Segir málflutning Viðreisnar „lýðskrum“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir umræðu um samanburð á veiðigjöldum í Namibíu og á Íslandi.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra, segir að umræða um sam­an­burð á því sem greitt er fyrir afla­heim­ildir í Namibíu ann­ars vegar og á Íslandi hins veg­ar, vera „lýð­skrum“.

Þetta kemur fram í Face­book færslu sem Bjarni hefur birt, en hann gagn­rýnir ekki síst for­ystu­fólk Við­reisnar - og grein Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur á Vísi í dag - fyrir mál­flutn­ing þess er varðar virði afla­heim­ilda. 

„Fyrst má hér nefna að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki bjóða ekki í veiði­heim­ildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiði­gjald sem er breyti­legt eftir afrakstri veiða í ein­stökum teg­und­um. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyr­ir­tæki eru ,,til­búin að greiða". Og hvað skyldi það yfir­höfuð segja okkur um íslenskt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi að til­tekið gjald sé greitt fyrir heim­ildir til að veiða hrossa­makríl í Namib­íu? Hvað á það yfir­höfuð að segja okkur um okkar kerfi? Stað­reyndin er að það segir okkur nákvæm­lega ekki neitt. Að gefa annað í skyn er hreint lýð­skrum,“ segir Bjarn­i. 

Auglýsing

Hann gagn­rýnir enn frem­ur, að í beiðni stjórn­ar­and­stöð­unnar um upp­lýs­ingar er varðar sam­an­burð á stöðu mála í Namibíu og á Íslandi, byggir á lýð­skrumi og röngum sam­an­burði.

„Þess má geta að teg­undin [hrossa­makríll, inn­skot] er ekki veidd við strendur Íslands en eins og áður segir er álagt veiði­gjald á Íslandi hlut­fall af afrakstri veið­anna. Það sem skiptir mestu er að það, hvað fyr­ir­tæki eru ,,til­búin að greiða" eða geta greitt fyrir nýt­ing­ar­rétt ræðst fyrst og fremst af helstu rekstr­ar­for­sendum svo sem: 

-fjár­magns­kostn­aði og fjár­fest­inga­þörf

-sköttum og gjöld­um, þar með talið tekju­skött­um, kolefn­is­gjaldi, olíu­kostn­aði, launa­tengdum gjöld­um, svo sem trygg­inga­gjaldi og líf­eyr­is­fram­lagi, kjara­samn­ingum sjó­manna osfrv.

-mark­aðs­að­stæðum

Þeir sem standa að þess­ari til­lögu láta sem allir þessir þættir séu sam­bæri­legir og hér þurfi bara að svara spurn­ing­unni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér ann­ars vegar og í Namibíu hins veg­ar. 

Eða er ekki fiskur bara fisk­ur?

Nei, aug­ljós­lega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýð­skrum­inu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sér­hags­muna­gæsla! 

Það gera þau í einum kór, þing­menn Við­reisn­ar. Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Samáls, stjórn­ar­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fv. sam­starfs­maður Þor­steins hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins og fram­kvæmda­stjóri þar, og Þor­gerður Katrín, for­mað­ur, sem kom í póli­tík­ina aftur beint af skrif­stofu Sam­taka atvinnu­lífs­ins,“ segir Bjarni.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent