Aðgerðir stjórnvalda vel viðunandi

Stjórnvöld hafa ekki tekið afdráttalausa afstöðu til allra tillagna starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu en þó eru aðgerðir þeirra vel viðunandi, samkvæmt Siðfræðistofnun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands hefur skilað Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, fram­vindu­skýrslu um inn­leið­ingu til­lagna starfs­hóps um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu. Í skýrsl­unni er lagt mat á árangur og við­leitni stjórn­valda til þess að mæta til­lögum starfs­hóps­ins. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Sið­fræði­stofnun telur til­lögur starfs­hóps­ins vel ígrund­aðar og rök­studd­ar. Stjórn­völd hafi nú þegar tekið skref að mark­miðum sem heyra undir fimm af þeim átta meg­in­sviðum sem skil­greind eru í skýrslu starfs­hóps­ins. Þá er það mat Sið­fræði­stofn­unar að frum­vörp for­sæt­is­ráð­herra í mála­flokknum feli í sér veiga­miklar umbætur verði þau öll að lög­um.

 Vilja að aukin sé símenntun á „sviði opin­berra heil­inda“

­Sam­kvæmt Sið­fræði­stofnun eru aðgerðir stjórn­valda þannig vel við­un­andi. Þó sé nauð­syn­legt að leiða til lykta þá vinnu sem komin er á veg en er ólokið og hefja jafn­framt und­ir­bún­ing að verk­efnum sem setið hafa á hak­an­um. 

„Þau atriði sem út af standa og hafa fengið litla athygli hingað til eru ekki síður mik­il­væg, en þau krefj­ast ekki sér­stakrar laga­setn­ingar heldur fyrst og fremt vilja og festu. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að setja skýr mark­mið og gera áætl­anir um end­ur­skoðun og umgjörð siða­reglna, aukna símenntun á sviði opin­berra heil­inda og efl­ingu gagn­rýn­innar umræðu. Þó ber að taka fram að ráðu­neytið er fáliðað í þessu verk­efni og spyrja má hvort ekki væri rétt að bæta úr því,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Stjórn­völd skil­greini hvaða mark­mið þau ætli að setja sér

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur jafn­framt fram að rétt sé að árétta að stjórn­völd hafi ekki tekið afdrátt­ar­lausa afstöðu til allra til­lagna starfs­hóps­ins. Æski­legt sé að stjórn­völd skil­greini með skýrum hætti hvaða mark­mið þau ætli að setja sér og geri grein fyrir skuld­bind­ingu sinni í þágu opin­berra heil­inda. „Í ljósi ættu stjórn­völd að setja fram stefnu­skjal, eða móta heil­ind­ara­mma, sem lýsir mark­miðum um heil­indi. Sið­fræði­stofnun leggur til að þetta verk­efni verði sett í for­gang á næstu miss­erum,“ segir í skýrsl­unni.

Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu skil­aði skýrslu sinni í sept­em­ber árið 2018. Í skýrsl­unni voru settar fram til­lögur að aðgerðum sem skipt var í átta meg­in­svið og 25 afmark­aðar til­lög­ur. Í des­em­ber sama ár gerði for­sæt­is­ráðu­neytið samn­ing við Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands um að stofn­unin yrði stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum og ynni með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­lagna starfs­hóps­ins.

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að þegar hafi eitt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra orðið að lög­um, en breyt­ingar á upp­lýs­inga­lögum sem fólu í sér útvíkkun gild­is­sviðs lag­anna og betra aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum tóku gildi um mitt síð­asta ár. Að auki hafi for­sæt­is­ráð­herra mælt fyrir frum­varpi til laga um vernd upp­ljóstr­ara og frum­varpi til laga um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds í Stjórn­ar­ráði Íslands og séu þau nú í með­förum þings­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent