Forsætisráðherra vill leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrár í ár

Sitjandi ríkisstjórn boðaði heildarendurskoðun á stjórnarskrá í stjórnarsáttmála sínum. Skiptar skoðanir eru á meðal formanna stjórnmálaflokka um nauðsyn þess.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra stefnir að því að leggja fram til­lögur um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár á haust­þingi 2020. Hún segir að það eigi eftir að koma á dag­inn hversu mikil sam­staða skap­ast um þær breyt­ingar sem verða lagðar til en hún von­ist til að sem breið­ust sam­staða verði um þær.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, seg­ist hins vegar ekki viss um að starfs­hópur for­manna stjórn­mála­flokk­anna, sem fundað hefur um til­lög­urnar und­an­farin ár, muni allur ná saman um til­lög­ur. „Eitt­hvað er vænt­an­lega hægt að klára, til að mynda auð­linda­á­kvæð­ið, hefði ég haldið – það hefur verið þokka­leg sam­staða um það. Svo er annað þarna sem ég hef miklar áhyggjur af og raunar það miklar að mér finnst að það geti sett fram­hald vinn­unnar í upp­nám.“ Þar nefnir hann sér­stak­lega ákvæði um fram­sal valds. RÚV greinir frá.

Stefnt að end­ur­skoðun frá byrjun

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­­em­ber 2017 segir að rík­­is­­stjórnin vilji halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­­hafi nýs þings. „Rík­­is­­stjórnin vill halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar í þverpóli­­tísku sam­­starfi með aðkomu þjóð­­ar­innar og nýta meðal ann­­ars til þess aðferðir almenn­ings­­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­­hafi nýs þings og leggur rík­­is­­stjórnin áherslu á að sam­­staða náist um feril vinn­unn­­ar.“

Auglýsing
Í febr­­­úar 2018 skip­aði Katrín nefnd um stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­mál sem skipuð er öllum for­­­mönnum þing­­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­­ar­innar er að leggj­­­ast í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á stjórn­­­­­ar­­­skránni. Vinnan við end­­ur­­skoð­un­ina er áfanga­skipt og á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­­­menn flokk­ana meðal ann­­ars fyrir þjóð­­­ar­­­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd og þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslur að frum­­­kvæði hluta kjós­­­enda eða minn­i­hluta þings.

Á sjö­unda fundi nefnd­­­ar­inn­­ar, þann 8. októ­ber 2018, til­­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­­ur­­­skoða stjórn­­­­­ar­­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­­ar­at­­kvæði og fram­sals­á­­kvæði.

Sig­­mundur Davíð tók undir með Bjarna og lét bóka það á fundi for­­manna stjórn­­­mála­­flokk­anna 16. jan­úar 2019. For­­sæt­is­ráð­herra tók það aftur á móti fram á sama fundi að hún teldi það mik­il­vægt að for­­manna­­nefnd ljúki því verk­efni að end­­ur­­skoða ­­stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni. For­­menn Við­reisn­­­ar, Flokks fólks­ins og Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins voru sam­­mála þeirri bókun for­­sæt­is­ráð­herra.

Í maí síð­­ast­liðnum lagði for­­sæt­is­ráð­herra síðan fram tvö frum­varps­drög er varða breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skránni til umsagnar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Ann­­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Yfir þrjá­­tíu umsögnum var skilað inn um drög­in.

Skiptar skoð­anir um stjórn­ar­skrá

Í sept­em­ber kynnti for­sæt­is­ráð­herra sam­ráð stjórn­­­valda við almenn­ing um end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar. Þar á meðal var skoð­ana­könnun sem fram­­kvæmd var af Háskóla Íslands frá júlí til­ sept­­em­ber í fyrra að beiðni for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins.

Mark­mið könn­un­­ar­innar var að ­draga fram sam­eig­in­­leg grunn­­gildi íslensku þjóð­­ar­inn­­ar, kanna við­horf hennar til til­­lagna sem komið hafa fram á und­an­­förnum árum að breyt­ingum á stjórn­­­ar­­skrá lýð­veld­is­ins og kort­­leggja sýn almenn­ings á við­fangs­efni stjórn­­­ar­­skrár­innar eins og þau eru útli­­stuð í minn­is­­blaði for­­sæt­is­ráð­herra um fyr­ir­hug­aða end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár. Vert er að taka fram að ekki var spurt um til­­lögur stjórn­­laga­ráðs í könn­un­inn­i. 

Auglýsing
Í n­ið­­­ur­­­stöð­u­m könn­un­­ar­inn­ar kom fram að 37 pró­­­sent svar­enda sögð­ust ver­a á­nægð ­­með­­ nú­­­gild­andi stjórn­­­­­ar­­­skrá Íslands, 36 pró­­­sent svör­uðu hvorki né og 27 pró­­­sent sögð­ust vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­­­­­ar­­­skránna.

Tölu­verður munur var á afstöðu til stjórn­­­ar­­skrár­innar eftir því hvar fólk stað­­setti sig á vinstri og hægri skal­an­­um. Af þeim sem stað­­settu sig til vinstra söðg­ust 45 ­pró­­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­­­ar­­skrá en alls 21 pró­­sent ánægð með stjórn­­­ar­­skránna. Til sam­an­­burður sögð­ust 64 pró­­sent þeirra sem stað­­setja sig meira til hægri vera ánægð ­með núgild­and­i ­stjórn­­­ar­­skrá en að­eins níu pró­­sent sögð­ust vera óánægð með stjórn­­­ar­­skránna. 

Í nið­­ur­­stöðum könn­un­­ar­innar kom jafn­­framt fram að meiri­hluti lands­­manna hafði litla eða enga þekk­ingu á stjórn­­­ar­­skránn­i eða alls 58 pró­­sent. Þá sögð­ust 42 pró­­sent hafa mikla eða nokkra þekk­ingu á stjórn­­­ar­­skránn­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent