Kristján Viðar stefnir ríkinu og vill 1,4 milljarða króna í bætur

Einn þeirra sem var sýknaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september 2018 hefur stefnt ríkinu og vill vel á annan milljarð í bætur. Maðurinn fékk 204 milljónir króna greiddar skattfrjálst í bætur úr ríkissjóði í síðasta mánuði vegna málsins.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Krist­ján Viðar Júl­í­us­son, einn þeirra sem hlaut dóm í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­un­um, hefur stefnt íslenska rík­inu og fer fram á 1,4 millj­arða króna í bæt­ur. Frá þessu er greint á RÚV.

Krist­ján Viðar var einn þeirra sem ríkið greiddi bætur til í síð­asta mán­uði þegar alls voru greiddar út 815 millj­ónir króna, að með­töldum lög­manns­kostn­aði, á grund­velli laga um bætur vegna sýkn­u­­dóms Hæsta­réttar í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­málum sem kveð­inn var upp í fyrra. Af þeirri upp­hæð fóru 774 millj­ónir króna til þeirra fimm manna sem hlutu dóm í mál­un­um, en voru síðar sýkn­að­ir.

Krist­ján Viðar fékk þá 204 millj­ónir króna í bætur en hann var á sínum tíma dæmdur í 16 ára fang­elsi í mál­inu. Bæt­urnar sem greiddar voru í mál­inu eru skatt­frjálsar og skerða ekki bætur almanna­trygg­inga eða sam­bæri­legar greiðsl­ur. 

Í frétt RÚV kemur fram að Krist­ján Viðar hafi þrátt fyrir þetta ákveðið að stefna rík­inu og fara fram á áður­greinda upp­hæð í bæt­ur. Ástæðan sé meðal ann­ars sú að hann telji sig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var sekur maður að ósekju í tæpa fjóra ára­tugi til við­bótar við það að hafa setið á bak við lás og slá í sjö og hálft ár. RÚV segir að í stefn­unni komi einnig fram að ríkið hafi bakað sér bóta­skyldu með blaða­manna­fundi sem hald­inn var árið 1977. Málið verður þing­fest næst­kom­andi fimmtu­dag. 

Auglýsing
Kristján Viðar er annar þeirra sem ríkið hefur þegar dæmt bætur sem ákveður að stefna samt sem áður. Guð­jón Skarp­héð­ins­son gerði það fyrstur og fer fram á 1,3 millj­arða króna í bæt­ur. 

End­­ur­­upp­­­töku­­nefnd féllst í febr­­úar 2017 á að dómur Hæsta­réttar í mál­inu sem felldur var árið 1980 skyldi tek­inn upp hvað varð­aði fimm sak­­born­inga af sex. Þeir eru Albert Klahn Skafta­son, Guð­jón Skarp­héð­ins­son, Krist­ján Viðar Júl­í­us­son, Tryggvi Rúnar Leifs­son og Sævar Mar­inó Ciesi­elski. Tveir síð­ast­nefndu menn­irnir eru látn­ir. 

End­­ur­­upp­­­töku­beiðni Erlu Bolla­dóttur var hins vegar hafn­að. 

Allir sak­born­ing­arnir fimm voru svo sýkn­aðir í sept­em­ber 2018. Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra lagði fram í rík­­­is­­­stjórn í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins frum­varp til laga um sann­girn­is­bætur í kjöl­far sýkn­u­­­dóms Hæsta­réttar í Guð­­­mund­­­ar- og Geir­finns­­­mál­inu. Það var sam­þykkt á síð­asta þingi og á grund­velli þeirra laga voru bæt­urnar greiddar út í jan­úar 2020.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent