Kristján Viðar stefnir ríkinu og vill 1,4 milljarða króna í bætur

Einn þeirra sem var sýknaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september 2018 hefur stefnt ríkinu og vill vel á annan milljarð í bætur. Maðurinn fékk 204 milljónir króna greiddar skattfrjálst í bætur úr ríkissjóði í síðasta mánuði vegna málsins.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Krist­ján Viðar Júl­í­us­son, einn þeirra sem hlaut dóm í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­un­um, hefur stefnt íslenska rík­inu og fer fram á 1,4 millj­arða króna í bæt­ur. Frá þessu er greint á RÚV.

Krist­ján Viðar var einn þeirra sem ríkið greiddi bætur til í síð­asta mán­uði þegar alls voru greiddar út 815 millj­ónir króna, að með­töldum lög­manns­kostn­aði, á grund­velli laga um bætur vegna sýkn­u­­dóms Hæsta­réttar í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­málum sem kveð­inn var upp í fyrra. Af þeirri upp­hæð fóru 774 millj­ónir króna til þeirra fimm manna sem hlutu dóm í mál­un­um, en voru síðar sýkn­að­ir.

Krist­ján Viðar fékk þá 204 millj­ónir króna í bætur en hann var á sínum tíma dæmdur í 16 ára fang­elsi í mál­inu. Bæt­urnar sem greiddar voru í mál­inu eru skatt­frjálsar og skerða ekki bætur almanna­trygg­inga eða sam­bæri­legar greiðsl­ur. 

Í frétt RÚV kemur fram að Krist­ján Viðar hafi þrátt fyrir þetta ákveðið að stefna rík­inu og fara fram á áður­greinda upp­hæð í bæt­ur. Ástæðan sé meðal ann­ars sú að hann telji sig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var sekur maður að ósekju í tæpa fjóra ára­tugi til við­bótar við það að hafa setið á bak við lás og slá í sjö og hálft ár. RÚV segir að í stefn­unni komi einnig fram að ríkið hafi bakað sér bóta­skyldu með blaða­manna­fundi sem hald­inn var árið 1977. Málið verður þing­fest næst­kom­andi fimmtu­dag. 

Auglýsing
Kristján Viðar er annar þeirra sem ríkið hefur þegar dæmt bætur sem ákveður að stefna samt sem áður. Guð­jón Skarp­héð­ins­son gerði það fyrstur og fer fram á 1,3 millj­arða króna í bæt­ur. 

End­­ur­­upp­­­töku­­nefnd féllst í febr­­úar 2017 á að dómur Hæsta­réttar í mál­inu sem felldur var árið 1980 skyldi tek­inn upp hvað varð­aði fimm sak­­born­inga af sex. Þeir eru Albert Klahn Skafta­son, Guð­jón Skarp­héð­ins­son, Krist­ján Viðar Júl­í­us­son, Tryggvi Rúnar Leifs­son og Sævar Mar­inó Ciesi­elski. Tveir síð­ast­nefndu menn­irnir eru látn­ir. 

End­­ur­­upp­­­töku­beiðni Erlu Bolla­dóttur var hins vegar hafn­að. 

Allir sak­born­ing­arnir fimm voru svo sýkn­aðir í sept­em­ber 2018. Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra lagði fram í rík­­­is­­­stjórn í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins frum­varp til laga um sann­girn­is­bætur í kjöl­far sýkn­u­­­dóms Hæsta­réttar í Guð­­­mund­­­ar- og Geir­finns­­­mál­inu. Það var sam­þykkt á síð­asta þingi og á grund­velli þeirra laga voru bæt­urnar greiddar út í jan­úar 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent