Réttar upplýsingar „skipta öllu máli“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, flutti ræðu á flokksráðsfundi VG á Seltjarnesi, sem hófst í dag.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra, segir að verði að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að starfa með opnum og gagn­sæjum hætti, en laga­breyt­ingar sem framundan eru, miðað meðal ann­ars að því að auka gagn­sæi meðal stærri fyr­ir­tækja. 

Hún sagði í ræðu sinni, að Sam­herj­a­málið hefði meðal ann­ars sýnt fram á hversu mik­il­vægt það væri að hafa gagn­sæi í rekstri. 

Enn fremur gagn­rýndi hún stjórn­mála­menn, sem væru í því að snið­ganga stað­reyndir mála í mál­flutn­ingi sín­um, og grafa þannig undan trausti almenn­ings á stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

„Réttar upp­lýs­ingar skipta öllu máli í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi og okkur ber öllum skylda til að gera okkar besta til að almenn­ingur geti myndað sér skoðun byggða á stað­reynd­um. Núver­andi rík­is­stjórn hefur gert ýmsar breyt­ingar til góðs hvað varðar rétt almenn­ings til upp­lýs­inga, vernd upp­ljóstr­ara og varnir gegn hags­muna­á­rekstr­um. Eitt af því sem Sam­herj­a­málið sýndi okkur að þörf er á auknu gagn­sæi í atvinnu­líf­inu. Það á að vera hags­muna­mál íslensks atvinnu­lífs að ástunda heið­ar­lega við­skipta­hætti og starfa með opnum og gagn­sæjum hætti. Þeim aðilum sem fara með rann­sókn Sam­herj­a­máls­ins hefur verið tryggt nægj­an­legt fjár­magn til að geta sinnt henni með vönd­uðum hætti. En einnig þarf að huga að kerf­is­breyt­ingum til lengri tíma og sú vinna er þegar í far­vegi. Með nýjum lögum verða nú frá 1. mars gerðar nýjar og rík­ari kröfur um fyr­ir­tæki upp­lýsi um raun­veru­lega eig­endur og á næst­unni verður lagt fram frum­varp sem mun auka gagn­sæi í rekstri stærri fyr­ir­tækja í kerf­is­lega mik­il­vægum grein­um. Þetta er mikið hags­muna­mál almenn­ings og atvinnu­lífs í land­in­u,“ sagði Katrín.

Upp­skera

Katrín sagði að árið í ár, verði ár mik­illar upp­skeru og breyt­inga, þegar kemur að lögum um land­ar­eignir og við­skipti með þær. Hún vís­aði meðal ann­ars til þess, að kann­anir hefðu sýnt ein­dregin vilja fólks til þess að breyta lögum um við­skipti með land­ar­eign­ir. 

„Árið 2020 verður ár stórra verk­efna í stjórn­málum en líka mik­illar upp­skeru. Á næstu dögum mun ég kynna frum­varp um breyt­ingar á lagaum­gjörð um jarða- og fast­eigna­við­skipti. Þar verður kveðið á um skýr­ari skil­yrði fyrir við­skipti aðila utan EES-­svæð­is­ins, aukið gagn­sæi um jarða­við­skipti almennt, stór­bættri skrán­ingu í land­eigna­skrá og skyldu til að fá sam­þykki ráð­herra fyrir kaupum á stærri jörðum og í til­felli aðila sem eiga mikið land­flæmi fyr­ir. Jafn­framt er tekið á eign­ar­haldi tengdra aðila þannig að ekki sé hægt að fara í kringum reglu­verkið með kenni­tölu­krúsidúll­um. Stjórn­völd þurfa að hafa yfir­sýn yfir land­notkun og eign­ar­hald á landi og hafa ákveðin stýri­tæki – vegna full­veld­is­hags­muna, mat­væla­ör­ygg­is, auð­linda­notk­unar og hags­muna kom­andi kyn­slóða. Ég bind vonir við að sem breið­ust sam­staða geti skap­ast á Alþingi um þetta mál sem almenn­ingur hefur svo sann­ar­lega kallað eft­ir. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun vilja 84% lands­manna frek­ari hömlur á jarða­kaup. Hlustum á fólkið í land­inu í þessu máli,“ sagði Katrín.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent