Starfsmenn fjármálafyrirtækja kvarta til ESA eftir hópuppsögn Arion banka

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja telja að Arion banki hafi ekki farið eftir lögum um hópuppsagnir þegar bankinn sagði upp 102 starfsmönnum í fyrrahaust. Slíku broti fylgi hins vegar engin viðurlög. Samtökin hafa sent kvörtun til ESA vegna þessa.

Arion banki sagði upp 102 manns í september.
Arion banki sagði upp 102 manns í september.
Auglýsing

Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) hafa sent kvörtun til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) vegna brotalama á fram­kvæmd hóp­upp­sagna á Íslandi. Kvörtunin er send eftir að sam­tökin komust að þeirri nið­ur­stöðu að Arion banki hefði ekki farið að lögum um hóp­upp­sagnir þegar bank­inn sagði upp 102 starfs­mönnum í sept­em­ber 2019, meðal ann­ars með vísun í að ávöxtun eigin fjár bank­ans væri ekki nægi­lega góð. 

Í bréfi sem sam­tökin sendu Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, og til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis í dag segir að nið­ur­staða skoð­unar SFF hafi verið sú að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til sam­ráðs við trún­að­ar­menn starfs­manna með neinum raun­hæfum hætti í aðdrag­anda upp­sagn­anna og hafi þannig brotið gegn ákvæðum laga um hóp­upp­sagn­ir. „Þó sé jafn­framt ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raun­hæf rétt­ar­úr­ræði til að bregð­ast við brotum af þessum toga. Með bréfi þessu er ætlun SFF aog ASÍ að vekja athygli ráð­herra og þing­nefndar á þessum ann­mörkum sem virð­ast vera á lögum um hóp­upp­sagn­ir“.

SFF segir að gera þurfi braga­bót á lög­unum til að þau hafi eitt­hvað raun­veru­legt gildi, en séu ekki ein­ungis „orðin tóm“ þar sem brot á þeim séu „al­gjör­lega við­ur­laga­laus“. 

Auk þess telja sam­tökin að íslenska ríkið kunni að hafa brotið gegn skyldum sínum til að inn­leiða ákveðna til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um hóp­upp­sagnir og að hún hafi ekki verið rétt inn­leidd á sínum tíma. Vegna þess sé sam­ráð við stétt­ar­fé­lög við fram­kvæmd hóp­upp­sagna ófull­nægj­andi. Vegna þessa hefur SFF sent inn kvörtun til ESA. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum vegna þessa segir að nið­ur­staðan geti „haft áhrif á allan íslenskan vinnu­markað og er því um gríð­ar­lega stórt hags­muna­mál að ræða.“

Spör­uðu sér 1,3 millj­arð á árs­grund­velli

Arion banki greindi frá því þann 26. sept­em­ber 2019 að bank­inn hefði sagt upp 102 manns. Upp­sagn­irnar höfðu legið í loft­inu í nokkurn tíma. Kjarn­inn greindi til að mynda frá því þremur dögum áður að búist væri við stóru hag­ræð­ing­ar­skrefi hjá bank­anum og að lækkun á rekstr­ar­kostn­aði yrði fyrst og síð­ast náð með fjölda­upp­sögn­um. 

Með upp­sögn­unum ætlar Arion banki að spara sér 1,3 millj­arð króna í rekstr­ar­kostnað á ári. Í tölvu­pósti sem Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sendi til starfs­manna sama dag og til­kynnt var um upp­sagn­irn­ar, sagði meðal ann­ars að stjórn­endur bank­ans teldu „að­stæður í umhverfi bank­ans, eig­in­fjár­­­kröf­­ur, skattar og harðn­­andi sam­keppni, sem og háan rekstr­­ar­­kostn­að, vera þess eðlis að ekki sé lengur hjá því kom­ist að gera breyt­ingar sem miða að því að ein­falda starf­­sem­ina. Við þurfum að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinn­i.“

Upp­sagn­irnar voru liður í veg­­­­ferð bank­ans að ná settum mark­miðum um 50 pró­­­­sent kostn­að­­­­ar­hlut­­­­fall og arð­­­­semi eigin fjár umfram tíu pró­­­­sent. Arð­semi Arion banka hefur verið langt frá því mark­miði und­an­farið og búist er við að hún hafi verið undir einu pró­senti í fyrra, en árs­reikn­ingur bank­ans verður birtur síðar í þess­ari viku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent