Með félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og ráðherra umhverfis- og auðlindamála, hélt ræðu á flokksráðsfundi VG á Seltjarnarnesi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, ráð­herra umhverf­is- og auð­linda­mála og vara­for­maður VG, sagði í opn­un­ar­ræðu sinni á flokks­ráðs­fundi VG á Sel­tjarn­ar­nesi, að flokk­ur­inn hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna að vera boð­beri félags­legs rétt­lætis og náttú­verndar í íslenskum stjórn­mál­um.

Sagði hann í ítar­legri ræðu sinni, að það ætti að vera verk­efni VG að brjóta niður múra, og beita sér fyrir lausnum á mál­um, þvert á hið póli­tíska lands­lag. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tek­ist að takast á við lofts­lags­vána – með félags­legt rétt­læti og nátt­úru­vernd að leið­ar­ljósi. Ég vil sjá umhverf­is­málin tengj­ast öllum öðrum mála­flokkum með skýrum hætti. Við þurfum að brjóta niður múra og hugsa víðar og hugsa stærra. Umhverf­is­málin verða að vera meg­in­stefnu­mál, rétt eins og kynja- og jafn­rétt­is­mál­in, og rétt eins og félags­legt rétt­læti. Grænu málin og þau rauðu flétt­ast saman með ótví­ræðum hætti. Breyt­ingar í sam­fé­lag­inu verða að eiga sér stað með sann­gjörnum hætti og við verðum að tryggja að tæki­færi efna­m­inna fólks séu svipuð og hjá þeim sem meira hafa milli hand­anna. Þetta er lyk­il­at­riði og hér hefur VG ríku hlut­verki að gegna sem boðberi rétt­læt­is,“ sagði Guð­mundur Ingi, undir lok ræðu sinn­ar. 

Hann sagði að VG hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna í núver­andi stjórn­ar­mynstri, með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. 

Auglýsing

„Á tutt­uguogeins árs líf­tíma hreyf­ing­ar­innar okkar höfum við setið í rík­is­stjórn í sex ár. Á sama tíma hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setið í 17 ár, Fram­sókn í 14 ár. Sam­fylk­ingin í 6 ár. Með þátt­töku okkar í rík­is­stjórn núna höfum við brotið valda­mynstur á bak aft­ur. Og, við höfum sett vin­stri­k­onu og umhverf­is­vernd­ar­sinna í stól for­sæt­is­ráð­herra. Við höfum hrist upp í póli­tík­inni. En, það sem að mínu mati er sterkt við þetta rík­is­stjórn­ar­samt­arf er að ákvarð­anir sem teknar eru þvert á póli­tíska lit­rófið sem þessar stjórn­mála­hreyf­ingar spanna, slíkar ákvarð­anir njóta breið­ari stuðn­ings og eru lík­legri til að halda óháð því hver taka við stjórn­ar­taumunum næst. Eftir fyrsta þing­vet­ur­inn minn hugs­aði ég hve frá­bært það var að nærri því öll þing­málin sem ég hafði lagt fyrir Alþingi voru sam­þykkt með öllum greiddum atkvæð­um.

En að lokum er þetta alltaf spurn­ingin um hvaða árangri við náum. Og, sú spurn­ing, sú nafla­skoð­un, þarf að eiga sér stað reglu­lega. Ég tel okkur hafa náð mik­il­vægum málum fram á þessu kjör­tíma­bili sem er rúm­lega hálfn­að. En við erum rétt að byrja. Og, það fer að koma að því að við spyrjum okk­ur, inn á við, hvert viljum við stefna næst. Að mínu mati eigum við að stefna ótrauð að því að leiða áfram næstu rík­is­stjórn þannig að við getum haldið áfram að vinna grænu mál­unum og vinstri mál­unum braut­ar­gengi. Haldið áfram að búa til þá púslu­mynd félags­legs rétt­lætis og græns sam­fé­lags sem við stöndum fyrir og kvikum hvergi frá,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Fund­ur­inn stendur yfir um helg­ina, en Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra, er er nú að flytja ræðu sína, á fund­in­um, sem er í beinni útsend­ingu á vefnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent