Réttar upplýsingar „skipta öllu máli“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, flutti ræðu á flokksráðsfundi VG á Seltjarnesi, sem hófst í dag.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra, segir að verði að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að starfa með opnum og gagn­sæjum hætti, en laga­breyt­ingar sem framundan eru, miðað meðal ann­ars að því að auka gagn­sæi meðal stærri fyr­ir­tækja. 

Hún sagði í ræðu sinni, að Sam­herj­a­málið hefði meðal ann­ars sýnt fram á hversu mik­il­vægt það væri að hafa gagn­sæi í rekstri. 

Enn fremur gagn­rýndi hún stjórn­mála­menn, sem væru í því að snið­ganga stað­reyndir mála í mál­flutn­ingi sín­um, og grafa þannig undan trausti almenn­ings á stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

„Réttar upp­lýs­ingar skipta öllu máli í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi og okkur ber öllum skylda til að gera okkar besta til að almenn­ingur geti myndað sér skoðun byggða á stað­reynd­um. Núver­andi rík­is­stjórn hefur gert ýmsar breyt­ingar til góðs hvað varðar rétt almenn­ings til upp­lýs­inga, vernd upp­ljóstr­ara og varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um. Eitt af því sem Sam­herj­a­málið sýndi okkur að þörf er á auknu gagn­sæi í atvinnu­líf­inu. Það á að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að ástunda heið­ar­lega við­skipta­hætti og starfa með opnum og gagn­sæjum hætti. Þeim aðilum sem fara með rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins hefur verið tryggt nægj­an­legt fjár­magn til að geta sinnt henni með vönd­uðum hætti. En einnig þarf að huga að kerf­is­breyt­ingum til lengri tíma og sú vinna er þegar í far­vegi. Með nýjum lögum verða nú frá 1. mars gerðar nýjar og rík­ari kröfur um fyr­ir­tæki upp­lýsi um raun­veru­lega eig­endur og á næst­unni verður lagt fram frum­varp sem mun auka gagn­sæi í rekstri stærri fyr­ir­tækja í kerf­is­lega mik­il­vægum grein­um. Þetta er mikið hags­muna­mál almenn­ings og atvinnu­lífs í land­in­u,“ sagði Katrín.

Upp­skera

Katrín sagði að árið í ár, verði ár mik­illar upp­skeru og breyt­inga, þegar kemur að lögum um land­ar­eignir og við­skipti með þær. Hún vís­aði meðal ann­ars til þess, að kann­anir hefðu sýnt ein­dregin vilja fólks til þess að breyta lögum um við­skipti með land­ar­eign­ir. 

„Árið 2020 verður ár stórra verk­efna í stjórn­málum en líka mik­illar upp­skeru. Á næstu dögum mun ég kynna frum­varp um breyt­ingar á lagaum­gjörð um jarða- og fast­eigna­við­skipti. Þar verður kveðið á um skýr­ari skil­yrði fyrir við­skipti aðila utan EES-­svæð­is­ins, aukið gagn­sæi um jarða­við­skipti almennt, stór­bættri skrán­ingu í land­eigna­skrá og skyldu til að fá sam­þykki ráð­herra fyrir kaupum á stærri jörðum og í til­felli aðila sem eiga mikið land­flæmi fyr­ir. Jafn­framt er tekið á eign­ar­haldi tengdra aðila þannig að ekki sé hægt að fara í kringum reglu­verkið með kenni­tölu­krúsidúll­um. Stjórn­völd þurfa að hafa yfir­sýn yfir land­notkun og eign­ar­hald á landi og hafa ákveðin stýri­tæki – vegna full­veld­is­hags­muna, mat­væla­ör­ygg­is, auð­linda­notk­unar og hags­muna kom­andi kyn­slóða. Ég bind vonir við að sem breið­ust sam­staða geti skap­ast á Alþingi um þetta mál sem almenn­ingur hefur svo sann­ar­lega kallað eft­ir. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun vilja 84% lands­manna frek­ari hömlur á jarða­kaup. Hlustum á fólkið í land­inu í þessu máli,“ sagði Katrín.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent