Forsætisráðherra vill leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrár í ár

Sitjandi ríkisstjórn boðaði heildarendurskoðun á stjórnarskrá í stjórnarsáttmála sínum. Skiptar skoðanir eru á meðal formanna stjórnmálaflokka um nauðsyn þess.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að leggja fram tillögur um endurskoðun stjórnarskrár á haustþingi 2020. Hún segir að það eigi eftir að koma á daginn hversu mikil samstaða skapast um þær breytingar sem verða lagðar til en hún vonist til að sem breiðust samstaða verði um þær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hins vegar ekki viss um að starfshópur formanna stjórnmálaflokkanna, sem fundað hefur um tillögurnar undanfarin ár, muni allur ná saman um tillögur. „Eitthvað er væntanlega hægt að klára, til að mynda auðlindaákvæðið, hefði ég haldið – það hefur verið þokkaleg samstaða um það. Svo er annað þarna sem ég hef miklar áhyggjur af og raunar það miklar að mér finnst að það geti sett framhald vinnunnar í uppnám.“ Þar nefnir hann sérstaklega ákvæði um framsal valds. RÚV greinir frá.

Stefnt að endurskoðun frá byrjun

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­em­ber 2017 segir að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­hafi nýs þings. „Rík­is­stjórnin vill halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­hafi nýs þings og leggur rík­is­stjórnin áherslu á að sam­staða náist um feril vinn­unn­ar.“

Auglýsing
Í febr­­úar 2018 skip­aði Katrín nefnd um stjórn­­­ar­­skrár­­mál sem skipuð er öllum for­­mönnum þing­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­ar­innar er að leggj­­ast í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á stjórn­­­ar­­skránni. Vinnan við end­ur­skoð­un­ina er áfangaskipt og á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­­menn flokk­ana meðal ann­ars fyrir þjóð­­ar­­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd og þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslur að frum­­kvæði hluta kjós­­enda eða minn­i­hluta þings.

Á sjö­unda fundi nefnd­­ar­inn­ar, þann 8. októ­ber 2018, til­kynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­ur­­skoða stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­ar­at­kvæði og fram­sals­á­kvæði.

Sig­mundur Davíð tók undir með Bjarna og lét bóka það á fundi for­manna stjórn­mála­flokk­anna 16. janúar 2019. For­sæt­is­ráð­herra tók það aftur á móti fram á sama fundi að hún teldi það mik­il­vægt að for­manna­nefnd ljúki því verk­efni að end­ur­skoða ­stjórn­ar­skránna í heild sinni. For­menn Við­reisn­ar, Flokks fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins voru sam­mála þeirri bókun for­sæt­is­ráð­herra.

Í maí síð­ast­liðnum lagði for­sæt­is­ráð­herra síðan fram tvö frum­varps­drög er varða breyt­ingar á stjórn­ar­skránni til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ann­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Yfir þrjá­tíu umsögnum var skilað inn um drög­in.

Skiptar skoðanir um stjórnarskrá

Í september kynnti forsætisráðherra sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal var skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af Háskóla Íslands frá júlí til­ sept­em­ber í fyrra að beiðni for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Mark­mið könn­un­ar­innar var að ­draga fram sam­eig­in­leg grunn­gildi íslensku þjóð­ar­inn­ar, kanna við­horf hennar til til­lagna sem komið hafa fram á und­an­förnum árum að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og kort­leggja sýn almenn­ings á við­fangs­efni stjórn­ar­skrár­innar eins og þau eru útli­stuð í minn­is­blaði for­sæt­is­ráð­herra um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár. Vert er að taka fram að ekki var spurt um til­lögur stjórn­laga­ráðs í könn­un­inn­i. 

Auglýsing
Í n­ið­­ur­­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar kom fram að 37 pró­­sent svar­enda sögðust ver­a á­nægð ­­með­­ nú­­gild­andi stjórn­­­ar­­skrá Íslands, 36 pró­­sent svöruðu hvorki né og 27 pró­­sent sögðust vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­­­ar­­skránna.

Tölu­verður munur var á afstöðu til stjórn­ar­skrár­innar eftir því hvar fólk stað­setti sig á vinstri og hægri skal­an­um. Af þeim sem stað­settu sig til vinstra söðgust 45 ­pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en alls 21 pró­sent ánægð með stjórn­ar­skránna. Til sam­an­burður sögðust 64 pró­sent þeirra sem stað­setja sig meira til hægri vera ánægð ­með núgild­and­i ­stjórn­ar­skrá en að­eins níu pró­sent sögðust vera óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom jafn­framt fram að meiri­hluti lands­manna hafði litla eða enga þekk­ingu á stjórn­ar­skránn­i eða alls 58 pró­sent. Þá sögðust 42 pró­sent hafa mikla eða nokkra þekk­ingu á stjórn­ar­skránn­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent