á bak aft­ur. Og, við höfum sett vin­stri­k­onu og umhverf­is­vernd­ar­sinna í stól for­sæt­is­ráð­herra. Við höfum hrist upp í póli­tík­inni. En, það sem að mínu mati er sterkt við þetta rík­is­stjórn­ar­samt­arf er að ákvarð­anir sem teknar eru þvert á póli­tíska lit­rófið sem þessar stjórn­mála­hreyf­ingar spanna, slíkar ákvarð­anir njóta breið­ari stuðn­ings og eru lík­legri til að halda óháð því hver taka við stjórn­ar­taumunum næst. Eftir fyrsta þing­vet­ur­inn minn hugs­aði ég hve frá­bært það var að nærri því öll þing­málin sem ég hafði lagt fyrir Alþingi voru sam­þykkt með öllum greiddum atkvæð­um.

En að lokum er þetta alltaf spurn­ingin um hvaða árangri við náum. Og, sú spurn­ing, sú nafla­skoð­un, þarf að eiga sér stað reglu­lega. Ég tel okkur hafa náð mik­il­vægum málum fram á þessu kjör­tíma­bili sem er rúm­lega hálfn­að. En við erum rétt að byrja. Og, það fer að koma að því að við spyrjum okk­ur, inn á við, hvert viljum við stefna næst. Að mínu mati eigum við að stefna ótrauð að því að leiða áfram næstu rík­is­stjórn þannig að við getum haldið áfram að vinna grænu mál­unum og vinstri mál­unum braut­ar­gengi. Haldið áfram að búa til þá púslu­mynd félags­legs rétt­lætis og græns sam­fé­lags sem við stöndum fyrir og kvikum hvergi frá,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Fund­ur­inn stendur yfir um helg­ina, en Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra, er er nú að flytja ræðu sína, á fund­in­um, sem er í beinni útsend­ingu á vefnum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent