Réttar upplýsingar „skipta öllu máli“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, flutti ræðu á flokksráðsfundi VG á Seltjarnesi, sem hófst í dag.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra, segir að verði að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að starfa með opnum og gagn­sæjum hætti, en laga­breyt­ingar sem framundan eru, miðað meðal ann­ars að því að auka gagn­sæi meðal stærri fyr­ir­tækja. 

Hún sagði í ræðu sinni, að Sam­herj­a­málið hefði meðal ann­ars sýnt fram á hversu mik­il­vægt það væri að hafa gagn­sæi í rekstri. 

Enn fremur gagn­rýndi hún stjórn­mála­menn, sem væru í því að snið­ganga stað­reyndir mála í mál­flutn­ingi sín­um, og grafa þannig undan trausti almenn­ings á stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

„Réttar upp­lýs­ingar skipta öllu máli í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi og okkur ber öllum skylda til að gera okkar besta til að almenn­ingur geti myndað sér skoðun byggða á stað­reynd­um. Núver­andi rík­is­stjórn hefur gert ýmsar breyt­ingar til góðs hvað varðar rétt almenn­ings til upp­lýs­inga, vernd upp­ljóstr­ara og varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um. Eitt af því sem Sam­herj­a­málið sýndi okkur að þörf er á auknu gagn­sæi í atvinnu­líf­inu. Það á að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að ástunda heið­ar­lega við­skipta­hætti og starfa með opnum og gagn­sæjum hætti. Þeim aðilum sem fara með rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins hefur verið tryggt nægj­an­legt fjár­magn til að geta sinnt henni með vönd­uðum hætti. En einnig þarf að huga að kerf­is­breyt­ingum til lengri tíma og sú vinna er þegar í far­vegi. Með nýjum lögum verða nú frá 1. mars gerðar nýjar og rík­ari kröfur um fyr­ir­tæki upp­lýsi um raun­veru­lega eig­endur og á næst­unni verður lagt fram frum­varp sem mun auka gagn­sæi í rekstri stærri fyr­ir­tækja í kerf­is­lega mik­il­vægum grein­um. Þetta er mikið hags­muna­mál almenn­ings og atvinnu­lífs í land­in­u,“ sagði Katrín.

Upp­skera

Katrín sagði að árið í ár, verði ár mik­illar upp­skeru og breyt­inga, þegar kemur að lögum um land­ar­eignir og við­skipti með þær. Hún vís­aði meðal ann­ars til þess, að kann­anir hefðu sýnt ein­dregin vilja fólks til þess að breyta lögum um við­skipti með land­ar­eign­ir. 

„Árið 2020 verður ár stórra verk­efna í stjórn­málum en líka mik­illar upp­skeru. Á næstu dögum mun ég kynna frum­varp um breyt­ingar á lagaum­gjörð um jarða- og fast­eigna­við­skipti. Þar verður kveðið á um skýr­ari skil­yrði fyrir við­skipti aðila utan EES-­svæð­is­ins, aukið gagn­sæi um jarða­við­skipti almennt, stór­bættri skrán­ingu í land­eigna­skrá og skyldu til að fá sam­þykki ráð­herra fyrir kaupum á stærri jörðum og í til­felli aðila sem eiga mikið land­flæmi fyr­ir. Jafn­framt er tekið á eign­ar­haldi tengdra aðila þannig að ekki sé hægt að fara í kringum reglu­verkið með kenni­tölu­krúsidúll­um. Stjórn­völd þurfa að hafa yfir­sýn yfir land­notkun og eign­ar­hald á landi og hafa ákveðin stýri­tæki – vegna full­veld­is­hags­muna, mat­væla­ör­ygg­is, auð­linda­notk­unar og hags­muna kom­andi kyn­slóða. Ég bind vonir við að sem breið­ust sam­staða geti skap­ast á Alþingi um þetta mál sem almenn­ingur hefur svo sann­ar­lega kallað eft­ir. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun vilja 84% lands­manna frek­ari hömlur á jarða­kaup. Hlustum á fólkið í land­inu í þessu máli,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent