Gauti Jóhannesson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sveitarfélagi

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seyðisfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Sjö efstu frambjóðendur listans, frá vinstri: Guðný Margrét Hjaltadóttir, Sigurður Gunnarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson, Oddný Björk Daníelsdóttir, Jakob Sigurðsson og Elvar Snær Kristjánsson.
Sjö efstu frambjóðendur listans, frá vinstri: Guðný Margrét Hjaltadóttir, Sigurður Gunnarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson, Oddný Björk Daníelsdóttir, Jakob Sigurðsson og Elvar Snær Kristjánsson.
Auglýsing

Fram­boðs­listi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í nýju sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi hefur verið sam­þykkt­ur. Gauti Jóhann­es­son sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi leiðir list­ann. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem send var út í dag. 

Full­trúa­ráð sjálf­stæð­is­fé­lag­anna á Seyð­is­firði, Djúpa­vogi, Fljóts­dals­hér­aði og Borg­ar­firði eystri sam­þykkti ein­róma til­lögu upp­still­ing­ar­nefndar á fundi sínum á Seyð­is­firði sunnu­dag­inn 9. febr­úar síð­ast­lið­inn að fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi.

Auglýsing

Eft­ir­taldir ein­stak­lingar skipa list­ann:

 • Gauti Jóhann­es­son, sveita­stjóri og fyrr­ver­andi skóla­stjóri, Djúpa­vogi
 • Berg­lind Harpa Svav­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og MS í heil­brigð­is­vís­indum og bæj­ar­full­trúi, Fljóts­dals­hér­aði
 • Elvar Snær Krist­jáns­son, verk­taki og bæj­ar­full­trúi, Seyð­is­firði
 • Jakob Sig­urðs­son, odd­viti og bif­reið­ar­stjóri, Borg­ar­firði eystri
 • Guðný Mar­grét Hjalta­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, Fljóts­dals­hér­aði
 • Oddný Björk Dan­í­els­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri og bæj­ar­full­trúi, Seyð­is­firði
 • Sig­urður Gunn­ars­son, við­skipta­fræð­ing­ur, Fljóts­dals­hér­aði
 • Sig­rún Hólm Þór­leifs­dótt­ir, við­skipta­fræð­ing­ur, Fljóts­dals­hér­aði
 • Ívar Karl Haf­liða­son, umhverf­is- og orku­fræð­ing­ur, Fljóts­dals­hér­aði
 • Gunnar Jóns­son, bóndi og bæj­ar­full­trúi, Fljóts­dals­hér­aði
 • Svava Lár­us­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari, Seyð­is­firði
 • Skúli Vign­is­son, fram­kvæmda­stjóri, Seyð­is­firði
 • Ragnar Krist­jáns­son, háskóla­nemi, Djúpa­vogi
 • Davíð Þór Sig­urð­ar­son, svæð­is­stjóri, Fljóts­dals­hér­aði
 • Ágústa Björns­dótt­ir, rekstr­ar­ráð­gjafi, Fljóts­dals­hér­aði
 • Sylvía Ösp Jóns­dótt­ir, leið­bein­andi í leik- og grunn­skóla, Borg­ar­firði eystri
 • Sig­fríð Hall­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­hót­el­stjóri, Seyð­is­firði
 • Sig­ríður Sig­munds­dótt­ir, mat­reiðslu­mað­ur, Fljóts­dals­hér­aði
 • Karl Lauritz­son, við­skipta­fræð­ing­ur, Fljóts­dals­hér­aði
 • Sóley Dögg Birg­is­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, Djúpa­vogi
 • Sig­valdi H. Ragn­ars­son, bóndi, Fljóts­dals­hér­aði
 • Anna Alex­and­ers­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri og for­maður bæj­ar­ráðs, Fljóts­dals­hér­aði

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að Gauti þakki upp­still­ing­ar­nefnd og fund­ar­mönnum fyrir hönd fram­bjóð­enda það traust sem þeim sé sýnt og þann ein­róma stuðn­ing sem til­laga nefnd­ar­innar hafi fengið á fund­in­um. „Það eru ótal sókn­ar­færi við sjón­deild­ar­hring­inn fyrir nýtt sam­einað sveit­ar­fé­lag. Nýrrar sveit­ar­stjórnar er að stuðla að því að þau nýt­ist. Við þurfum einnig að tryggja far­sæla sam­ein­ingu. Það eru engir betur til þess fallnir en Sjálf­stæð­is­fólk að leiða starf nýrrar sveit­ar­stjórnar – nú er bara að bretta upp ermarn­ar,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent