Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra

Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir að aðgerðir sem gripið hafi verið til í fyrra, hafi styrkt undirliggjandi rekstur nú þegar. Áfram er unnið að því markmiði að ná 10 prósent arðsemi eiginfjár, en hún var aðeins 0,6 prósent í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 1,1 millj­arð í fyrra, en afkoman á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra var nei­kvæð um 2,7 millj­arða króna, en á sama tíma­bili árið á undan var afkoman jákvæð um 1,6 millj­arða. 

Hagn­aður á árinu 2018 var 7,7 millj­arðar króna, og því versn­aði afkoma bank­ans umtals­vert í fyrra miðað við árið á und­an. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, segir í til­kynn­ingu til kaup­hallar að afkoma und­ir­liggj­andi rekstrar hafi farið batn­andi að und­an­förn­u. 

Auglýsing

„Við sjáum þess merki á fjórða árs­fjórð­ungi að þær skipu­lags- og áherslu­breyt­ingar sem ráð­ist var í undir lok þriðja árs­fjórð­ungs skila árangri því Arion banki hagn­ast um 5,2 millj­arða króna af áfram­hald­andi starf­semi á fjórð­ungn­um, sem er besti fjórð­ungur árs­ins 2019. Vaxta­munur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstr­ar­kostn­aði á sama tíma og bank­inn hefur fengið end­ur­greidd óarð­bær útlán og greitt upp dýra fjár­mögn­un. Góður vöxtur er einnig í afkomu trygg­inga­starf­semi og höfum við miklar vænt­ingar til áfram­hald­andi sam­starfs við Vörð, við­skipta­vinum okkar til hags­bóta. Það er því margt í rekstri bank­ans sem lofar góðu varð­andi fram­hald­ið,“ segir Bene­dikt í til­kynn­ingu.

Arð­semi eigin fjár var 0,6 pró­sent á árinu 2019, sam­an­borið við 3,7 pró­sent á árinu 2018. Sé horft til upp­gjörs kerf­is­lægs mik­il­vægu bank­anna þriggja - Íslands­banka, Lands­bank­ans og Arion banka - þá var arð­semi eigin fjár hjá Arion banka lang­sam­lega minnst og afkoman lök­ust. Íslands­banki hagn­að­ist um 8,5 millj­arða og Lands­bank­inn um 18,2 millj­arða.

Bene­dikt, sem tók við stjórn­ar­taumunum í fyrra, segir í til­kynn­ingu að eig­in­fjár­staða bank­ans sé sterk, og að end­ur­skipu­lagn­ing á rekstr­inum - sem gripið var til þegar hann tók við - er farin að skila umtals­verðum árangri. „Eig­in­fjár­staða bank­ans er áfram mjög sterk og eitt af áherslu­at­riðum okkar nú er að ná fram hag­stæðri fjár­magns­skipan með útgáfu skulda­bréfa sem flokk­ast sem eig­in­fjár­þáttur 2 og við­bótar eigið fé þáttar 1, bæta notkun eig­in fjár í rekstr­inum og leggja aukna áherslu á starf­semi sem bindur minna eigið fé. Eigið fé er í raun skuld bank­ans við eig­endur og er dýrasta fjár­mögnun bank­ans. Því skiptir miklu að hafa ekki meira eigin fé en þörf kref­ur,“ segir Bene­dikt.

Hann segir jafn­framt, að lækkun eig­in­fjár bank­ans sé mik­il­vægur liður í því að bank­inn nái mark­miðum um 10 pró­sent arð­semi eig­in­fjár. 

„End­ur­kaupa­á­ætlun var hrint í fram­kvæmd síðla árs 2019 og arður greiddur út á árinu. Jafn­framt stendur til að leggja fyrir aðal­fund bank­ans í mars n.k. til­lögu um frek­ari útgreiðslu arðs. Lækkun eig­in­fjár er mik­il­vægur liður í að bank­inn nái mark­miðum sínum um 10% arð­semi eig­in­fjár enda eru vaxt­ar­tæki­færi sem bjóða ásætt­an­lega arð­semi tak­mörkuð í lækk­andi vaxtaum­hverfi. Annar mik­il­vægur þáttur í að ná við­und­andi arð­semi snýr að lán­veit­ingum til stærri fyr­ir­tækja. Sökum hárra eig­in­fjár­krafna og skatta er bank­inn í raun ekki sam­keppn­is­fær við líf­eyr­is­sjóði og erlenda banka þegar kemur að lán­um til stærri fyr­ir­tækja. Arion banki mun því gagn­vart þessum fyr­ir­tækjum leggja höf­uð­á­herslu á að veita fag­lega ráð­gjöf og aðstoða þau við að finna hag­stæð­ustu fjár­mögnun hverju sinni, en auð­vitað leggja þeim til lánsfé þegar svo ber und­ir. Hvað varðar lán­veit­ing­ar til ein­stak­linga og lít­illa og meðal stórra fyr­ir­tækja er stefna bank­ans óbreytt og þrátt fyrir áherslu á arð­semi lána­safns­ins umfram vöxt þá var á fjórða árs­fjórð­ungi góður gangur í nýjum útlánum sem námu alls 24 millj­örðum króna á fjórð­ungn­um, þar af voru lán til ein­stak­linga um 10 millj­arðar króna,“ segir Bene­dikt.

Í til­kynn­ingu bank­ans, segir að stjórn hafi sam­þykkt metn­að­ar­fulla umhverf­is- og lofts­lags­stefnu, þar sem mark­mið bank­ans taka mið af Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. „Stjórn Arion banka sam­þykkti nú í des­em­ber metn­að­ar­fulla umhverf­is- og loft­lags­stefnu og mark­mið fyrir næstu ár. Í stefn­unni felst að við sem störfum hjá bank­anum viljum leggja okkar af mörkum til að Ísland geti staðið við skuld­bind­ing­ar sínar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og öðrum inn­lendum og erlendum loft­lags­sátt­mál­um. Mark­mið okkar á árinu 2020 er að meta lána­safn bank­ans út frá grænum við­miðum og setja okkur mark­mið í þeim efn­um. Munum við einnig í auknum mæli beina sjónum okkar að fjár­mögn­un verk­efna sem snúa að sjálf­bærri þróun og grænni inn­viða­upp­bygg­ingu. Að auki munum við í mati okkar á birgjum gera kröfu um að þeir taki mið af áhrifum sinnar starf­semi á umhverf­is- og loft­lags­mál.“

Mark­aðsvirði Arion banka er nú 154 millj­arðar króna, en stjórn bank­ans leggur til 10 millj­arða arð­greiðslu til hlut­hafa félags­ins, vegna árs­ins í fyrra. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent