Aðgerðir stjórnvalda vel viðunandi

Stjórnvöld hafa ekki tekið afdráttalausa afstöðu til allra tillagna starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu en þó eru aðgerðir þeirra vel viðunandi, samkvæmt Siðfræðistofnun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands hefur skilað Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, fram­vindu­skýrslu um inn­leið­ingu til­lagna starfs­hóps um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu. Í skýrsl­unni er lagt mat á árangur og við­leitni stjórn­valda til þess að mæta til­lögum starfs­hóps­ins. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Sið­fræði­stofnun telur til­lögur starfs­hóps­ins vel ígrund­aðar og rök­studd­ar. Stjórn­völd hafi nú þegar tekið skref að mark­miðum sem heyra undir fimm af þeim átta meg­in­sviðum sem skil­greind eru í skýrslu starfs­hóps­ins. Þá er það mat Sið­fræði­stofn­unar að frum­vörp for­sæt­is­ráð­herra í mála­flokknum feli í sér veiga­miklar umbætur verði þau öll að lög­um.

 Vilja að aukin sé símenntun á „sviði opin­berra heil­inda“

­Sam­kvæmt Sið­fræði­stofnun eru aðgerðir stjórn­valda þannig vel við­un­andi. Þó sé nauð­syn­legt að leiða til lykta þá vinnu sem komin er á veg en er ólokið og hefja jafn­framt und­ir­bún­ing að verk­efnum sem setið hafa á hak­an­um. 

„Þau atriði sem út af standa og hafa fengið litla athygli hingað til eru ekki síður mik­il­væg, en þau krefj­ast ekki sér­stakrar laga­setn­ingar heldur fyrst og fremt vilja og festu. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að setja skýr mark­mið og gera áætl­anir um end­ur­skoðun og umgjörð siða­reglna, aukna símenntun á sviði opin­berra heil­inda og efl­ingu gagn­rýn­innar umræðu. Þó ber að taka fram að ráðu­neytið er fáliðað í þessu verk­efni og spyrja má hvort ekki væri rétt að bæta úr því,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Stjórn­völd skil­greini hvaða mark­mið þau ætli að setja sér

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur jafn­framt fram að rétt sé að árétta að stjórn­völd hafi ekki tekið afdrátt­ar­lausa afstöðu til allra til­lagna starfs­hóps­ins. Æski­legt sé að stjórn­völd skil­greini með skýrum hætti hvaða mark­mið þau ætli að setja sér og geri grein fyrir skuld­bind­ingu sinni í þágu opin­berra heil­inda. „Í ljósi ættu stjórn­völd að setja fram stefnu­skjal, eða móta heil­ind­ara­mma, sem lýsir mark­miðum um heil­indi. Sið­fræði­stofnun leggur til að þetta verk­efni verði sett í for­gang á næstu miss­erum,“ segir í skýrsl­unni.

Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu skil­aði skýrslu sinni í sept­em­ber árið 2018. Í skýrsl­unni voru settar fram til­lögur að aðgerðum sem skipt var í átta meg­in­svið og 25 afmark­aðar til­lög­ur. Í des­em­ber sama ár gerði for­sæt­is­ráðu­neytið samn­ing við Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands um að stofn­unin yrði stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum og ynni með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­lagna starfs­hóps­ins.

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að þegar hafi eitt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra orðið að lög­um, en breyt­ingar á upp­lýs­inga­lögum sem fólu í sér útvíkkun gild­is­sviðs lag­anna og betra aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum tóku gildi um mitt síð­asta ár. Að auki hafi for­sæt­is­ráð­herra mælt fyrir frum­varpi til laga um vernd upp­ljóstr­ara og frum­varpi til laga um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds í Stjórn­ar­ráði Íslands og séu þau nú í með­förum þings­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent