Forsætisráðherra vill leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrár í ár

Sitjandi ríkisstjórn boðaði heildarendurskoðun á stjórnarskrá í stjórnarsáttmála sínum. Skiptar skoðanir eru á meðal formanna stjórnmálaflokka um nauðsyn þess.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra stefnir að því að leggja fram til­lögur um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár á haust­þingi 2020. Hún segir að það eigi eftir að koma á dag­inn hversu mikil sam­staða skap­ast um þær breyt­ingar sem verða lagðar til en hún von­ist til að sem breið­ust sam­staða verði um þær.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, seg­ist hins vegar ekki viss um að starfs­hópur for­manna stjórn­mála­flokk­anna, sem fundað hefur um til­lög­urnar und­an­farin ár, muni allur ná saman um til­lög­ur. „Eitt­hvað er vænt­an­lega hægt að klára, til að mynda auð­linda­á­kvæð­ið, hefði ég haldið – það hefur verið þokka­leg sam­staða um það. Svo er annað þarna sem ég hef miklar áhyggjur af og raunar það miklar að mér finnst að það geti sett fram­hald vinn­unnar í upp­nám.“ Þar nefnir hann sér­stak­lega ákvæði um fram­sal valds. RÚV greinir frá.

Stefnt að end­ur­skoðun frá byrjun

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­­em­ber 2017 segir að rík­­is­­stjórnin vilji halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­­hafi nýs þings. „Rík­­is­­stjórnin vill halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar í þverpóli­­tísku sam­­starfi með aðkomu þjóð­­ar­innar og nýta meðal ann­­ars til þess aðferðir almenn­ings­­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­­hafi nýs þings og leggur rík­­is­­stjórnin áherslu á að sam­­staða náist um feril vinn­unn­­ar.“

Auglýsing
Í febr­­­úar 2018 skip­aði Katrín nefnd um stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­mál sem skipuð er öllum for­­­mönnum þing­­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­­ar­innar er að leggj­­­ast í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á stjórn­­­­­ar­­­skránni. Vinnan við end­­ur­­skoð­un­ina er áfanga­skipt og á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­­­menn flokk­ana meðal ann­­ars fyrir þjóð­­­ar­­­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd og þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslur að frum­­­kvæði hluta kjós­­­enda eða minn­i­hluta þings.

Á sjö­unda fundi nefnd­­­ar­inn­­ar, þann 8. októ­ber 2018, til­­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­­ur­­­skoða stjórn­­­­­ar­­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­­ar­at­­kvæði og fram­sals­á­­kvæði.

Sig­­mundur Davíð tók undir með Bjarna og lét bóka það á fundi for­­manna stjórn­­­mála­­flokk­anna 16. jan­úar 2019. For­­sæt­is­ráð­herra tók það aftur á móti fram á sama fundi að hún teldi það mik­il­vægt að for­­manna­­nefnd ljúki því verk­efni að end­­ur­­skoða ­­stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni. For­­menn Við­reisn­­­ar, Flokks fólks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins voru sam­­mála þeirri bókun for­­sæt­is­ráð­herra.

Í maí síð­­ast­liðnum lagði for­­sæt­is­ráð­herra síðan fram tvö frum­varps­drög er varða breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skránni til umsagnar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Ann­­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Yfir þrjá­­tíu umsögnum var skilað inn um drög­in.

Skiptar skoð­anir um stjórn­ar­skrá

Í sept­em­ber kynnti for­sæt­is­ráð­herra sam­ráð stjórn­­­valda við almenn­ing um end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar. Þar á meðal var skoð­ana­könnun sem fram­­kvæmd var af Háskóla Íslands frá júlí til­ sept­­em­ber í fyrra að beiðni for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins.

Mark­mið könn­un­­ar­innar var að ­draga fram sam­eig­in­­leg grunn­­gildi íslensku þjóð­­ar­inn­­ar, kanna við­horf hennar til til­­lagna sem komið hafa fram á und­an­­förnum árum að breyt­ingum á stjórn­­­ar­­skrá lýð­veld­is­ins og kort­­leggja sýn almenn­ings á við­fangs­efni stjórn­­­ar­­skrár­innar eins og þau eru útli­­stuð í minn­is­­blaði for­­sæt­is­ráð­herra um fyr­ir­hug­aða end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár. Vert er að taka fram að ekki var spurt um til­­lögur stjórn­­laga­ráðs í könn­un­inn­i. 

Auglýsing
Í n­ið­­­ur­­­stöð­u­m könn­un­­ar­inn­ar kom fram að 37 pró­­­sent svar­enda sögð­ust ver­a á­nægð ­­með­­ nú­­­gild­andi stjórn­­­­­ar­­­skrá Íslands, 36 pró­­­sent svör­uðu hvorki né og 27 pró­­­sent sögð­ust vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­­­­­ar­­­skránna.

Tölu­verður munur var á afstöðu til stjórn­­­ar­­skrár­innar eftir því hvar fólk stað­­setti sig á vinstri og hægri skal­an­­um. Af þeim sem stað­­settu sig til vinstra söðg­ust 45 ­pró­­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­­­ar­­skrá en alls 21 pró­­sent ánægð með stjórn­­­ar­­skránna. Til sam­an­­burður sögð­ust 64 pró­­sent þeirra sem stað­­setja sig meira til hægri vera ánægð ­með núgild­and­i ­stjórn­­­ar­­skrá en að­eins níu pró­­sent sögð­ust vera óánægð með stjórn­­­ar­­skránna. 

Í nið­­ur­­stöðum könn­un­­ar­innar kom jafn­­framt fram að meiri­hluti lands­­manna hafði litla eða enga þekk­ingu á stjórn­­­ar­­skránn­i eða alls 58 pró­­sent. Þá sögð­ust 42 pró­­sent hafa mikla eða nokkra þekk­ingu á stjórn­­­ar­­skránn­i.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent